Kómedíuleikhúsið hefur starfað frá síðustu aldamótum á Vestjörðum og vakið athygli fyrir sýningar sínar sem eru nú að nálgast fimmta tuginn. Við erum samt bara rétt að byrja og nú langar okkur að efla bakland okkar enn frekar. Bakland sem hefur einmitt verið fólkið í landinu.
... read more
Join the community
€${ campaign.subscriptions.subscriptions_amount_total }
per month
${ campaign.subscriptions.subscriptions_subscribers_count }
member
members
Goals 
€${subscriptionAmountReached} of €${ displayedGoal.target }
€${displayedGoal.target} reached
per month
${ subscriptionPercentReached <= 100 ? subscriptionPercentReached : 100 }%

${ getSubscriptionGoalLanguage(displayedGoal.title) }

${ getSubscriptionGoalLanguage(displayedGoal.description) }


show all goals 
€${goal.target}
per month

${ getSubscriptionGoalLanguage(goal.title) }

${ getSubscriptionGoalLanguage(goal.description) }

collapse 
No tiers exist or campaign is not public. Log in to add or edit tiers.
Get this! All gone!

Support of € ${ reward.amount } monthly ${ reward.amount * 150 } ISK


${ reward.title }

${ reward.description }

Team

Elfar Logi

Creator
Leikshússtjóri, leikari og leikstjóri hjá Kómedíuleikhúsinu
  • Ofvirkur

Marsibil G. Kristjánsdóttir

Eigandi Kómedíuleikhússins.
  • Fjöllistakona

Further Information

Um leikhúsið og starfið
Kómedíuleikhúsið er sannkallað ferðaleikhús eða leikhús á hjólum. Í gegnum árin höfum við verið svo heppin að fá að sýna nánast í hverju þorpi á Íslandi. Við setjum að jafnaði upp 1 til 2 nýjar leiksýningar á ári sem allar eru æfðar fyrir vestan og fullunnar áður en við leggjum af stað og mætum með leikhúsið til fólksins. Núna erum við í fyrsta sinn að koma upp okkar eigin leikhúsi sem er í Haukadal í Dýrafirði. Þar er lítið og snoturt samkomuhús sem tekur 25 manns í sæti. Sýningar hefjast í júní í þessu líklega minnsta atvinnuleikhúsi á Íslandi. Kómedíuleikhúsið rekur einnig eigin Leiklistarmiðstöð sem er í hjarta leikhúseyrarinnar, á Þingeyri. Þar er okkar aðalbækistöð og æfingaaðstaða. Þar eru einnig haldin leiklistarnámskeið og allskonar leikævintýri fara þar fram.
Kómedíuleikhúsið er leikhús landsbyggðarinnar þar slær hjarta okkar og þar viljum við vera.

Horfum fram á við og áfram
Stefna okkar er einföld. Að halda áfram að setja upp vandaðar atvinnuleiksýningar og ferðast með þær um landið árið um kring. Draumur okkar er að leikhúsið geti borið tvo fasta starfsmenn árið um kring. Allt annað er sigur.
Þó hlutir séu í lausu lofti þessi misserin þá erum við bara alls ekki óvön því í leikhúsinu. Við höldum áfram að láta okkur dreyma og eigum langan verkefnalista sem í raun lengist bara þó mikið hafi nú verið framkvæmt og sett upp af leikverkum einsog saga okkar sannar og sýnir.
Með því að leggja okkur lið þá eruð þið að efla eina atvinnuleikhús Vestfjarða með einstökum hætti. Mikið rosalega þykir okkur vænt um það.

Kómedíuhjónin
Það eru listahjónin Elfar Logi Hannesson, frá Bíldudal, og Marsibil G. Kristjánsdóttir, frá Þingeyri, sem eru aðalstarfsfólk Kómedíuleikhússins. Elfar Logi sér um daglegan rekstur auk þess að leika í öllum sýningum leikhússins og oftast nær semur hann leikverkin líka. Marsibil er hjartað í leikhúsinu. Hún hefur gert ófá kraftaverkin hefur hannað bæði leikmyndir og búninga við nánast allar sýningar leikhússins. Einnig hefur hún brugðið sér í leikstjórahlutverkið nokkra ganga.
Það má kannski segja að Kómedíuleikhúsið sé fjórða barn þeirra hjóna.

Gíslastaka
Það er óhætt að segja að Gíslataka eiga sérlega vel við sögu Kómedíuleikhússins. Því tvær af vinsælustu sýningum leikhússins eru einmitt Gísli Súrsson sem hefur verið sýndur um 350 sinnum og nafni hans, Gísli á Uppsölum, sem hefur verið sýndur nærri 100 sinnum. Af öðrum vinsælum sýningum Kómedíuleikhússins má nefna Dimmalimm, Sigvaldi Kaldalóns, Heilsugæslan og síðast en ekki síst Leppalúði.

Ekki bara leikhús
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út fjölmargar hljóðbækur sem allar eru fáanlegar á Storytel. Einnig hefur leikhúsið gefið út þó nokkrar bækur má þar nefna barnabókina Muggur saga af strák eftir leikhúshjónin. Viðamesta útgáfa leikhússins er þó vestfirska leiksöguritröðin. En Kómedíuleikarinn, Elfar Logi, fékk þá flugu í kollinn fyrir nokkrum árum að rita leiklistarsögu allra þorpa og bæja á Vestfjörðum. Nú þegar hafa tvær vestfirskar leiksögubækur komið út og sá kómíski vinnur nú að þeirri þriðju.
Við erum verulega stolt af þessari útgáfu. Sem hefur án efa mikið menningarlegt gildi.

${ userName(subscriber) }

${ subscriber.short_description }
Join the community
€${ campaign.subscriptions.subscriptions_amount_total }
per month
${ campaign.subscriptions.subscriptions_subscribers_count }
member
members
Goals 
€${subscriptionAmountReached} of €${ displayedGoal.target }
€${displayedGoal.target} reached
per month
${ subscriptionPercentReached <= 100 ? subscriptionPercentReached : 100 }%

${ getSubscriptionGoalLanguage(displayedGoal.title) }

${ getSubscriptionGoalLanguage(displayedGoal.description) }


show all goals 
€${goal.target}
per month

${ getSubscriptionGoalLanguage(goal.title) }

${ getSubscriptionGoalLanguage(goal.description) }

collapse 
No tiers exist or campaign is not public. Log in to add or edit tiers.
Get this! All gone!

Support of € ${ reward.amount } monthly ${ reward.amount * 150 } ISK


${ reward.title }

${ reward.description }

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina