Elfar Logi

Leikshússtjóri, leikari og leikstjóri hjá Kómedíuleikhúsinu

  • Ofvirkur

Í hlutverki Gísla á Uppsölum í samnefndum einleik


ba841199fc83b44bdb294a1c7426952b.jpgElfar Logi Hannesson

Lífið er dásamlegt og oft dálítið kómískt. Þannig er það allavega í mínu tilfelli. Ég er ofvirkur leikari að vestan fór í trúðaskóla í Kaupmannahöfn og síðan þá hefur fátt komið mér á óvart. Ég stofnaði Kómedíuleikhúsið, leikhús landsbyggðarinnar, árið 1997, sem er starfrækt á leikhúseyrinni Þingeyri. Kómedíuleikhúsið er jafn ofvirkt og eigandinn hefur sett á svið um 50 leikverk. Árið 2004 stofnaði ég einleikjahátíðina Act alone sem hefur verið haldin árlega fyrir vestan aðra helgina í ágúst í einleikjaþorpinu Suðureyri. Ég hef leikstýrt um 70 sýningum um land allt og leikið í helling af leikritum mörg þeirra hef ég samið sjálfur. Leikhúsið og þá sérlega einleikjaformið á hug minn allan. Ég hef ritað nokkrar bækur einkum um leiklist. Þar á meðal Leikræn tjáning og Einleikjasaga Íslands sem báðar voru fjármagnaðar á Karolinu síðunni.


Í hlutverki Grettis í samnendum leik.

e33e1e7fddce2fd190ad68478b1d767c.jpgForsíðumynd hljóðbókar um Drakúla

7ec818c01f5b3e610ca50677ce17e6ed.jpgÍ hlutverki refaskyttunnar í einleiknum Gaggað í grjótinu.

7f4a506ac6b46ab9a10aad1a82249f1e.jpgÍ hlutverki Gísla Súrsssonar í samnefndum einleik sem hefur verið sýndur miklu meira en 350 sinnum.

d894dbf2ccf738f01c8db6fdebfe41f3.jpg

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina