Frú Elísabet Jónsdóttir frá Grenjaðarstað var í fremstu víglínu í baráttu kvenna á Íslandi fyrir kosningarétti ásamt því að vera menningarstólpi samfélagsins sem hún bjó í. Heimildir sem við höfum safnað sýna að hér er á ferð engin meðalmanneskja, heldur kona sem á verðskuldaðan sess í sögunni.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€4,024

raised of €4,000 goal

0

days to go

82

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Frú Elísabet

100%
  • Æfingar á tónlist
  • Upptökur á tónlist
  • Handrit
  • Upptökur
  • Grafík
  • Myndvinnsla
  • Dreifing
  • Frumsýning

Further Information

Hver var þessi kvenskörungur, organisti og tónskáld, og hví er hún nánast gleymd í dag?

Elísabet fæddist árið 1869 og var prestsdóttir. Hún lærði orgelleik af Bjarna Pálssyni, föður Friðriks Bjarnasonar tónskálds, en Bjarni hafði lært i hjá Sylviu dóttur Thorgrimsen hjónanna í Húsinu á Eyarbakka, en þar var eitt mesta menningarsetur landsins á þeim tíma. Thorgrimsen fjölskyldan stuðlaði að útbreiðslu tónmenningar um héraðið og þar var spilað á orgel, gítar, píanó og sungið. Í Húsinu heyrði Páll Ísólfsson til dæmis fyrst spilað á píanó, Guðmunda Nielsen bjó þar og Ásgrímur Jónsson, listmálari fékk hvatningarorð húsmóðurinnar þar til að verða listmálari.

Þessi bakgrunnur Elísabetar setti svip sinn á ævi hennar og tónverk því hún endurskapar menningarheimilið í Húsinu á Eyrarbakka á sínu eigin heimili á Grenjaðarstað. Þar var hún organisti, prestfrú, lauk þess sem hún stjórnaði litlum sem stórum sönghópum og spilaði lykilhlutverk í uppbyggingu og þróun samfélagsins í gegn um starf sitt með kvenfélaginu.

Kvenréttindakonan

Elísabet tók þátt í að stofna Kvenfélag Stokkseyrarprestakalls aðeins 19 ára gömul. Eftir að hún flutti norður stofnaði hún einnig Kvenfélag Húsavíkur og Kvenfélag Aðaldæla og var fyrsta forstöðukona þess félags 1908-1924. Tilgangur kvenfélaganna á þeim tíma var fyrst og fremst að berjast fyrir kosningarétti kvenna og vekja áhuga almennings á því að vernda sjálfstæði kvenþjóðarinnar út á við og að auka almenna menntun kvenna. Það kemur því ekki á óvart að þær komu að stofnun Laugaskóla í Reykjadal á sínum tíma.

Kvenfélagið stóð einnig fyrir útgáfu blaðs sem þær kölluðu Framtíðin. Blaðið var handskrifað og gekk bæja á milli, en þar voru margar forvitnilegar greinar um nautgriparækt, garðrækt og heimspekileg málefni, ýmist þýddir textar eða hugrenningar kvennanna sjálfra.

Af fundarskýrslum Kvenfélagsins má sjá að verk þessara kvenna skiptu miklu máli fyrir framþróun og velferð í samfélaginu á þessum tíma, en Elísabet gegndi lykilhlutverki í að koma öllum þessum málum í framkvæmd og stjórnaði fundum félagsins af festu.

Við andlát Frú Elísabetar arfleiddi hún Tónlistarfélag Reykjavíkur að húsi sínu að Hringbraut 44 í Reykjavík, sem einnig hlaut nafnið Grenjaðarstaður.

Þá tóku fósturdóttir hennar, Elísabet Helga og fóstursystir hennar, Karen Ísaksdóttir það að sér gefa út lögin sem hún hafði samið og komu þau út í heftinu Þrá árið 1949. Ef ekki væri fyrir þeirra verk, væri saga frú Elísabetar, sem tónskálds, gleymd og grafin.

Í heimildamyndinni um Frú Elísabetu verður hægt að heyra lögin úr sönglagaheftinu Þrá eftir Elísabetu. Þau voru sérstaklega útsett og hljóðrituð fyrir myndina og er það fyrsta sinn sem öll lög hennar hafa verið gefin út sem heilstæð útgáfa og í fyrsta sinn sem flest þeirra eru hljóðrituð yfirhöfuð. Lögin er hægt að hlusta á öll á streymisveitunni Spotify á eftirfarandi tengli:

https://open.spotify.com/artist/3fK7l8yOjaQp1fFdsZxRwC?si=m0iCGFviRZ-72gk5bC3QIQ

eða undir leitarorðinu Elísabet Jónsdóttir.

Aðstandendur myndarinnar

Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir er starfandi tónlistarkona, kennari og verkefnastjóri. Á síðasta ári gaf hún út plötuna Rætur með hljómsveitinni Kjass sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins. Fanney hefur starfað lengi við tónlist og hlaut starfslaun listamanna 2019.

Fanney hefur síðan 2017 aflað sér heimilda um líf, starf og tónlist Elísabetar. Það ár flutti hún lögin úr sönglagahefti Elísabetar, ásamt Helgu Kvam tónlistarkonu, á Grenjaðarstað í Aðaldal, bænum sem Elísabet er kennd við.

Þær spiluðu öll 9 lögin í sönglagaheftinu ásamt því sem bréfin sem Elísabet skrifaði voru lesin upp. Þau viðbrögð sem Fanney og Helga fengu eftir tónleikana voru þess eðlis að sýnt var að það þyrfti að gera meira úr verkum og lífi þessarar merkilegu, gleymdu konu.

Fanney fékk því til liðs við sig fólk með ólíkan bakgrunn til að framleiða myndina um Elísabetu og setti sig í samband við Menningarmiðstöð Þingeyinga sem hefur umsjón með Minjasafninu á Grenjaðarstað.

Anna Sæunn Ólafsdóttir, kvikmyndagerðarkona er meðframleiðandi og hefur yfirumsjón með eftirvinnslu og dreifingu myndarinnar. Hún nam kvikmyndagerð og leiklist við Kvikmyndaskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist árið 2012. Þá hefur hún setið námskeið í kvikmyndagerð t.a.m. á Kvikmyndahátíðinni í Cannes, í Litháen og verið þátttakandi í Talent lab Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík.

Anna hefur bæði leikstýrt og framleitt nokkrar heimildamyndir auk þess að framleiða og koma að framleiðslu verðlaunastuttmynda á borð við Regnbogapartý, Frelsun, Heiti Potturinn og Umskipti. Þá vann Anna í framleiðsludeild stórverðlunamyndarinnar Hrútar.

Anna var einn af stofnendum sjálfboðaliðasamtakana Stelpur Rokka Norðurland árið 2016 og hefur frá árinu 2014 starfað sem sjálfboðaliði og verkefnisstýra hjá samtökunum Stelpur rokka! á Íslandi þar sem hún leggur málstaðnum um jafnari kynjahlutföll í tónlist lið.

Jenný Lára Arnórsdóttir er menntuð leikkona og leikstjóri og er t.a.m. meðhöfundur skyndileikhússins Uppsprettunnar og hefur skrifað og sett upp nokkur leikrit auk þess að leika og leikstýra öðrum verkum. Jenný er þaulvön að vinna efni úr heimildum en hún hefur lagt sérstaka áherslu á leikhús sem byggir á heimildaöflun. Jenný fer með hlutverk Elísabetar í sviðsettum senum í myndinni. Ásamt því vann hún ötula vinnu við heimildaöflun og skrifaði stærstan hluta handritsins.

Elvar Örn Egilsson er menntaður kvikmyndagerðarmaður og hefur unnið sjálfstætt við gerð heimildamynda auk þess sem hann vann um skeið hjá N4 Sjónvarp við upptökur og eftirvinnslu. Hann sér um upptökur og eftirvinnslu verkefnsins, auk þess að koma að handritsgerð.

Auk þess sér Heiðar Brynjarsson um grafíska hönnun, Tinna Stefánsdóttir um markaðssetningu og Hjalti Rúnar Jónsson er sögumaður myndarinnar. Daníel Starrason er svo maðurinn á bak við allar ljósmyndir hjá okkur.

Við biðjum þig að hjálpa okkur að skrásetja sögu Elísabetar á aðgengilegan hátt svo saga hennar lifi.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€4,024

raised of €4,000 goal

0

days to go

82

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464