HLJÓÐ BÓK er íslenskt skáldverk unnið af tólf ritlistarnemum og sex ritstjórnarnemum við Háskóla Íslands. HLJÓÐ BÓK verður glæsilegt verk sem inniheldur meðal annars smásögur, örsögur, leikrit og ljóð. Þessi fjáröflun gerir okkur kleift að gefa bókina út. Vertu með!
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€4,245

raised of €3,200 goal

0

days to go

120

Backers

133% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Hljóð / bók

100%
  • Skrifa texta
  • Yfirfara texta og lesa lokalestur
  • Fá tilboð í prentkostnað
  • Umbrot
  • Kápuhönnun
  • Prentun
  • Útgáfuhóf
  • Dreifing

Further Information

Til eru bergmálslausir klefar sem líkjast hljóðverum þar sem þú getur verið ein þíns liðs og hlustað. Á ensku heitir þetta anechoic chamber: Bergmálslaus klefi. Þeir sem hafa prófað að sitja í slíkum klefa lýsa reynslunni sem óþægilegri; að á innan við fimm mínútum fari þeir að heyra suð í eyrum.

Í öflugasta bergmálslausa klefanum eru bakgrunnshljóð mæld í mínus desíbelum. Lengsti tíminn sem einhver hefur dvalið í þeim klefa eru 45 mínútur. Sá klefi er í Orfield rannsóknarstofunni í Minnesota.

Ef þú vilt leita að hljóði í allri sinni merkingu, gætirðu farið í þetta ferðalag. Eða þú gætir lesið áfram. Í Hljóð bók finnur þú texta sem tengjast hljóði á margvíslegan hátt, sem umfjöllunarefni, rauður þráður og stökkbretti. En ekki láta það trufla þig. Þú mátt lesa textana í hljóði og þú mátt lesa hljóðið í textanum.

Textarnir eru eftir meistaranema í ritlist undir handleiðslu meistaranema í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands.
Hópinn leiðir Sigþrúður Gunnarsdóttir ritstjóri hjá Forlaginu.

Ritlistarnemarnir eru:
Anna Hafþórsdóttir, Anna Stína Gunnarsdóttir, Arnór Kári, Auður Styrkársdóttir, Brynja Hjálmarsdóttir, Brynjar Jóhannesson, Heiður Agnes Björnsdóttir, Hlín Leifsdóttir, Ingimar Bjarni Sverrisson, Ingunn Lára Kristjánsdóttir, Vignir Árnason og Þórunn Júlíusdóttir

Ritstjórarnir eru:
Gréta Hauksdóttir, Helga Halldórsdóttir, Lydía Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir, Sigrún Sóley Jökulsdóttir og Steinunn Brynja Óðinsdóttir.

Stefnt er að útgáfu bókarinnar í maí 2018.

Hægt er að fylgjast nánar með útgáfuferlinu á Facebook síðu verkefnisins.

Hér fyrir neðan má sjá hljóðdæmi úr verkum höfundanna.

Tónlistarkonan hafði komið kerrunni sinni fyrir undir lambalærishillunni. Hún beygði sig yfir kerruna, breiddi út faðminn og sópaði eins mörgum lærum og hún gat ofan í kerruna. Þau gáfu frá sér dempað og gúmmíkennt hljóð þegar þau lentu í kerrunni.

- Brynja Hjálmsdóttir, „Séð og heyrt“

Amma gengur gegnum eldhúsið, opnar dyrnar fram á forstofuganginn og síðan dyrnar á klósettinu. Á eftir henni siglir eimur af þvagi eins og örmjó, ósýnileg þokuslæða. Ég heyri hana hella úr koppnum í klósettið.

- Auður Styrkársdóttir, „Bunuhljóð“

Það var þröngt í stiganum, svo hann stóð þétt upp við mig. Ég fann hitann frá honum og heyrði andardráttinn. Ég áttaði mig á að ég var ekki lengur hræddur.

Þá tók ég eftir að eitthvað hreyfðist hinumegin á loftinu.

-Anna Kristín Gunnarsdóttir, „Ólafsvaka“

á meðan vel snyrta konan sem gengur ákveðið í krókódíl með beittum hæl yfir blaut gólfin í pels og prada og bara býsna pattaraleg en missir svo slönguveskið á göngunni og ræstitæknirinn er fyrri til að beygja sig svo brakar í lúnum hrygg og rétta henni brosandi

breytist ekkert

- Þórunn Júlíusdóttir, „1. maí“

Þegar ég kom inn í stofu var þorskurinn bandbrjálaður, buslandi við vatnsyfirborðið, eins og hann væri að drukkna, eins og hann væri hræddur. Ég reyndi að róa hann niður, söng fyrir hann, sussaði móðurlega og hummaði en sá fljótt að líklegast væri hann í geðrofi. Ég þekkti einkennin, ég vann einu sinni á geðdeild.

-Anna Hafþórsdóttir, „Gefins, allt gefins“

Steinkasti frá heyrist í dynjandi fossi. Hann hljómar stoltur af sjálfum sér, enda mikilfenglegur og flottur ásýndar. Vatnið úr fossinum rennur fram á veginn, og liðast utan um smærri og stærri steina. Sumir hverjir eru með prakkaralegan svip, eins og þeir séu að stríða vatninu með því að vera á vegi þess.

- Arnór Kári, „Flöktað á milli öldutoppa“

„Gefðu mér hljóð,“ bað hún.
„Gefðu mér fuglasöng, öskur og grát,
sönglögin heima og hvíslið í golunni.“

Hlín Leifsdóttir, „Hljóð; Melkorka Mýrkjartansdóttir“

„[...\] áður en komið er að því að nota heimsins stærsta slípirokk til að bryðja niður Hörpuna, senda efniviðinn í endurvinnslu og nota hann til að búa til kókdósir og ljóta bíla.“

- Ingimar Bjarni Sverrisson, „Eftir Keisarann“

Það tók mig töluverðan tíma að ná mér, ég tek venjulega myndir af öllum mat sem ég borða og pósta á insta, en nú var það ekki hægt. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að hegða mér og lengi vel gat ég ekki borðað neitt né fengið mér cappuchino. Að lokum komst ég þó upp á lagið með að borða pylsur, júmbó samlokur, iceland pítsur og annan mat sem átti ekkert erindi inn á insta hvort eð er.

-Vignir Árnason „Smá skilaboð“

Hljóð úr gömlu túbusjónvarpi sem finnur ekki réttu stöðina. Hljóðið lækkar og hátíðnin tekur yfir og breytist í sírenur. Óljósar raddir sem þú átt erfitt með að greina, þú liggur flöt með suðið í eyrunum. Einhver þrengir handjárnum utan um stóra úlnliði.

-Ingunn Lára Kristjánsdóttir, „Gæti ég fengið hljóð?”

Ég slökkti á Tíu djúpsjávardýr sem þú munt ekki trúa að séu til í alvörunni og lét renna í bað. Ég sver að þessi bylgjuhugsun ríghélt sér í hausnum á mér eins og vírus. Hitastigið á baðvatninu fylgdi N-laga mynstri. Vatnið kólnaði jafnt og þétt þangað til mér fannst um of svo ég skrúfaði frá heita vatninu. Þá hitnaði það snögglega og kólnaði svo hægt aftur.

-Brynjar Jóhannesson, „Bylgjur“

Við höfðum bálhvassan vindinn í fangið, hann blés úr norðaustri. Vindurinn gaf öskunni klær svo hún þröngvaði sér í öll vit. Féð var veinandi allt um kring, ekkert sást en örmjór lambsgráturinn var skerandi, eflaust voru mörg lömb búin að týna mæðrum sínum. Ég hugsaði um að lömbin væru bara örfárra daga gömul, mér fannst að þau hlytu öll að drepast.

Heiður Agnes Björnsdóttir, „Af ösku?

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€4,245

raised of €3,200 goal

0

days to go

120

Backers

133% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464