Ingimar Bjarni Sverrisson er penni, leikstjóri og leikari. Hann nam leiklist við Rose Bruford háskóla í London og eftir heimkomu MA í ritlist við Háskóla Íslands. Hann hefur unnið sem íþróttablaðamaður (Fotbolti.net, Fimmeinn.is, Kop.is), skrifað fyrir sviðið (Guide to Guiding) og ýmis greinarskrif. Margar af hans betri greinum má finna á IngimarBjarni.is, þar með talið Örsögur úr ódýrri íbúð, sem var lokaverkefni hans í ritlist. Hann er nú stórhuga á útgáfu fyrstu skáldsögu sinnar, Síðasti Bóksalinn.
Þegar hann situr ekki við skrif eða með nefið á kafi í bók, stundar hann glímu af miklum ákafa (og mögulega allt í lagi gæðum). Hann starfar í ferðamennsku og elskar köttinn sinn, Sætu Kartöflu.
