Nornin innra með þér hefur verið að kalla. Þessi bók er sú eina á Íslandi eftir íslenskan höfund sem hefur leyft sinni innri norn að skýna. Bókin hjálpar þér að finna sjálfan þig í heimi heilunar og galdra. Hún kennir þér að nota galdra í hversdagslegum athöfnu
... lesa áfram

Í söfnun

Heita á verkefni

Þetta verkefni mun aðeins fjármagnast ef €5000 eða meira safnast fyrir 2024-06-19 00:00.

€0

safnað af €5.000 marki

32

dagar eftir

0

Stuðningsfólk

0% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Teymi

Thorunn Snorradottir

Creator
  • ritahöfundur
  • listamaður
  • Digital Goddess
  • Norn

Nánari lýsing

Nornin innra með þér...

Þessi bók er sú eina á Íslandi eftir íslenskan höfund sem hefur hleypt sinni eigin norn óbeislaðri út og stundað galdra. Bókin hjálpar þér við að finna þig í heimi galdra og töfra. Hún kennir þér að nýta þér galdra við daglegar athafnir ásamt því að finna þinn innri styrk og sjálfstraust til að iðka. Hér færðu innsýn inn í allt sem þú þarft til að geta byrjað. Hér færðu skilning á því að það að vera norn er ekki slæmt. Þvert á móti; að vera norn er að vera heilari, ljósmóðir, grasalæknir, listmálari, rithöfundur, bóndi eða hvað sem er.
Einmitt núna þurfum við að kveikja ljósið í heiminum og endurkasta okkar björtu orku.
Að vera norn er ekki bundið við eitt kyn. Við erum allskonar og við fögnum fjölbreytileikanum..

Ákall eftir gömlum jurtabókum og uppskriftum frá formæðrum okkar

Í leið langar mig að kalla á eftir gömlu skruddunum sem amma og langamma eða langalangaamma áttu. Þar sem þær skrifaði þær uppskriftir sem voru galdraðir fyrir hina ýmsu kveimleika og tilfelli. Öll þessi vitneskja sem formæður okkar héldu til haga sem engum fannst merkilegt er svo rosalega stór partur af arfleið okkar íslensku norna. En er því miður er ekki nægilega mikið talað um það. Þó svo ég hafi leitað og spurst fyrir um slíkar bækur er alveg rosalga litið um svör. Þannig ef þú eða einhver sem þú þekkir lumar á slíkum gersemum og er tilbúin að deila má hinn sá sami heyra í mér með það á mizuholistichealing@gmail.com

Verkefnið

Verkefnið er vel á veg komið og er handritið nánast fullklárað.
Næstu skref eru að í Júni verði handriti skilað inn til yfirfærslu og í sumar verði unnið í útliti og hönnu. Og stefnt er á það að bókin komi út
5. nóvember 2024 eða á 45 ára fæðingadegi höfundar !

Þessi bók byrjaði að fæðast árið 2019 og hefur stækkað og dafnað síðan þá og er nú kominn tími til að leyfa öðrum að njóta hennar líka.
Með söfnuninni næ ég að prenta bókina út og koma henni út í kosmósið.

Um Höfund

Ég er rammíslensk norn sem hef farið í það að leitast eftir upprunanum og finna hvaða innri norn ég hef að geyma. Það er langt og skrítið ferðalag og á líklegast aldrei eftir að taka endi. Sem gerir það bara enn skemmtilegra. Það tekur kjark að stíga upp sem norn og tek ég öllu því sem á vegi mínum verður fagnandi því það er allt partur af ferðalaginu til að finna þitt innra ljós og sátt.

Um samstarfsaðilana mína

Samstarfsaðilar verkefnisins eru mínar frábæru mákonur Magga og Stína ásamt hinni yndislegu Mundu tengdó. Þær ætla að hjálpa mér við myndatökur og útstillingar.
Einnig verður hún Dagný Maggýjar mér innan handa með ýmiskonar ritstjórn og ráðgjöf.

Margrét Sigrún er rithöfundur og og grunnskóla og hugleiðslukennari að mennt.

Kristín Ragnar er Grasagudda með meiru og hefur gefið út ýmsan fróðleik fyrir leikskólabörn um ræktun matjurta ásamt því að vera leikskólakennari að mennt.

Guðmunda Kristín er áhugaljósmyndar sem hefur haldið fjölmargar samsýningar. Og nýtir efri árin í að gera eitthvað skapandi og skemmtilegt með börnunum sínum og barnabörnum.

Dagný Maggýjar er útgáfumiðlari og aðstoðar sjálfstæða höfunda við að koma verkum sínum í hendur lesenda því það er galdur

Kafli úr bókinni ásamt smá galdri

Að vera norn er ekkert annað en að elska náttúruna og náttúruöflin sem henni fylgja. Að trúa á eigið innsæi og orku lífsins, kraft jarðarinnar og trúa því að allt gefi frá sér orku. Þú þarft að vilja læra það sem forfeður okkar gerðu og trúðu. Og hvernig þeir fóru að. Þú þarft að vera meðtækileg fyrir öllum þeim uppfærslum sem alheimurinn býður þér upp á. Ekki láta blekkja þig með þessari stöðluðu ímynd norna í heiminum. Þú þarft ekki að vera alltaf dansandi um í litríkum kjólum sem sveiflast fram og til baka í vindinum eða með stráhatt. Hmm ég er nú bara í mínum svörtu leggins úr Primark og í hlýrabol sem ég keypti í Walmart í tonnatali þegar ég fór til Flórída fyrir nokkrum árum (því ég er svo heitfeng). Nornir þurfa ekki að vera á “retreatum” um hverja helgi eða kunna allar möntrur og söngva sem yogagúrúarnir kunna. Við þurfum ekki að passa inn í staðlaða ímynd andlega heimsins hér á Íslandi. (sú hugsun stoppaði mig í fyrstu því ég var með stóra fjölskyldu og gat ekki snúið við heimilinu og lifað eins og hippi, þó svo ég væri alveg til í það).

Það er alltaf gaman og gott að hafa félagsskap í sínum áhugamálum og er þetta alls engin undantekning. Það væri frábært fyrir þig að finna einhvern sem er á sömu bylgjulengd og þú og á sömu vegferð. Því það er svo margt sem við getum lært af hvor annarri og svo margt sem við getum hjálpað hvor annarri með. Hér er því tilvalið að henda út í Kosmósið að þú viljir að allar þær sálir sem eiga að fylgja þér í þessari vegferð fari að birtast þér þegar þú þarft. Hér eru engar hömlur !

Segðu þetta við sjálfan þig fyrir framan spegilinn að morgni.

“Ég bíð velkomna allar þær vættir og sálir sem vilja mér vel, til að hjálpa mér að ná því markmiði sem ég set mér fyrir hendur (hérna getur þú líka sagt nákvæmlega það sem þú ert að sækjast eftir eins og t.d. hjálpa mér að finna mitt jafnvægi í daglegu lífi, eða hjálpa mér að ná aftur upp þeirri ást sem ég þarf fyrir sjálfan mig eða jafnvel bara hjálpa mér að koma með alla þá peninga sem á vegi mínum verða inn í budduna).”

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Í söfnun

Heita á verkefni

Þetta verkefni mun aðeins fjármagnast ef €5000 eða meira safnast fyrir 2024-06-19 00:00.

€0

safnað af €5.000 marki

32

dagar eftir

0

Stuðningsfólk

0% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464