Dýrmæta Anna var skrifuð til að gefa krökkum skilning á hlutum sem geta gagnast þeim út lífið og stuðlað að aukinni hamingju, meiri sjálfsást og betri samskiptum. Bókin hefur 5 kafla með ólíkum þemum, en þau hafa öll sérstaka myndlíkingu til að gera efnið auðskiljanlegt, fyndið og skemmtilegt.
... lesa áfram

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€3.204

safnað af €3.000 marki

0

dagar eftir

84

Stuðningsfólk

107% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Teymi

Fjóla María Bjarnadóttir

Creator
  • Rithöfundur
  • Hugmyndasmiður
  • Markþjálfi

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Dýrmæta Anna

66%
  • Hugmyndavinna
  • Bókaskrif
  • Teikningar
  • Umbrot og hönnun
  • Prentun
  • Útgáfa og dreifing

Nánari lýsing

Um verkefnið

Anna hefur gert 5 stórmerkilegar uppgötvanir um sjálfa sig og getur ekki beðið eftir að deila þeim með eins mörgum krökkum (og fullorðnum;)) og hún mögulega getur. Hún er sannfærð um að allir muni njóta góðs af þessum upplýsingum.

Dýrmæta Anna var skrifuð til að gefa krökkum skilning á hlutum sem geta gagnast þeim út lífið og stuðlað að aukinni hamingju, meiri sjálfsást og betri samskiptum. Bókinni er skipt niður í 5 kafla með ólíkum þemum og hefur hver kafli/þema ákveðna myndlíkingu til að gera efnið auðskiljanlegt, fyndið og skemmtilegt.

1. Kafli: Ég er dýrmæt - en stundum steingleymi ég því! (gleymni demanturinn)
2. Kafli: Hugsanir mínar geta LOGIÐ - Ég verð að vera ofurklár lyga-spæjari! (Illu lygapúkarnir)
3. Kafli: Ég er einstök. Að vera algjörlega ég sjálf er mikilvægt. (3 ólíku blómin)
4. Kafli: Ég skín! Þegar ég deili ljósinu mínu stækkar það. (innra ljósið)
5. Kafli: Ég er með batterí - og öll batterí þurfa hleðslu (hlaða símann/batteríið)

Eftir hvern kafla er stutt samantekt og nokkur skemmtileg verkefni.

Höfundur bókarinnar

Hæ, ég heiti Fjóla María. Ég bý í Reykjavík ásamt 11 ára dóttur minni, Yrju, og labrador hundinum Bjart. Ég er mjög skapandi, hugmyndarík og næm manneskja með brennandi áhuga á sjálfsbætingu, líkamlegri og andlegri heilsu, velferð barna og fjölskyldna, heilun/losun áfalla og andlegri iðkun. Ég er lærður markþjálfi og yogakennari, með mikla reynslu og 6 mánaða nám í shamanisma, hef komið við í guðfræði og söngskóla, farið í gegnum mikla sjálfsvinnu og síðast en alls ekki síst þá hef ég varið þúsundum klukkutíma í að fræðast á eigin vegum með fjölbreyttum námskeiðum, bókum og hlaðvörpum sem tengjast mínum áhugasviðum. Undanfarin ár hef ég iðkað (á tímabilum) kriya yoga hugleiðslu - og það nýjasta sem ég er að læra þessa dagana og er hrikalega spennt fyrir eru NLP undirvitundarfræði.

Hvers vegna þessi bók?

Ég veit (eins vel og hægt er að vita) hvernig það er að vera barn og unglingur í miklum vanlíðan. Aðstæður á æskuheimilinu mínu voru mjög erfiðar, ég fór í 10 grunnskóla í 2 löndum, sjálfsmyndin var eins slæm og hún getur orðið, ég var með stanslausan lamandi kvíða, þunglyndi og athyglisbrest, ég upplifði stór áföll, einelti og algjöra einangrun yfir langt tímabil á mótandi árum.

Ef það er eitthvað sem ég brenn fyrir - þá er það að hjálpa börnum og unglingum að líða betur. Ef það er eitthvað sem gerir mig sorgmædda - þá er það að sjá eða heyra af börnum og unglingum sem líður rosalega illa. Þá langar mig alltaf að gera eitthvað til að hjálpa þeim að sjá hvað þau eru fallegar sálir og magnaðar manneskjur með einstaka eiginleika. Sem er í öllum tilvikum satt.

Þess vegna gerði ég þessa bók. Þetta er bókin sem ég er sannfærð um að hefði hjálpað mér ólýsanlega mikið þegar ég var ung stúlka. Þessi bók kennir og sýnir hluti sem gagnast hverju einasta barni; hún sáir góðum fræjum í hugann og hjartað - og hún gerir það á einfaldan og skiljanlegan hátt. Þetta er fyrsta bókin mín og það eru fleiri bækur og verkefnabækur væntanlegar í framtíðinni, bæði fyrir eldri krakka/unglinga og yngri börn.

Hér fyrir neðan er mynd af litlu mér, 11 eða 12 ára gamalli. Mér þykir svo ofsalega vænt um þessa litlu Fjólu Maríu, en á þessum tíma þótti mér því miður allt annað en vænt um sjálfa mig.

Ég þarf á þinni hjálp að halda

Ástæðan fyrir því að ég er með söfnun hérna á Karolina fund er að ég hef ekki fjármagn til að prenta bókina og fá hana senda til Íslands. Ég er búin að vinna mjög lengi í bókinni, en ég hafði ekki efni á að ráða teiknara sem var nógu góður fyrir þessa bók og ákvað þess vegna að gera myndirnar sjálf. Heilt ár fór í að hanna og teikna+lita allar myndirnar í bókinni, en ég var síðan ekki nógu ánægð með myndirnar þegar þær voru tilbúnar - enda er ég enginn teiknari þó að ég sé góð í hugmyndavinnu.
Þá fór ég enn og aftur að leita - og datt þá heldur betur í lukkupottinn þegar ég fann loksins teiknarann minn hana Susan frá Kanada. Hún er mjög hæfileikarík og gerði myndirnar allar aftur eftir minni fyrirmynd, bara í miklu betri gæðum og á góðu verði gegn því að fá umsagnir frá mér (sem gagnaðist henni þar sem hún var nýlega byrjuð að selja sína þjónustu og vantaði umsagnir frá viðskiptavinum). Ég var ótrúlega heppin að finna Susan.

Ég þarf að ná fullri söfnun til að geta prentað bókina og ég bið um þína hjálp til þess að þetta geti orðið að veruleika.
Ég hef mikla trú á bókinni og óska þess að hún komist í hendurnar á sem flestum krökkum. Hún hentar fyrir 6-12 ára börn og það er sérstaklega gott að lesa hana saman og ræða efnið í góðri samverustund, en einnig geta krakkar lesið hana sjálfir, þá aðallega þeir sem eru 9-12 ára.

Ég þakka innilega fyrir allan stuðning.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€3.204

safnað af €3.000 marki

0

dagar eftir

84

Stuðningsfólk

107% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464