Tvöfaldur geisladiskur með um 100 bls. bók. Íslenska söngvabókin er flokkur 39 sönglaga eftir Þorvald Gylfason við kvæði eftir Kristján Hreinsson. Lögin fjalla um söknuð, sorg og gleði, viljann og vonina, ástina, lífið og listina.
... lesa áfram

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€4.000

safnað af €4.000 marki

0

dagar eftir

60

Stuðningsfólk

100% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Teymi

Þorvaldur Gylfason

Prófessor Emeritus
  • Tónskáld

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Íslenska söngvabókin

50%
  • Hljóðritun
  • Gerð masters
  • Útlitshönnun
  • Framleiðsla
  • Útgáfa
  • Afhending

Nánari lýsing

Samstarf Þorvaldar og Kristjáns má rekja aftur um áratug. Þorvaldur segir frá í texta sem hér er gripið niður í.

„Kristján er stórtækur.

Fyrst sendi hann mér Sautján sonnettur um heimspeki hjartans ...
Síðan setti Kristján mér fyrir fimmtán Söngva um svífandi fugla ...
Þá komu Sjö sálmar sem Jón Stefánsson organisti í Langholtskirkju bað Kristján að yrkja fyrir sig og Kristján fól mér að tónsetja fyrir blandaðan kór. ...
Þá sýndi Kristján mér Álfanga, ástaróð sinn til íslenzkrar náttúru í níu erindum, ...

... Loks setti Kristján mér fyrir Sautján ljóð fyrir sópranrödd og Tuttugu söngva fyrir tenór, 37 kvæði. Ég lagði til að við skiptum bunkanum þannig að fyrst kæmu Sextán söngvar fyrir sópran og tenór og síðan kæmi Sumarferðin. Hallveig Rúnarsdóttir og Elmar Gilbertsson sungu Sextán söngva ásamt tveim aukalögum í Hannesarholti 2017 og Sumarferðina í Hörpu 2022. Aukalögin tvö, Vertu hjá mér og Bros, hafa þá sérstöðu hér að ég valdi þau ótilkvaddur úr bókum Kristjáns. Snorri Sigfús Birgisson lék með á píanó á báðum tónleikunum og hafði gengið frá nótunum í hendur flytjendanna, öllum nema nótunum að Laun lífsins sem ég sótti til Richards Strauss og útsetjara hans. Elmar söng eitt laganna, Þegar ljóðið lifir, sem síðasta lag fyrir fréttir 2022.

Þannig eru þau til komin þessi 39 lög sem þau Hallveig, Elmar og Snorri Sigfús flytja á þessum diskum, 32 einsöngslög og sjö dúettar. Kristján átti upptökin. Upptökurnar fóru fram í Salnum í Kópavogi 2023 undir stjórn Péturs Hjaltested. Samhliða útgáfu þessara hljómdiska koma lögin út í tveim bindum á vegum Jóns Kristins Cortez og Ísalaga undir sameiginlegri yfirskrift, Íslenska söngvabókin.

Á tónleikunum 2017 og 2022 fylgdi Kristján hverju ljóði og lagi úr hlaði og fylgja skýringar hans hér á eftir.“

Lágstemmdar línur

Ljóðin í þessum flokki geyma lágstemmdar línur sem fjalla um innviði þeirrar fegurðar sem mennskan kann að skapa. Mér var í æsku kennt að oft geti orðin haft meiri áhrif ef þeim er hvíslað. Öskrið eyðir merkingu orðsins, rétt einsog ofbirta eyðir myndum heimsins. Með þessu ljóði langar mig að hvísla að ykkur óttaleysi sem segir að lífið birtist einsog ljóð sem framtíðin yrkir til okkar.

LÁGSTEMMDAR LÍNUR

Í dökkgráu húminu hafaldan suðar,
á háværa vindana komið er los
er fannhvítur engill á gluggann þinn guðar
með glampa í augum og heillandi bros.

Er vindarnir gnauða svo glaðir og léttir,
þitt gangverk í brjóstinu tifar svo ört
því engillinn kemur og flytur þér fréttir
af framtíð sem bæði er himnesk og björt.

Þú horfir í augun á englinum þínum
hann opnar þér leiðir að huglægri sýn
og flytur þér hlýju í lágstemmdum línum
úr ljóði sem framtíðin orti til þín.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€4.000

safnað af €4.000 marki

0

dagar eftir

60

Stuðningsfólk

100% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464