Þórarinn Stefánsson

Þórarinn Stefánsson er píanókennari við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Hann lauk kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Hann stundaði framhaldsnám í Hannover í Þýskalandi hjáprof. Eriku Haase. Þórarinn starfaði í um áratug í Þýskalandi og Danmörku. Þórarinn hefur komið fram á tónleikum víða um Evrópu sem einleikari og meðleikari með söngvurum og hljóðfæraleikurum. Samhliða eigin tónleikahaldi hefur hann skipulagt fjöldatónleika, meðal annars í Þýskalandi, Danmörku, Grænlandi og Færeyjum. Þórarinn hefur gert upptökur fyrir sjónvarp og útvarp meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur tvívegis hlotið starfslaun lisamanna, 2007 og 2014. Þórarinn hefur frá árinu 1999 rekið eigið útgáfufyrirtæki, Polarfonia Classics ehf. Þórarinn hefur gefið út tvo geisladiska; Ísland, meditations and arrangements - íslensk þjóðlög og Rætur, með píanóverkum eftir Erik Satie, Kolbein Bjarnason og Oliver Kentish. Þórarinn hefur einnig gefið út þrjár bækur með eigin útsetningum á jólalögum og ritstýrt útgáfum á fjórum bókum með verkum íslenskra tónskálda. Hann vinnur nú að heildarútgáfu á píanóverkum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar á bókum og geisladiskum.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina