Ég er kallaður Axel O og er Country söngvari, lagasmiður og tónlistarmaður. Ég hef verið að vinna að nýju efni á nýja plötu, og nú erum við að gera okkur klár í að taka hana upp í byrjun 2024. Platan mun heita Texas Town eftir titillaginu.
... lesa áfram

EKKI FJÁRMAGNAÐ

Þetta verkefni náði ekki fjármögnun eða hefur verið aflýst.

€1.257

safnað af €15.000 marki

0

dagar eftir

14

Stuðningsfólk

8% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Teymi

Axel Omarsson

Creator
  • Singer
  • song writer
  • Musician

Nánari lýsing

Um mig

Ég fæddist í Reykjavík og ólst þar upp þangað til ég flutti til Oklahoma og svo Texas stuttu eftir það, um 16 ára aldur ásamt fjölskyldu minni. Árin í Texas höfðu mikil áhrif á mig og mótuðu mig sem persónu fyrir lífstíð. En Ísland kallaði alltaf á mig og ég flutti aftur til Íslands eftir 10 ára dvöl í suðurríkjunum og hef búið hér síðan.

Ég hef alla tíð síðan upplifað mig sem part af báðum menningar heimum, sem Íslendingur og sem Texas búi. Það er svo margt líkt með Íslandi og Texas þegar vel er að gáð. Í Texas lærði ég að meta Country tónlist og hún hefur fylgt mér alla tíð. Country tónlist hefur verið að ná auknum vinsældum á Íslandi og undanfarin 20 ár hef ég verið að semja lög og hef gefið út 32 lög til þessa. 27 þeirra laga hafa verið frumsamin. Yrkisefnið hef ég sótt bæði í reynsluheim minn frá Oklahoma og Texas, og svo af Íslandi, náttúru þess og fegurð.

Nýja platan - Texas Town

Í þetta sinn valdi ég Texas sem þema nýju plötunnar.

Platan heitir eftir titillagi plötunnar Texas Town. Lagið Texas Town fjallar um þrautsegju fólksins í Texas til að bregðast við erfiðleikum og áskorunum, getu og vilja til þess að skapa nýja og betri framtíð.

Innblásturinn fyrir þetta lag kom þegar ég var á svökölluðu "Radio Tour" ferðalagi um Texas, Oklahoma og Arkansas. Ég gaf út lagið Here I wanna live 2021 fyrir Texas útvarp, og venjan er að listamaðurinn fari í heimsóknir á útvarpsstöðvar í viðtalsþætti og kynni lagið. Þetta var mikl lífsreynsla þar sem ég keyrði um 3500 km á 7 dögum og heimsótti 13 útvarpsstöðvar í þrem fylkjum. Þegar ég hafði lokið síðustu heimsókninni á útvarpsstöð í Lindsay, Oklahoma, keyrði ég yfir í Vestur Texas. Þar tóku á móti mér endalausar sléttur, með bómullar ökrum eins langt og augað eygði. Fegurð landsins var mikil. Þegar lengra var komið inn í Texas tóku við þúsundir af vindmillum til raforkuframleiðslu, eitthvað sem ég átti ekki von á að sjá þarna. Í heimsókn minni á næstu útvarpsstöð í Floydata í vestur Texas, spurði ég þáttarstjórnandann um tilurð vindmillanna. Þá sagði hann mér hvernig bændurnir hefðu skipt úr minna arðsamri bómullarrækt yfir í framleiðslu grænnar orku fyrir Texas. Þessi elja fólksins í þessu héraði við að búa til betri framtíð fyrir sig og Texas hafði mikil áhrif á mig og varð til þess að ég samdi Texas Town ásamt Amy Barnett. "You can't keep 'em down, not a little ol' Texas Town".

Önnur frum samin lög plötunnar eru annað hvort samin af mér eða í samstarfi við hina frábæru lagahöfunda frá Texas, Amy Barnett, Kris Rogge Fisher, og Milo Deering. Við höfum öll unnið saman undanfarin ár og sömdum síðast saman lagið Montgomery County Moonshine.

Nýja platan verður tekin upp í Acoustic Kitchen Stúdíoinu í Dallas í Texas.

Ég hef verið svo lánsamur að geta unnið með nokkrum af bestu tónlistarmönnunum í bransanum og verður það sama uppi á teningnum nú. Þar má nefna vin minn Milo Deering sem leikur á fjölda hljóðfæra, gítarleikarann John Carroll, trommarann Nate Coon, og vin minn og samstarfsfélaga til margra ára, bassaleikarann Jóhann Ásmundsson.

Á plötunni fæ ég ennig til liðs við mig gestasöngvara, hina frábæru söngkonu Kinsey Rose frá Nashville, Tennesee. Ég kynntist Kinsey þegar við komum fram á sömu tónlistarhátíðinni í Danmörku 2022. Kinsey og ég munum taka saman dúetta frá þekktum country söngvurum.

Ég væri afar þákklátur ef þú sæir þér fært að styðja okkur í þessu verkefni með því að leggja til stuðning með einum af kostunum hér á síðunni. Kærar þakkir fyrir stuðninginn !

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

EKKI FJÁRMAGNAÐ

Þetta verkefni náði ekki fjármögnun eða hefur verið aflýst.

€1.257

safnað af €15.000 marki

0

dagar eftir

14

Stuðningsfólk

8% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464