Bakgrunnur verkefnisins er einföld spurning „hvaðan kemur þú?“ sem er fyrsta spurningin sem maður spyr ókunnugan. Með ljósmyndum og sögum frá heimamönnum í Upernavik-héraði, ætlum við að gera bók sem mun leiða þig í gegnum eitt af afskekktasta og menningarlega ríku svæði Grænlands
... lesa áfram

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€5.328

safnað af €5.000 marki

0

dagar eftir

40

Stuðningsfólk

107% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Story from my village

0%
  • Preparation work for the expedition
  • Expedition trip
  • Translations
  • Book design
  • Proof reading
  • Printing of the book
  • Book publication
  • Shipping of the book

Nánari lýsing

Vegna mikillar landfræðilegrar fjarlægðar frá norðri til suðurs og austurs til vestur, með næst stærstu íshellu á jörðinni á milli, eru Grænlendingar landfræðilega klofin þjóð.

Bókin mun fara með þig í ferðalag um Upernavik-héraðið á Norður-Grænlandi. Svæði sem hefur ríkar veiðihefðir en sjaldan er heimsótt af öðrum Grænlendingum. Hugmyndin að bókinni byggir á þeirri aldagömlu spurningu: „hvaðan kemur þú?“ Í gegnum sögur sem íbúarnir segja er dregin upp mynd af þessu undurfagra svæði. Í sömu mynd opna þær dyr fyrir aðra íbúa Grænlands og þá um leið fyrir heiminn þar fyrir utan.

Sumarið 2022 lögðum við af stað í mánaðar langa ævintýra ferð sem byrjaði í Kullorsuaq í Norður-Grænlandi. Þaðan sigldum við yfir 400 km suður í 6 metra opnum báti um krefjandi sjóleið sökum veðurfars, sjólags og sérstaklega vegna sjóíss. Stórir ísjakar loka oft á tíðum sjóleiðum, en hættulegasti ísinn er svart ís eins og hann er kallaður og er nánast glær og sést illa.

Á leiðinni tókum viðtöl við 48 einstaklinga í 9 þorpum og spunnu sögur þeirra allt frá ísbjarnar- og náhvalaveiðum til fyrirmynda í uppvexti og uppáhalds leikja í barnæskunni. Sögur af kajaksmíðum og lýsingara af harðri lífsbaráttu í erfiðri náttúru var aldrei langt undan. Þessar sögur innihalda yfirgripsmiklar lýsingar á þessu oft á tíðum gleymda svæði Grænlands.

Reynt var að hafa stíl verkefnisins eins einfaldan og látlausan sem hægt var. Með vel lýstum myndum og hljóðupptökum af viðtölum varð til efnisviður sem mun lifna við í útgáfu þessarar bókar.

Ljósmyndirnar voru teknar strax eftir viðtölin og einu leiðbeiningarnar til þeirra sem tóku þátt voru að sitja og snúa í vissa átt, slaka á og hugsa um spurningarnar og svörin, og horfa svo að beint i linsuna.

LEIÐANGURSHÓPURINN
Nú langar mig að kynna leiðangurshópinn sem gerði það að verkum að ég geti kynnt þetta bókaverkefni fyrir þér.

Abel Hansen var leiðsögumaður okkar með Bolethe Bidstrup sem hægri hönd hans. Þau sáu um allt er varðaði bátinn og sáu til þess að öryggi hópsins var trygg frá upphafi til enda.

Númi Arnarson
Var vettvangstjóri og skrásetjari leiðangursins. Hann skráði alla ferðina með penna á blaði. Hann tók þátt í öllu, frá því að búa til hafragraut snemma á morgnanna og stóð svo vaktina þangað til seint um kvöld, og skipulagði dagskránna fyrir næsta dags.

Birgitta Kammann Danielsen
Sá um alla logistík og alla samræmingu á milli skipulags og útfærslu leiðangursins. Um 8 mánuði áður en lagt var af stað, byrjuðum við að skipuleggja leiðangurinn og á meðan við fjögur ferðuðumst, var Birgitta í Kullorsuaq með símann sinn, alltaf einus krefi á undan okkur.

Án þessara fjögurra einstaklinga hefði ferðalagið ekki verið mögulegt.

Bókin

Bókin er harðspjalda og inniheldur um það bil 200 blaðsíður. Hún mælist um það bil 24 x 30 cm að stærð. Prentuð með offset prentunartækni. Tungumálin eru bæði Grænlenska og enska. Hún inniheldur yfir 48 portrett, ásamt texta og landakortum.

Tímalína

FJÁRÖFLUN
Ferðalagið um Upernavik-héraðið var fjármagnað af Grænland Tips- og Lottomidlerne (Pulje C) og Eqqumiitsuliornermut Aningaasaateqarfik (Grænlenska Listamannasjóðurinn).

Ákveðið var að gefa bókina út sjálfstætt til að halda stjórn á ritstjórnarferlinu og tryggja að eintök nái til fólksins og samfélaga á Grænlandi. Tips- og Lottomidlerne (Pulje C) styðja við sköpun bókarinnar, stuðningur ykkar mun gera okkur kleift að ljúka útgáfunni.

Lars-Emil Johansen, fyrrverandi forsætisráðherra og áberandi persóna sem er djúpt tengd grænlenskri menningu, hefur lýst verkinu sem "verulegu og mikilvægu framlagi til menningarverðmæta Grænlands" og hrósar verkefnisstjóranum: "Það er sjaldgæft að hitta einhvern eins og Elvar Örn Kjartansson, sem hefur sýnt mikinn áhuga á menningarlegri sjálfsmynd grænlenska fólksins".

HAPPDRÆTTI
Ef við náum 100% af markmiði okkar í fjáröflun og einnig sem þakklætisvottur til ykkar sem styðja okkur, munum við fagna með happdrætti þar sem 3 vinningar verða í boði og dregið verður úr nöfnum allra þeirra sem tóku þátt í því að styrkja okkur hér á Karólína Fund.

Iceberg No.1
Er ein af mínum uppáhalds myndum frá ferð minni í kringum Grænland 2017 í verkefninu Piniartoq (veiðimaður)
Tekin á 4x5" stórformat ljósmyndavél

A1 "Iceberg Nr. 1" á fine art pappír. 1/7 AP 2
A3 "Iceberg Nr. 1" á fine art pappír . 1/7 AP 2
8x10 "Iceberg Nr. 1" sem Platinum prent. 1/7 AP 2

Ferðasögur

Upplifðu kyrrláta spennu þess að hitta ferðafélaga í þokufullri einveru á veiðistað, hlýju sameiginlegu gleðina á staðbundnum hátíðum, og spennandi augnablikin þegar við sigldum í kringum hrörnandi ísjaka, hver saga er smámynd af lífinu á norðurslóðum. Meðan aðalbókin segir breiðari sögu, gefur þetta bæklingur þér nánari, persónulegri sýn á upplifanirnar sem mótuðu leiðangur okkar. Þetta er smá auka þakklæti fyrir að vera með okkur í þessari merkilegu ævintýraferð."

Elvar Örn

Elvar Örn er myndlistarmaður sem fæst við margar greinar, þar með talin hugmyndaljósmyndun, grafík, abstraktmálverk, postulínsskúlptúr og bronssteypu.

Hann er meðlimur ínokkrum listamannafélögum:

NBK (Norska myndlistarmannafélagið)
KIMIK (Grænlenska myndlistarmannafélagið)
Félag norska grafíklistamanna
Félag íslenskra grafíklistamanna

Þú getur skoðað safn hans sem er sýnt í galleríum í Noregi:

ElvarÖrn
Fineart Gallery Oslo
Kunstverket Gallery Oslo
Norske Grafikerer Gallery Oslo

Frá árinu 2015 hefur Elvar Örn búið í Nuuk á Grænlandi, þar sem hann býr ogstarfar. Auk stöðugra verkefna sinna á Norðurlöndum og í Kínahefur hann lagt sérstaka áherslu á verkefni og sýningar sem varpaljósi á líf og reynslu veiðimanna á Grænlandi.

Elvar Örn hefur vandlega valið efni í alla pakkana í þessari fjáröflunarherferð og mun prenta allt sjálfur.

Fylgstu með öllu tengt þessu verkefni á heimasíðu verkefnisins ásamt að skoða alla pakkana ásamt listaverkum:
Ýtið HÉRNA

Það hafa margir hjálpað okkur á ýmsa vegu á ferðalaginu. Fiski- og veiðimenn hafa bent okkur á öruggar sjóleiðir til næsta þorps. Kennarar í mörgum þorpum opnuðu skólana fyrir okkur og veittu okkur þak yfiir höfuðið; Niels Berthelsen fyrir að styðja við okkur í Kullorsuaq; til Royal Arctic Line A/S; innilegar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í verkefninu með sögum sínum; og Solenn Boubour.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€5.328

safnað af €5.000 marki

0

dagar eftir

40

Stuðningsfólk

107% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464