Við færum ykkur gleðifréttir! Mama veitingahúsið mun flytja á nýjan stað og gefa af sér nýtt fallegt blóm - The White Lotus. Ertu tilbúin(n) að koma í ferðalag með okkur?
... lesa áfram

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€15.144

safnað af €15.000 marki

0

dagar eftir

109

Stuðningsfólk

101% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

New Mama & White Lotus Venue

0%
  • New kitchen
  • Painting and Constructions
  • Benches - Tables - chairs
  • Decorations
  • New entrance
  • White Lotus App
  • Website
  • High quality sounds system
  • Move
  • Opening

Nánari lýsing

Allt sem lifir fer í gegnum þróunarferli þegar það er tilbúið að umbreytast í eitthvað stærra og betra.

Heil og sæl kæra fjölskylda

Fyrst og fremst viljum við senda öllum djúpa þakklætiskveðju fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið á síðastliðnum 3 árum.

Mama er nú í uppáhaldi margra! Við höfum skapað rými sem er heimilislegt, með alþjóðlegan vegan mat, frábært kaffihús, vinnurými og samveru hús til að hitta vini, fjölskyldu og kynnast nýju fólki. Sumir hafa jafnvel kallað Mama Musteri. Mama ber með sér orðspor friðar, sameiningu og kærleika.

Mama er að taka vaxtarkipp og er nú tilbúin að flytja í nýja heimilið sitt. Hún vill stækka faðminn sinn til að geta umvafið alla sem koma í heimsókn.

Samkomur og viðburðir sem Mama hefur haldið rými fyrir, hafa styrkt og lyft einstaklingum og vinahópum og nú er hún að verða enn verðmætari menningarmiðstöð á Íslandi.

Hvernig væri lífið án Samfélags?

Mama spratt úr hugmynd vina sem vildu skapa veitinga- og samveru stað þar sem hver sem er gæti komið og notið þess að borða hollan Vegan mat og átt góðar stundir saman. Þar sem við sáum ekkert í líkingu við það í Reykjavík fannst okkur vera tómarúm sem þurfti að fylla. Þannig varð fyrsti Karólína sjóðurinn stofnaður með vonir um að gera þann fallega draum margra að veruleika.

Við erum innilega glöð og stolt að segja frá því að okkur tókst að skapa 100% vegan veitingastað með hollustu í fyrirrúmi sem er einnig miðstöð fyrir samverustundir, tónleika, athafnir og margt fleira. Mama blómstrar nú í miðbæ Reykjavíkur þökk sé öllum sem hafa stundað viðskipti við Mama og hjálpað til. Ávallt með jákvæðni, kærleika og samheldni í huga og hjarta.

Við erum innilega spennt að deila því að Mama Veitingahúsið er að stækka og mun gefa af sér nýtt blóm - The White Lotus.

Nýja heimili Mama mun vera rétt neðar í götunni á Bankastræti 2.

Þar erum við að skapa huggulegt og heimilislegt andrúmsloft og höldum áfram að næra andlega lífið í hjarta Reykjavíkur!

Í norðurhluta hússins mun Mama Veitingastaðurinn vera og í suðurhlutanum verður The White Lotus vettvangsrýmið okkar.

The White Lotus er nýtt verkefni sem er gjöf til þjóðfélagsins. Þar verður fjölnota salur fyrir tónlist, listir, jóga, dans, ráðstefnur, námskeið og fleira. Þar stöndum við fyrir menningarlegri fjölbreytni, samheldni, bjarta framtíð og nærum andlegan og skapandi þroska.

Stuðningur þinn skiptir máli.

Hér er tækifæri fyrir þig til að vera hluti af verkefni sem stendur fyrir frið á jörðu. Þegar við stöndum og stefnum saman í átt að betri heim fáum við aukin kraft til að gera okkar besta. Til að gera þennan nýjan kafla að veruleika þurfum við á stuðning þínum að halda. Þitt framlag, hvernig sem það er, gerir gæfumunin!

Framlögin sem safnast munu vera notuð til að færa og uppfæra Mama veitingahúsið og opna The White Lotus.

Með þínu framlagi muntu vera að hjálpa við að fjármagna hágæða hljóðkerfi, nýja eldunaraðstöðu fyrir Mama, almennt byggingarstarf, skipulag og skreytingar ásamt þróun White Lotus Appsins... og aðra töfra sem eru nauðsynlegir til að láta draumin verða að veruleika.

Við stöndum saman sem eitt !

Á þessari litlu og friðsælu eyju, Íslandinu okkar góða stöndum við saman sem samfélag með von í hjarta. Við komum saman til þess að auðga gæði lífsins á okkar tímum hér og til að skapa bjartari framtíð fyrir komandi kynslóðir. Mama Samfélagið samanstendur af allskonar fólki. Hér eru leiðtogar, vinnusamir einstaklingar, lista- menn og konur, tónlistarfólk, yoga iðkendur, matar unnendur, náttúru elskendur og svo mætti lengi telja. Saman erum við að skapa fordæmi fyrir heilsusamlegt líf í samlyndi með náttúrunni og hvort öðru.

Við höldum áfram að byggja á gildum heildarinnar, heilsu, lífskrafts, samfélags, ást og umhyggju ásamt ástríðu. Mama þakkar þessum gildum sem hafa hjálpað henni að standa stöðug í gegnum erfiða tíma og nú er hjartsláttur hennar sterkur og stöðugur, þar af leiðandi er hún nú tilbúin að takast á við næsta stóra skrefið - The White Lotus.

Breytingar byrja hjá hverjum og einum, sem kveikja þá neista umbreytinga á heimsvísu.

Mama er partur af umbreytingum sem eru að eiga sér stað á heimsvísu sem miða að friðsæld í heiminum okkar fyrir allar lífverur jarðarinnar. Við vinnum að því að finna jafnvægi og næringu í því efnislega, tilfinningalega, félagslega og andlega. Áhersla okkar er að auglýsa og ýta undir lífsstíl sem er heildrænn. Við stefnum að því að vera jákvæð fyrirmynd fyrir heiminn.

Hlutverk Mama er að veita vistvæna matargerð sem er vandlega undirbúin með siðferðislega framleiddum hráefnum.

Hlutverk The White Lotus er að tengja saman fólk úr öllum áttum. Þar sem fólk getur komið saman og rannsakað lífið og tilveruna. Tileinkað andlegri og skapandi upplifun. Brú á milli menningarheima, trúarbragða og kynþátta.

Að nálgast langtíma markmiðið.

Mannkynið er nú á tímamótum í tækni og matarframleiðslu.

Langtíma markmið okkar er að skapa heildrænt samfélag þar sem við nýtum jarðvarma, vindorku, sólarorku og orku úr ánum til að framleiða lífrænan mat. Þessi sýn miðar að samfélagi sem endurheimtir jafnvægi vistkerfa bæði með nútíma tækni ásamt visku og kunnáttu forfeðranna. Mannkynið er ein stór fjölskyldu og það er kominn tími til að hugsa vel um heiminn okkar og hvert annað.

Innblásin af gnægt jarðvarmaorku, dreymir okkur um sjálfbæra þjóð í matvælaframleiðslu á öllum sviðum. Við sjáum fyrir okkur að fanga krafta jarðarinnar og hita upp gróðurhús allan ársins hring, rækta lífrænt, næra alla þjóðina og styðja við þróun sjálfbærra samfélagi um land allt. Þessi langtímasýn snýst ekki einungis um sjálfbærni í matvælaframleiðslu heldur einnig um að skapa enn meiri samhug og samlyndi í þjóðinni þar sem fólkið okkar um land allt getur lifað, notið og skapað með náttúrunni.

Hér sjáum við innsýn inn í möguleika framtíðarinnar skapað af gervigreind.

Stuðningur sem þú veitir er ómetanlegur! Þú getur bæði stutt við þennna draum með framlögum og með því að deila þessu á samfélagsmiðlum, með vinum og með fjölskyldu. Vilt þú hjálpa við að láta draum Mama rætast?

Megi þetta veita þér innblástur til að lifa frá hjartanu og leyfa þér að dreyma stóra drauma !

Við sendum öllum kærar þakkir fyrir þann stuðning sem við höfum fengið síðastliðinn þrjú ár. Okkur þykir vænt um fyrstu skrefin okkar, takk fyrir allt saman, megi blessanir flæða til okkar allra !

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€15.144

safnað af €15.000 marki

0

dagar eftir

109

Stuðningsfólk

101% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464