Sögum þolenda, aðstandenda og geranda heimilisofbeldis er blandað saman við tækni og tól leikhússins og frekari efnivið sem leikhópurinn sankar að sér í heimildarvinnu um málefnið t.d úr fréttum, rannsóknum, fjölmiðlum og samfélagslegri umræðu. RaTaTam vill rjúfa þögnina með ykkar hjálp.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€8,036

raised of €7,000 goal

0

days to go

221

Backers

115% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Leikhópurinn RaTaTam rýfur þögnina

100%
  • Taka viðtöl við þolendur, gerendur og aðstandendur fyrri hluti (janúar-apríl)
  • Heimildaröflun um heimilisofbeldi á Íslandi fyrri hluti (janúar-apríl)
  • Taka viðtöl við þolendur, gerendur og aðstandendur seinni hluti (apríl-október)
  • Heimildaröflun um heimilisofbeldi á Íslandi seinni hluti (apríl - október)
  • Sumartónleikar RaTaTam
  • Vinnubúðir: unnið úr heimildaröflun og viðtölum
  • Æfingar á leikverkinu
  • Sýning á leikárinu 2015 - 2016

Further Information

English below

CONTACT
ratatamratatam@gmail.com
00 354 868 7144
RaTaTam à FB

LEIKHÓPURINN RaTaTam
Við erum nýr leikhópur sem samanstendur af leikurum, bæði nýútskrifuðum sem og reyndum sem höfum hafist handa í að vinna leiksýningu byggða á reynslusögum fólks sem eru aðstandendur, þolendur eða gerendur í heimilisofbeldi.

Sameiginlegur áhugi fólksins í hópnum um baráttu gegn heimilisofbeldi dró hann saman og vill hópurinn leggja sinn metnað, tíma og kunnáttu í þetta mikilvæga og þarfa verkefni til að rjúfa þá þrúgandi þögn sem ríkir yfir heimilisofbeldi.

Hópurinn rannsakar líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn, konum, körlum og börnum, innan veggja heimilisins. Frásagnir gerenda, þolenda og aðstandenda verða þar í brennidepli en í byrjun árs óskuðum við eftir fólki sem tilbúið væri að deila sögu sinni. Á stuttum tíma hefur fjöldinn allur af fólki haft samband við okkur, karlar og konur sem þolendur, gerendur og aðstandendur úr öllum stéttum, stöðum og af báðum kynjum.

Áætlaðar sýningar á verkinu verða á leikárinu 2015-2016 og óskum við eftir stuðningi þínum til að halda áfram verkefni okkar fyrir baráttunni gegn heimilisofbeldi. Í staðinn færðu allavega miða á litla fjáröflunar tónleika sem við höldum í sumar og kannski jafnvel miða á sýninguna sjálfa :)

Við viljum nýta okkur aðferð og tækni við leiksýningu sem áður hefur ekki mikið verið notuð á Íslandi. Aðferðin kallast verbatim og virkar þannig í stuttu máli að raunverulegt fólk og frásagnir eru notaðar beint og óritskoðaðar í leiksýningu. Leikarinn líkir eftir öllum smæstu einkennum fólksins sem segja sína sögu t.d rödd, hreyfingum, kækjum og andardrætti til að ná fram sem sönnustu mynd af manneskjunni og hennar reynsluheimi. Sögunum er síðan blandað saman við tækni og tól leikhússins og frekari efnivið sem leikhópurinn sankar að sér í heimildarvinnu um málefnið t.d úr fréttum, rannsóknum, fjölmiðlum og samfélagslegri umræðu. Það mætti því segja að sýningin sé samin bæði af leikhópnum, fólkinu sem deilir sér og sinni sögu og samfélaginu öllu.

Heimilisofbeldi á Íslandi er því miður eitt af okkar stærstu þjóðfélagsmeinum. Sem betur fer hefur orðið vitundavakning innan þjóðfélagsins síðustu mánuði þar sem algengi heimilisofbeldis er dregið upp á yfirborðið og þá ekki bara eingöngu með birtingarmyndinni; konur sem þolendur heldur einnig börn og karlmenn. Það kom okkur því á óvart að af öllum þeim viðtölum sem við höfum tekið upp, hafa fæst af þeim fórnarlömbum kært ofbeldið til lögreglu og flest aldrei tilkynnt það og hafa þar af leiðandi lifað ein í fangelsi skammar og ótta í langan tíma. Flestir viðmælendur eru því fyrst að opna sig núna þegar þeir sjá að þeir geta sagt almenningi sína sögu í gegnum okkur og okkar listaðferð undir nafnleynd, þannig látið rödd sína heyrast og í leið lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn ofbeldi. Einnig kom það okkur þægilega á óvart að nokkrir gerendur höfðu einnig samband og eru tilbúnir til að deila sinni sögu. Jafnframt höfum við komist að því að með viðtölum og rannsókn okkar á málefninu að heimilisofbeldi spyr ekki um menntun, stöðu, stétt, persónugerð, aldur eða kyn. Þetta er því málefni sem kemur við allt samfélagið og varðar okkur öll.

Í umræðum meðal fólks sem ekki hefur beina reynslu af ofbeldi kemur oftar en ekki spurningin upp ,,afhverju lætur hún/hann lemja sig?". Að lemja er þá ofbeldi í víðum skilningi þessa orðs. Þessi spurning sýnir það bjargarleysi og skilningsleysi sem samfélagið upplifir. Þegar nánar er rýnt í spurninguna má sjá að ábyrgðinni er varpað á þolandann. Gerandinn er tekinn úr myndinni. Þessi birtingamynd er einnig sýn og upplifun þolandans og gerandans. Umræðan er því augljóslega þörf á öllum vígvöllum og teljum við leikhúsið eitt af öflugustu vopnum samfélagsins til að opna augu fólks fyrir mikilvægum málefnum líkt og heimilisofbeldi er. Með leikhúsið að vopni verður afraksturinn vonandi forvörn fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur. Og í leiðinni frelsast fólk úr viðjum ofbeldis með því að segja sögu sína og rjúfa þögnina.

Á þessum stutta tíma sem við höfum unnið að verkefninu hefur það vakið mikla athygli sem við teljum koma til vegna skorts á umræðu um málefni sem samfélagið hefur þörf á að ræða. Við vonum af öllu hjarta að þið séuð tilbuin að gefa verkefninu meðbyr svo það geti orðið að veruleika og raddir þessa fólks fái að heyrast - RaTaTam vill rjúfa þögnina með ykkar hjálp.

FERLIÐ OG FRAMHALD
Jan´15 - maí ´15: Heimildar og rannsóknarvinna. Viðtöl við þolendur, gerendur og aðstandendur.
Jún´15 - ágú ´15: Heimildar og rannsóknarvinna. Viðtöl við þolendur, gerendur og aðstandendur. Úrvinnsla. Vinnubúðir. Sumartónleikar.
Leikárið 2015-2016: Æfingar. Sýningar og áætluð ferðalög um landið með sýninguna og þá einna helst Suðurlandið.

NÁNAR UM FÓLKIÐ Í RATATAM
Guðmundur Ingi: Útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands 1998, hann tók MA í Gjörningalist frá Goldsmiths University 2008 og MBA frá Háskólanum í Reykjavík 2014. Guðmundur á að baki yfir 50 hlutverk á sviði í leikhúsi, yfir fjörutíu í sjónvarpi og bíómyndum auk þess að hafa leikstýrt yfir 20 verkum, bæði hérlendis og erlendis.

Guðrún Bjarnadóttir: Útskrifaðist sem leikkona frá leiklistarskólanum Stella Adler Í New York 2008. Guðrún hefur unnið sem leikkona í leikhúsum, bíómyndum, sjónvarpsþáttum og sjálfstæðum verkefnum.

Halldóra Rut Baldursdóttir: Útskrifast núna í vor úr Listaháskóla Íslands af leiklistarbraut. Halldóra er framkvædastjóri og hugmyndasmiður örmyndahátíðarinnar Örvarpið á Rúv, hún hefur unnið í sjálfstæðum verkefnum tengdum leiklist, dagskrárstjórn og sem leiklista og listakennari.

Hildur Magnúsdóttir: Er nýútskrifuð úr The Central School of Speech and Drama í London, hún hefur unnið fyrir sér sem söngkona, er útskrifaður listgreinakennari úr Kennaraháskóla Íslands og hefur unnið í sjálfstæðum verkefnum tengdum leiklist og söng.

Laufey Elíasardóttir: Lærði kvikmyndaleik í Carter Thor Studio í Los Angeles. Hún hefur unnið sem leikkona í bíómyndum og leikhúsum hér á landi og starfað sem leikkona á sviði og í sjónvarpi í Noregi, hún var m.a tilnefnd til Hedda verðlaunana í Noregi.

Charlotte Bøving: lauk leiklistarnámi við leiklistarskólan í Árósum árið 1992. Hún hefur einnig leikið í sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum, nú síðast í kvikmyndinni Hross í oss. Hún hefur fengið nokkur verðlaun í Danmörku á sviði leiklistar, sem og hér heima og má þar einna helst nefna Grímuna. Einnig hefur hún skrifað, leikstýrt og framleitt ýmis verk hér á Íslandi.
Við leitum til ykkar í þeirri von að þið sjáið hversu mikilvægt og þarft það er að þetta verkefni fari í framkvæmd og verði að veruleika.

English description

We are a new dynamic theatre group currently working on a production that hopes to illustrate the harsh reality of domestic violence. We will make a stand against domestic abuse by providing those who have suffered in silence a much needed platform to share their stories truthfully and honestly. Over the past months, we have investigated the devastating effects of physical and psychological abuse through a multitude of real life interviews which were filmed. Victims and perpetrators from all walks of life were interested in sharing their harrowing experiences with us. With their help and through the median of verbatim theatre, we hope to expose these powerful narratives to the audience.

The estimated production will be in 2015- 2016 and we need your support to continue our project fighting against domestic violence. All donors will receive a free ticket to our fund raising concerts this Summer and a potential ticket to the production itself.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€8,036

raised of €7,000 goal

0

days to go

221

Backers

115% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464