Uppskriftabók - skáldverk er samstarfsverkefni tíu rithöfunda og sjö ritstjóra sem vinna hörðum höndum að því að skrifa og gefa út bók í kapphlaupi við tímann. Hráefnin eru ljóð, sögur og myndir úr smiðju ritlistarnema.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€3,522

raised of €2,700 goal

0

days to go

148

Backers

130% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Uppskriftabók

100%
  • Skrifa
  • Ritstýra
  • Prófarkarlesa
  • Umbrot
  • Kápuhönnun
  • Prentun
  • Útgáfa
  • Dreifa verðlaunum

Further Information

Uppskriftabók - skáldverk

Uppskriftabók - skáldverk er samstarfsverkefni tíu rithöfunda og sjö ritstjóra sem vinna hörðum höndum að því að koma út bók í kapphlaupi við tímann. Á einungis fjórum mánuðum tekst hópurinn á við alla þætti útgáfuferlisins: hann skrifar og ritstýrir textunum, sér um umbrot og kápuhönnun og mun sjálfur sleikja frímerkin þegar kemur að því að póstleggja tilbúnar bækurnar. Hráefnin eru ljóð, sögur og myndir úr smiðju ritlistarnema.

Textarnir eru tilbúnir, svunturnar eru hnýttar og ermarnar uppbrettar.
Okkur vantar tækin:
- ofninn
- hrærivélina
- blekið
- töfrasprotann
- prentarann

Uppskriftabók - skáldverk stendur hópur ritlistar- og ritstjórnarnema í Háskóla Íslands, sem nýtur leiðsagnar Sigþrúðar Gunnarsdóttur, ritstjóra hjá Forlaginu.

Höfundar eru Eygló Jónsdóttir, Guðrún Rannveig Stefánsdóttir, Halli Civelek, Kristinn Árnason, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Skúli Jónsson, Steinunn Lilja Emilsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þór Fjalar Hallgrímsson.

Ritstjórar eru Elín Edda Pálsdóttir, Elísabet María Hafsteinsdóttir, Fríða Ísberg, Gréta Sigríður Einarsdóttir, María Harðardóttir, Nína Þorkelsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir.

Styrkið útgáfu Uppskriftabók - skáldverk og fáið að launum ilmandi ferskt rit, beint úr ofninum.
Útgáfa bókarinnar er fyrirhuguð í maí.

Hér að neðan má sjá brot úr efni bókarinnar.

Ljósmynd: Alisa Kalyanova

Steinunn Lilja Emilsdóttir

Til: gud@himnariki.com
Frá: skopunardeild@himnariki.com
Re: Sköpun jarðar

Sæll herra Almætti, í viðhengi eru ýmsir minnispunktar varðandi sköpun heimsins sbr. síðasta fund okkar. Þú hefur mikið verk framundan en við höfum fulla trú á þér. Hafðu samband ef eitthvað er óljóst og gangi þér vel með þetta stóra verkefni!
Jörð: Hafa hvergi þráðbeina línu eða rétt horn svo hægt sé að hlæja að mannfólkinu þegar það býr til gervihluti eins og tímabelti, miðbaug og hugmyndina um að norðurpóllinn sé upp en suðurpóllinn niður.

Tungumál: Skal vera sem allra fjölbreyttast til að torvelda samskipti manna. Hafa allavega eina þjóð sem notar ljót err sem seinka málþroska barna um hálft ár og eina þjóð sem heyrir ekki muninn á ell og err.

Kvenmaður: Verður að miklu leyti eins og karldýrið nema með tvo fitupoka framan á bringunni sem gera spretthlaup sársaukafull. Kynfæri sem blæðir úr allt að einn fjórða hluta fullorðinsáranna. Starta orðrómi um að kvenmenn þurfi ekki bara séríþróttaviðburði heldur einnig skákmót.

Karlmaður: Mjög líkur kvendýrinu nema fær að meðaltali 20% hærri laun fyrir sömu vinnu.

Barn: Svipuð formúla og fyrir fullvaxna kven- og karlmenn nema er með friðhelgi á kaffi- og veitingahúsum þrátt fyrir að valda meira ónæði en reykingar.

Lóa Hjálmtýsdóttir

Skúli Jónsson

HKL kúrinn

Fyrir hverjar
5 bækur
úr Rauðu seríunni
skal lesa
1 bók
eftir
Halldór Kiljan Laxness

Fyrir hverja
7 Mangó tangóa
á B5
skal drekka
3 kaleika af malurtarbrennivíni
og skála fyrir
Ernest Hemingway

Fyrir hverjar
3 fjallgöngur
yfir Fimmvörðuháls
skal fara á
1 flanerí um stórborg
í minningu
Charles Baudelaire

Fyrir hverja
11 pakka af Heilsutvennu
frá Lýsi
skal reykja
100 mg af ópíum
og hneygja sig í vímu fyrir
Oscar Wilde

Fyrir hverjar
59.000 sundferðir fram og til baka
í Vesturbæjarlaug
skal fórna
23 árum af heitum pottaumræðum
fylla jakkavasa af grjóti eins og
Virginia Woolf

og ganga að botni Rauðavatns

Halli Civelek

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€3,522

raised of €2,700 goal

0

days to go

148

Backers

130% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464