Myndskreytt barnabók sem að örvar ímyndunaraflið.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€2,245

raised of €2,100 goal

0

days to go

43

Backers

107% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Jón Lorange

Creator
Stundum þekktur sem "Landasonur"
  • teiknari
  • Höfundur

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Efri Hæðin: Íslensk myndskreytt barnabók

85%
  • Sköpun myndverka
  • Textaskrif
  • Samsetning á texta og myndum í bók
  • Hönnun kápu
  • Umbrot og hönnun
  • Prentun
  • Útgáfa

Further Information

Uppfærsla:

Söfnunin er komin yfir 100%! Bókin er væntanleg í dreifingu í fyrri hluta nóvember.

Efri hæðin: Fjáröflun fyrir prentkostnaði

Ég heiti Jón Lorange, en sumir þekkja mig undir dulnefninu Landasonur. Í gegnum árin hef ég búið til ýmsar sögur handa börnunum mínum, og lengi hefur mig dreymt um að gefa einhverjar þeirra út á myndskreyttu formi. Efri Hæðin er fyrsta tilraun mín til að láta þann draum verða að veruleika.

Hugmyndin á bak við bókina er að skapa barnabók sem höfðar bæði til barna og fullorðna. Sagan leggur ríka áherslu á að kveikja og örva ímyndunaraflið – því það má aldrei vanmeta sköpunarkraft barna. Jafnframt vildi ég skrifa sögu sem foreldrar og aðrir fullorðnir gætu sjálfir notið að lesa.

Efri Hæðin

Í stuttu máli fjallar fjallar bókin mín um litla stúlku sem ætlar upp á efri hæðina til að sækja mjólk handa kisu að lepja en á leiðinni upp á efri hæðina lendir hún í mörgum ansi óvæntum ævintýrum.

Hetjur sögunnar: Kisan og litla stúlkan.

Ég bjó til söguna fyrir dóttir mína þegar hún var um það bil þriggja ára gömul, svo það er tilvalið að lesa þessa bók fyrir þann aldurshóp en ég held að eldri börn og fullorðnir hafi líka gaman af.

Opna úr bókinni

Önnur opna úr bókinni

Fjáröflunin

Bókin er nánast tilbúin til prentunar, en ég hef hrint af stað þessari fjáröflun til að standa straum af prentkostnaði, bókbandi og öðrum tilheyrandi útgjöldum sem fylgja framleiðslu á vandaðri bók.

Bókin verður prentuð í litlu og fallegu broti (125x185 mm), með 44 síðum. Ég legg mikið upp úr gæðum og mun velja prentefni af kostgæfni. Blaðsíðurnar verða prentaðar á 150 g óhúðaðan hvítan pappír en kápan með 2,5 mm spjöldum, klæddar lérefti.

Bókin verður saumuð með beinum kjöl, þannig að hún haldist vel og endist lengi. Ég vil að hún verði ekki aðeins falleg lestrarbók heldur líka gripur sem gott er að eiga – eða gefa áfram.

Áheitin

Áheitin eru fjölbreytt. Þú getur valið einfaldlega að fá bókina sjálfa, eða lagt hærra áheit og fengið listaverk með í kaupbæti. Þar verður í boði bæði upprunaleg verk eða endurprent af myndum úr bókinni fyrir þá sem kjósa ódýrari leið.

Heimsending innanlands er innifalin í öllum áheitum.

Til að sjá dæmi um listaverkin í hærri upplausn, þá getið þið kíkt á Instagram-síðuna mína: @landasonur.

Um höfundinn

Ég heiti Jón Lorange, 34 ára gamall. Aðalstarfið mitt er forritun, en ástríður mínar liggja í tónlist og myndlist. Mig hefur lengi dreymt um að gefa út myndríkar bækur – bækur sem tala jafnt til barna og fullorðinna. Efri Hæðin er fyrsta skrefið á þeirri vegferð, og von mín er að hún verði aðeins upphafið að fleiri slíkum verkum.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€2,245

raised of €2,100 goal

0

days to go

43

Backers

107% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland