Þula er listaverkabók Huldu Vilhjálmsdóttur sem inniheldur 58 myndir og um þrjátíu textaverk. Bókin mun koma út í 500 eintökum og verður síðustærð 275x220mm, upprétt og bókin 144 síður prentaðar í 4 litum á 150g Munken p grófan pappír. FA Litaður pappír í saurblöðum og bókin bundin inn.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€4,130

raised of €4,000 goal

0

days to go

44

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Hulda Vilhjálmsdóttir

Creator
  • Listakona

Þórhallur Guðmundsson

  • Verkefnastjóri
  • Ritstjóri
  • MPA opinber stjórnsýsla
  • MA félagsráðgjöf

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Þula

54%
  • Hugmyndavinna
  • Ljósmyndun
  • Hönnun
  • Umbrot
  • Inngangs orð
  • Prófarkalestur
  • Prentun
  • Kynning
  • Dreifing
  • Útgáfa
  • Útgáfuhóf

Further Information

Markmið með þessari söfnun er að tryggja fjármagn til að ljúka við og gefa út bókina Þula sem er listaverkabók þar sem myndlist og textar/ljóð Huldu Vilhjálmsdóttir skiptast á því að vera í sviðsljósinu.

Hulda Vilhjálmsdóttir (f.1971) er með athyglisverðustu myndlistarkonum sinnar kynslóðar (ljósmynd Juanjo Ivaldi Zaldívar).

Hulda hefur haldið á fjórða tug einkasýninga og tekið þátt í þriðja tug samsýninga. Þá hefur hún tekið þátt í fjölmörgum gjörningum. Hulda hefur gefið út fjórar bækur og Þula verður fimmta og viðamesta bók hennar til þessa.

Bókin Þula varð til meðfram vinnu við einkasýninguna Huldukona/Hidden lady, sem opnaði í janúar 2025 á Listasafninu á Akureyri. Hulda valdi myndirnar í bókina og texta í samstarfi við Maríönnu Björk Ásmundar hönnuð og Soffíu Bjarnadóttir, rithöfund og ljóðskáld. Soffía á svo allan annan texta í bókinni. Spessi tók myndirnar og Maríanna vann þær svo myndirnar hæfi forminu.

Bókin mun koma út í 500 eintökum og verður síðustærð 220x275mm, upprétt og bókin 144 síður prentaðar í 4 litum á 150g Munken p grófan pappír. FA Litaður pappír í saurblöðum og bókin bundin inn í Natur strigaklæðning á 3mm spjöldum með silkiprentun í 1 lit á forsíðu og kjöl, og þrykking á forsíðu. Saumuð bók og opinn kjölur. Bókin verður fallegur og eigulegur gripur, tilvalinn sem gjöf.

Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir þessa skemmtilegu sögu af Huldu og Kristjáni Davíðssyni:

Þegar Kristján Davíðsson kenndi við Myndlista-og handíðaskólann forðum daga hafði hann orð á sér fyrir að vera ekki mjög afskiptasamur leiðbeinandi. Hann var spar á ábendingar, og vildu nemendur ekki hlíta ráðum hans, fengu þeir að hafa sína hentisemi óáreittir. Því kom það flatt upp á marga þeirra þegar kennarinn gaf sig sérstaklega að einum nemanda, stelpuskotti sem við fyrstu sýn virtist ekki eiga mikið undir sér. Hann fylgist grannt með vinnubrögðum hennar og bauð henni á endanum heim á vinnustofu sína. Þar leysti Kristján hana út með teikningu, sem hún er enn með uppihangandi á heimili sínu. Mér segir svo hugur að Kristján, með sitt háþróaða myndnæmi, hafi verið með þeim fyrstu til að koma auga á hæfileika Huldu Vilhjálmsdóttur, sem sannað hefur hvað eftir annað að hún er listmálari fram í fingurgóma. Ekki ósvipað og Kristján sjálfur.

Um kvennamyndir Huldu í Þulu segir Aðalsteinn Ingólfsson:

Þetta eru konur sem ljóma af feimnislegum kynþokka, íklæddar engu nema slegnu hári sínu og fíngerðu skarti: perlufestum og armböndum, sem listakonan hefur unun af að útlista. Og atburðarrásin í myndum Huldu gengur oft út á einhvers konar núning milli heims þessara kvenna og heimsins hið ytra; tilraunir þeirra til að yfirstíga þær takmarkanir sem hin ytri heimur setur þeim.

Soffía Bjarnardóttir skáld og rithöfundur skrifar aðfaraorð að Þulu. Þar dregur hún upp mjög skýra og ítarlega mynd af list Huldu:

Hulda er myndlistarmaður sem málar milliliðalaust á strigann, er í beinu sambandi við anda og efni, leidd af æðri mætti. Líkami, olía, strigi og pensill uppljúka dulúð og mystískum heimum sem við þó þekkjum úr veröld daga og drauma. Tilfinningalíf Huldu birtist í verkum hennar, sýn listamannsins, sársauki og fegurð. Mildi umlykur og harka heimsins hvílir undir niðri. Næmi fyrir litum, tilfinningum og manneskjunni sjálfri. Málverk hennar eru oft unnin eftir eldri aðferðum málaralistar, hún sver sig í ætt við eldri málara, leggur áherslu og natni við áferð og að blanda litum af nákvæmni, hugar að og höfðar til upphafsins. Konan er einkennandi fyrir list Huldu, hin margbreytilega, skuggalega, saklausa, slungna og slóttuga kona sem leitar. Konan er eins og guð í eigin heimi, oft einræn, jafnvelfjarlæg og fögur, dularfull, sorgmædd. Blái liturinn hefur sömuleiðis verið sterkur tónn í verkum hennar og melankólían ásamt fínlegri erótík konunnar, rómantík einsemdar. Móðir, systir, dóttir, vinkona, listakonan er svo á sveimi, sefur eða svífur ljóðrænt yfir jörðu.

Þula verður einstakt verk sem fangar og um leið skrásetur fimm ára tímabil í lífi og list þessarar einstöku listakonu.

Verkin hér að ofan eru tilbúin sem veggspjöld og fást ef heitið er á bókina.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€4,130

raised of €4,000 goal

0

days to go

44

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland