Hulda Vilhjálmsdóttir

  • Listakona

Hulda Vilhjálmdóttir er listakona sem hefur starfað við myndlist í 15 ár. Hún hefur haldið fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. Listaverk í eigu safna og í einkaeigu. Hefur hún gefið út nokkrar myndlistabækur og er þessi sú nýjasta í röðinni.

HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR

Listrænt gildi.

Ég er fædd árið 1971 og útskrifaðist úr málaradeild Listaháskóla Íslands árið 2000 og hef starfað við myndlist síðan. Ég túlka stíl minn sem punk-expressionisma. Íslensk hefð í málverkinu hefur verið minn stærsti áhrifavaldur, sem og veita náttúran og fólk í kring um mig mér innblástur. Ég vinn mjög frjálst og nota ýmsar aðferðir svo sem að mála, teikna, skrifa og geri gjörninga.

Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur skrifaði árið 2009 í sýningarskráum list mína: „ Í heildina séð eru verk Huldu mannlæg í breiðasta skilningi og snúast um það sem er henni nærtækast, ýmis afbrigði ástarinnar, margháttuð blæbrigði samskipta við vini, börn, elskhuga, guð almáttugan og Maríu mey. Þar eru óhlutbundin verk Huldu ekki útúrdúrar, heldur eins konar sviðsmyndir fyrir óútkljáðar kenndir, bæði okkar og hennar sjálfrar. Markverðast við allar þessar myndir eru kannski tilfinningarlegur heiðarleiki þeirra, mér liggur við að segja vægðarleysi. Sem bitnar ekki síst á henni sjálfri. Ekkert er dregið undan, persónuleg angist, klúrar hugsanir og „afbrigðilegar“ langanir, sjálfsblekking, afbrýðissemi o.s.frv. En ekki heldur algleymið, þá sjaldan sem það gagntekur listakonuna og snýst þá upp í fögnuð sem tekur fram öllu öðru sem við þekkjum.“

Á samsýningu í janúar 2015 sýndi ég pappírsverk, málverk og gerði sameiginlega innsetningu.

Ég notaði japanska pensla, grófa og fína og náði með þeim fram andstæðum í áferð og samspili lita. Langaði mér að sýna færni mína á meðhöndlun á þessum verkfærum, penslunum, bæði á pappír, plötu og striga. Þar sem ég tel mig vera expressioniska listakonu er erfitt að útskýra vinnuferlið. Þar sem málverkið túlkar niðurstöðu verksins. Ég var líka í þessari sýningu að túlka frelsi og litaflæði í meðhöndlum pensla og málningu. Upphengingin verður óhefðbundin í bland við hefðbundna.

Ég hef frá upphafi unnið markvisst að því að mála portrettmyndir af konum og körlum og skoða það sem rannsóknarvinnu. Næsta árið mun ég vinna að sýningu á portrettmyndum af konum sem opna á haustið 2016. Ég hitti konurnar oftast í eigin persónu þar sem ég skissa myndir af þeim og tek ljósmyndir. Að þessu verkefni hef ég unnið að lengi og langar að halda áfram með það í framtíðinni. Þessari vinnu tengjast einnig sjálfsmyndir sem ég geri stundum þar sem ég lýsi mínum reynsluheimi sem einstaklingur í íslensku þjóðfélagi.

Ég er að skrá feril minn og sögu mína sem listakona þar sem ég mun segja frá tilurð málverka minna sem tengist mínum persónulega heimi og samtíma. Ég er að vinna að gerð þessara bókar sem kemur út vorið 2016. Langar mig að vanda vinnuna að þessu verkefni sem er mikilvægt fyrir sögu myndlistar á Íslandi þar sem varpað er ljósi á samtíma listakonu í íslensku þjóðfélagi.

Ferilskrá

Hulda Vilhjálmsdóttir

Vinnustofa að Grandagarði, Reykjavík

Sími: 551 9149 / 846 8746

Netfang: huldavil@gmail.com

Vefsíða: huldavil.com

Menntun

2006-2008 Myndlistaskólinn í Reykjavík, keramikdeild, eitt ár í BA námi.

1994-2000 Listaháskóli Íslands, BA í málun.

1991-1992 Iðnskólinn í Reykjavík, tækniteiknun.

1990-1991 Fjölbrautarskólinn við Ármúla, stúdent af bókhaldsbraut.

1987-1990 Verslunarskóli Íslands, verslunarréttindi og markaðsbraut.

Einkasýningar

2015 Augu vina minna. Gallerí Fold, Reykjavík.

2015 Transland. Artótek, Borgarbókasafninu, Grófinni,Reykjavík.

2014 Trén í kring. Anarkía listasalur, Kópavogi.

2013 17. Júní, opnunarhátíð á hótel Siglunesi.

2013 Gallerí Helena Hans, Reykjavík.
Innsetning af málverkum og gjörningar. Sýningarstjóri Helena Hans.

2012 Herhúsið, Siglufirði.

2012 Safnasafnið, Svalbarðseyri. Málverk og teikningar, innsetning. Sýningarstjóri Níels Hafsteinn.

2011 Mynd af henni. Gallerí Ágúst, Reykjavík. Portrettmyndir af konum á Menningarnótt.

Sýningarstjóri Sigrún Sandra.

2010 Öldugangur. Vinnustofusýning að Grandagarði 31, á Hátíð hafsins.

2010 Jörðin hreyfist. Gallerí Fold, Reykjavík. Málverk og keramik.

2010 Sjálfsmynd/identity/hidden identity. ListasalurMosfellsbæjar.

Málverk, teikningar og skúlptúrar.

2009 Konan sem gekk yfir jökulinn. Reykjavík Art Gallery.

2009 Landslag og hugleiðingar. Þjóðmenningarhúsið, Reykjavík. Málverk og teikningar.

Sýningarstjóri Marta María Jónsdóttir.

2009 Það sem gerðist. ListasafnReykjanesbæjar.

Sýningarstjóri Aðalsteinn Ingólfsson.

2009 málverk, Reykjavik Art Gallery.

2008 Ljóð og málverk í súkkulaði og rósum,

2008 Listamaðurinnog lærlingurinn. Gallerí við Laugaveg í Reykjavík.

2008 Öræfa/Sæla.Gallerí Fold, Reykjavík.

2007 Forkeppni Carnegie Art Award.

2007 Náttúra. Start-Art, Reykjavík. Málverk og teikningar.

2006-07 Grasrótin er villt. Nýló, Reykjavík.

SýningarstjórarJóhannes Hinriksson, Huginn Arason og Adrea Maack.

2006 Náttúru Sköp/ the natureshape in creation.. Gallery Fold, Reykjavík. Málverk og innsetning.

2005 Barniðí náttúrunni (hver bankar á hurðina) Gallerý Sævars Karls, Reykjavík.Málverk og innsetning.

2005 The blue room, Glugga gallery the blueroom við Laugaveg, Reykjavík.

2004 Draumahöllin vaknar. Gallerí Skuggi, Reykjavík. Listamannanafn; Hudda von Hamburg.

2004 The core. Stígamót, Reykjavík.

2004 Aðbúa til (ræktar góða anda) Mokka kaffi, Reykjavík. Málverk og teikningar.

2003 Titrandi fætur. Gallery Kambur við Þjórsá. Sýningarstjóri Gunnar Örn.

2003 Ready to go into eternity. Circus bar, Reykjavík.

2003 Upplifun, fullnæging, bliss. Gluggasýning í Hljómalind, verslun í Reykjavík.

2003 Unglingur. Gallerí Undirheimar, Reykjavík.

2003 The little prince. Japis, plötubúð, Reykjavík. Innsetning.

2003 Rauðaherbergið. Gallerí Fold, Reykjavík. Málverk.

2002 Hvaða dyr? (kona með fortíð) Gallerí Sævars Karls, Reykjavík. Innsetning,málverk og skúlptúrar.

2001 Að vera manneskja. Gallerí Næsti Bar, Reykjavík.

2001 Fornbókaverslun Bókavarðan, Reykjavík. Teikningar.

2001 Ferðin (í rökkrinu) Hornið, veitingastaður í Reykjavík.

2001-02 Blús. Mokka kaffi, Reykjavík.

2000 Plexigler. Gluggasýning í Gallerý Sævars Karls, Reykjavík.

2000 Birtan í símaskráinni. Gallery Ófeigur, Reykjavík.

1999 Bikini and Jesus where are you. Gallerí Nema hvað, nemendagallerí, Reykjavík.

1999 Konan við Hafið, Gallery Nema hvað, nemendagallerí, Reykjavík,

Samsýningar

2015 Samsýning. Gallerí listamenn, Reykjavík.

2015 Nýmálað. Listasafni Reykjavíkur.

2014-15 Vara-litir. Hafnarborg, Hafnarfirði. Sýningarstjóri Birta Fróðadóttir.

2014 Sýning að Grandagarði 31, Reykjavík. Á Menningarnótt.

2014 Sýning að Grandagarði 31, Reykjavík. Á Hátíð hafsins.

2013 Hönnunarmars, Grandagarði 31,samsýning hönnun og málverk.

2013 Að beisla birtuna. Hafnarborg, Hafnarfirði. Málverk.

2013 Gjörningur, sýningarstjórar, Eva Ísleifsdóttir og Sara Björnsdóttir

2013 Sjávardýr og furðuverur. Hátíð hafsins. Málverk og keramik.

2013 Menningarnótt, sýning í Grandagarði 31.

2012 List án landamæra. Norræna húsið, Reykjavík.

2012 Hönnunarmars. Grandagarði 31, Reykjavík. Hönnun og málverk.

2012 Sýning á sjómannadaginn, Grandagarði, Reykjavík. Málverk og teikningar.

2012 Artima gallerí. Sýningarstjóri Halla Björk.

2012 Gjörningur, leikhúslistamanna.

2011 Jór, Horses in Icelandic art, Kjarvalstaðir, Reykjavík. Listasafn Reykjavíkur.

2011 Menningarnótt,Grandagarði 31, Reykjavík. Málverk og innsetning.

2011 Kjarvalsdeildin. Nýló, Reyjkavík. Fjórir gjörningar.

2010 Menningarnótt 21 ágúst 2010, Grandagarði 31, Reykjavík.

2010 Hátíðhafsins, Grandagarði 3, Reykjavík. Málverk og leiksmiðja.

2010 Peripheralvision. Gallerí klink og bank, Reykjavík. Sýningarstjóri Elizabeth Hodson.

2009 Lauga-vegur. Sýning á Laugavegi, Reykjavík.

2009 Supermarket Art Forum. Stokkhólmur, Svíþjóð.

2008 Trommusóló. Gallerí Klink og Bank, Reykjavík. Sýningarstjóri Davíð Örn Halldórsson.

2008 Föðurmorð og Nornatími, Norrænahúsinu, Reykjavík.

2008 Stalke Gallery, Danmörk. Ásamt Gunnari Erni og Ólafi Elíassyni.

2007 69. Stalke Gallery, Danmörk.

2006 Huldurnar. SÍM húsið,Seljavegi, Reykjavík. Ásamt Huldu Hákon og Huldu Stefánsdóttur.

2005 Föðurmorð og Nornatími, Norrænahúsinu, Reykjavík.

2005 KFL Group, Kaupfélagið. Hafnarfirði.

2005 Worms. Hafnarhvoll, Reykjavík.

2004 Gallery Passion gallery Anjelica Smit. Sumarið 2004, Skólavörðustíg, Reykjavík.

2001 Elephand Blimp(fílapensill). Gula Húsið, Reykjavík.

2000 The very positive and affirmative Reykjavík tea party. Hverfisgötu, Reykjavík.

2000 Munstur málverksins frá hjarta mínu. Útskriftarsýningin nemenda Listaháskóla Íslands.

1999 Paintings in the 21. Century. Hjörring, Danmörk. Var valin sem fulltrúi Íslands.

Gjörningar

2015 Heilsuhælið í Hveragerði, „Nafnlausi vinnumaðurinn“.

2014 Menningarnótt, „nafnlausi vinnumaðurinn“, Grandagörðum 31, Reykjavík.

2013 1. Janúar, „Nafnlausi vinnumaðurinn, Ásvallagötu, Reykjavík.

2012 Heyr mína bæn, Leikhús listamanna, leikhúskjallarinn, Reykjavík.

2011 Kjarvalsdeildin, fjórir gjörningar,með prjónaðar grímur, Nýló, Reykjavík.

2009 María í bláum bíl. Listasafn Reykjanesbæjar. Geir Harðarson spilaði undir.

Sýningarstjóri Aðalsteinn Ingólfsson.

2009 Málað á sviði Iðnó. Ásamt Birnu Þórðardóttur.

2008 Spiritual Awakening. Kling og Bang, Reykjavík. Landsliðið í gjörningum.

Sýningarstjóri Snorri Ásmundsson.

2008-09 Father we miss you. Stensill í Miðborg Reykjavíkur.

2007 Gæí bæ. Seqences. Nýlistasafnið, Reykjavík. Sýningarstjóri Andrea Maack.

2006 Í minnningu um móður mína. Föðurmorð og nornatími. Norræna húsið,Reykjavík. Gjörningur og video. Sýningarstjóri Valur Brynjar Antonsson, Huginn Arason og Daníel Björnsson.

2006 Vinnur Ísland. Laugardalshöll,Reykjavík. Gjörningur í anddyrinu á tónleikum.

2005 Don´t look like a shit. Stensill í Miðborg Reykjavíkur.

2004 Áferð með skúlptúr á þaki bílsins. Menningarnótt í Reykjavík.

2003 Attackedwith a toy gun and a faked bomb, and painting destroyed. Nýlistasafnið, Reykjavík.

2003 Hljómskálagarðurinn, Reykjavík. Stytta Jónasar Hallgrímsson klædd blómaskykkju, berjast fyrirnáttúru Íslands, Beðið fyrir Jónasi.

2003 Konan í klettinum. Grand rock festival, Reykjavík.

2002 Themale Valli dancing on frozen lake. Kaldadal. Ljósmyndir.

2002 Making love to rocks. , ljósmynd í Kollafirði.

2002 A prayer Mary. Á sumarnótt í Reykjavík. Videó.

2000 Vaða í uppsprettunni. Sjálfsmynd, ljósmyndir.

1997 Gjörningur. Painting live.

1999 Gjörningur á degi Bókarinnar á Kjarvalstöðum, Reykjavík.

1997 Ljósmyndir, sjálfsmyndir, í anda Egon Schiele. Sissa tók myndir.

Ýmislegt

2010-15 Sé um rekstur vinnustofu minnar og annarra aðila að
Grandagarði 31.

2008 Stofnaði Heimsendi, Laugavegi 28, Reykjavík með Valgarði Bragasyni, Helga Þórissyni, Steingrími Eyfjörð og Sigtryggi Berg.

2007 Gaf út bókina Hver er mín synd?

2007 Valin í forval í Carnegie Art Award.

2006-07 Valin til á einkasýningu í Nýló,Reykjavík.

2005-06 Stofnaði The blue room gallerí,Laugavegi 23

2005 Gaf út ljóðabókina Hvaða dyr.

2005 Gaf út bókina Það gerðist það gerðist það gerðist, teikningar og texti með heimspekilegum pælingum.

2004 Stofnaði The Passion gallery Angelicu Smith, Skólavörðustíg, Reykjavík.

Ásamt Karenu Ósk Sigurðardóttur.

2002 Ljóðabókin Ég hleyp í burtu.

1999 Valin fyrir hönd Íslands á sýningu í Danmörku, Málverkið á 21. öldinni.

1997 Stofnaði nemenda galleríið Nema-hvað.

1987 Íslandsmeistari í tennis unglinga.

Hef rekið eigin vinnustofu frá námslokum árið 2000.

Yfir fimmtíu greinar og viðtöl hafa birst í blöðum og tímaritum í Danmörku og Íslandi um listaverk mín.

Listasafn Íslands hefur keypt listaverk eftir mig.

Félagsmaður í Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina