Hópfjármögnun á útgáfu bókar um Höllustein og Blóðbrekkur. Byggt á sannsögulegum frásögnum um niðurlægða og misnotaða stúlku sem fæddi barn á leiðinni yfir Oddskarðið alein í blindbyl um hánótt árið 1726. En fyrr á öldum var misnotkun á konum gegnumgangandi.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€2,867

raised of €2,800 goal

0

days to go

68

Backers

102% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Ásgeir Hvítaskáld

Creator
Rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri.

NinaIF Nína Ivanova

Kápumynd og umbrot
  • myndlistarkona
  • Books layout
  • Children's book illustrator

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Saklaust blóð í snjó

66%
  • Handrit
  • Próförk
  • Hönnun bókarkápu
  • Kápumynd og umbrot
  • Prentun
  • Útgáfa

Further Information

Saklaust blóð í snjó

Söguleg skáldsaga eftir Ásgeir Hvítaskáld.

Þessi bók er byggð á sannsögulegum atburðum er gerðust á Reyðarfirði veturinn 1726. Á fjallveginum milli Reyðarfjarðar og Norðfjarðar, norðanmegin við Oddskarðið stendur Höllusteinn. Undir þessum steini fæddi bláfátæk kornung stúlka barn, alein og útskúfuð í blindhríð um hánótt. Henni hafði verið úthýst í Helgustaðahreppi þetta sama kvöld. Enginn vildi láta óskilgetið barn fæðast á sínum bæ. Eftir þetta hefur þessi brekka verið kölluð Blóðbrekka. Í raun fjallar þessi bók um það hvernig karlmenn á Íslandi fyrr á öldum misnotuðu vald sitt til misnotkunar á konum og komust upp með það, því þeir einir skráðu söguna.

Um höfundinn

Þetta er fimmta skáldsaga Ásgeirs, en hann hefur einnig gefið út tvær barnabækur, smásögusöfn, ljóð og leikrit. Hann hefur skrifað blaðagreinar frá unga aldri og skrifaði vinsælar greinar um bjórinn á sínum tíma sem margir muna eftir. Ásgeir hefur leikstýrt átta heimildarmyndum í fullri lengd og fengið verðlaun fyrir. Einnig hefur hann gert fjóra leiknar stuttmyndir og eina kvikmynd í fullri lengd, sem er kultmynd í dag. Hann er þekktur fyrir að skrifa dramatískar sögur og myndrænar lýsingar. Frásögn þessi er ekki síst áhrifamikið örlagadrama í hans einstaka stíl, þar sem atburðir og persónur verða ljóslifandi. Ásgeir dvaldi langdvölum erlendis, er menntaður viðskiptafræðingur og býr nú á Egilsstöðum.

Kafli úr bókinni: Halla leggur á brattann

Halla stefnir upp brekkuna og gengur á ská út með firði eins og Jöri hafði lagt til. Þarna er gönguslóði sem er merktur með vörðum er standa upp úr snjónum. Hún fylgir slóðanum, sér engin spor eftir aðra. Þungir skýjabakkar eru á fleygiferð yfir fjöllunum. Það hefur snjóað yfir harðfenni en auðir melar eru inn á milli þar sem krækiberjalyng kemur undan. Hún sér að þarna er mikið berjaland því stór svört krækiber eru enn á lynginu. Sums staðar er lyngið þakið berjum.
Þegar hún reynir að tína þau springa sum við snertinguna önnur eru fölnuð eftir frost en samt eru mörg ófrosin. Hún tínir þau heilu og nær að fylla lófann. Berin eru óvenjustór, frekar bragðlaus en safarík og ískaldur safinn svalar þorstanum. Hún fær sér marga lófa af þessum svörtu og stóru
berjum. Það hressir.
Við hvert skref sígur í bakið. Það brakar í snjónum. En það sem hún veit ekki er að undan fótum hennar springa krækiberin og skilja eftir fjólubláa díla í fótsporunum. Tófuspor liggja fram og til baka og greinilegt að tófan hefur skannað svæðið í leit að æti.
Litlir streymandi lækir renna undir snjónum og brátt kemur hún að bæjarlæknum. Snjóloft er yfir honum. Á einum stað er gat og þaðan heyrist þungur niður svo Halla veit að hér skal varast. Varlega fikrar hún sig yfir harðfennið. Þetta er miðja vegu beint fyrir ofan bæinn, en hún horfir sem minnst á Högnastaði. Hún kemst klakklaust yfir.
Þegar hún kemur hærra, er útsýnið breytt. Gárukaflar eru komnir á fjörðinn og ókyrrð erað myndast á sjónum fyrir utan Hólmanesið. Bærinn fyrir neðan er að hverfa í rökkrið. Skýjaþykkni hefur dregið fyrir himininn og snjókorn svífa úr loftinu. Halla horfir upp eftir og reynir að leggja gönguleiðina á minnið því brátt verður almyrkvað. Hún veit að hún verður ekki komin yfir fyrr en einhvern tíma um nóttina. En hún stappar í sig stálinu.
-Ég get þetta,- hugsar hún.
Þegar hún kemur hærra verður hún móð. Þá tekur hún á það ráð að taka tólf skref í einu, síðan hvílir hún sig og dregur andann tólf sinnum. Þetta hafði hún einu sinni lært af Járngerði, þegar þær voru í göngum að smala fé. Þannig mjakast hún upp. Hún hallar vel fram á móti brekkunni og hana svíður í bakið.
Hún kemur að þeim stað þar sem brekkan er mjög grýtt og ójöfn. Urð og grjót hafa skriðið fram og kraftarnir hafa ýtt upp grjóthnullungum og á einum stað haug af grænum leir. Jörðin er klofin og sundurskorin og snjór í skorum og lægðum. Hún er komin upp í Urðarbotna.
Hún hefur um margt að hugsa, en sérstaklega hugsar hún um bréfið frá Þorsteini. Það stóð ekkert hvenær það var skrifað. En nú er hann kominn heim til Íslands. Hún þurfti ró og næði til að segja honum frá barninu

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€2,867

raised of €2,800 goal

0

days to go

68

Backers

102% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland