Ásgeir Hvítaskáld

Rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri.

Ásgeir Hvítaskáld er þekktur fyrir að skrifa hádramatískar sögur og mjög myndrænar lýsingar. Hann hefur getið sér orð fyrir snjallar blaðagreinar og sterkar smásögur, sumar hafa verið kvikmyndaðar í Danmörku. Margir muna eftir frábærum greinum um bjórinn á sínum tíma, sem breytti almenningsáliti Íslendinga. Hann skrifaði „Hinn mannlega þátt“ í morgunblaðið í mörg ár. Ásgeir hefur búið í Noregi, Gautaborg og Kaupmannahöfn og upplifað ólíklegustu hluti, leikið í kvikmyndum og hitt frægt fólk.

Ásgeir hefur gefið út þrjár skáldsögur og er þetta sú fjórða. Einnig hafa komið út eftir hann ljóðabækur, smásögusöfn, barnabækur og hljóðleikrit. Hann hefur skrifað og leikstýrt stuttum leiknum kvikmyndum og einni í fullri lengd og önnur er á leiðinni. Frá honum hafa komið átta heimildarmyndir sem hafa fengið ýmis verðlaun. Leikritið „Gull í tönn“ var sett á svið á stóra sviðinu í Valaskjálf á Egilsstöðum 2014, og sýnt fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld.

Hann er í félagi íslenskra kvikmyndagerðarmanna og Leikskáldafélagi Íslands.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina