Borgarstjórn hefur her lögfr. á launum hjá borgarbúum við að gæta hagsmuna sinna. Borgarb. sem vilja sækja rétt sinn gagnvart borgarstj. þurfa að greiða lögfræðik. úr eigin vasa. Þessi söfnun miðar að því að safna fyrir kostnaði við að láta reyna á réttmæti aðgerða borgarstj. varðandi bílastæðamál.
... read more

Seeking funding

Fund this project

This project will only be funded if €4000 or more is pledged before 2024-06-10 00:00.

€1,574

raised of €4,000 goal

36

days to go

15

Backers

39% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Lögmæti nýrra reglna um bílastæði

0%
  • Safna fjármagni
  • Semja við lögfræðing um að skrifa greinargerð
  • Afhenda Umboðsmanni Alþingis greinargerðina.

Further Information

Hver einasta gangstéttarhella, malbikslögn, gangstéttarkantur, lagnir og undirlag gatna í borginni er kostað af útsvari, lóðagjöldum, gatnagerðargjöldum og öðrum sköttum borgarbúa. Eigendur fasteigna við götur borgarinnar standa straum af gatnagerð og viðhaldið á þeim í framhaldinu með útsvari, fasteignagjöldum og öðrum sköttum. Eigendur fasteigna við götur borgarinnar eiga siðferðislegan rétt á að leggja bifreiðum sínum óáreittir við eða nærri fasteignum sínum. Siðferðislegan rétt vegna þess að þeir eru búnir að greiða fyrir það. Borgarstjórn hefur engan siðferðislegan rétt til þess að hirða þessar sameiginlegu eigur borgarbúa af þeim, takmarka afnotarétt eða krefjast himinhárra gjalda fyrir notkun þeirra.

Það þarf að fá úr því skorið hvort gjaldtaka borgarstjórnar fyrir þjónustuna við bílastæðin sé lögleg. Það þarf að skera úr um það hvort gjaldtakan er skattur eða þjónustugjöld. Þjónustugjöld mega ekki vera hærri en kostnaðurinn við þjónustuna sem veitt er. Allt umfram það er skattheimta. Skattlagningarvaldið er hjá Alþingi, ekki borgarstjórn.

Stjórnarskrá lýðveldisins bannar mismunun þegna þess. Það þarf að fá úr því skorið hvort þessar reglur brjóti gegn þessari grundvallarreglu stjórnarskrárinnar. Krefjast þarf rökstuðnings fyrir því hvers vegna stæði eru leigð út með takmörkunum í ákveðnum hverfum en ekki í öðrum. Enginn munur er á bílastæðum eða götum borgarinnar með tilliti til þess hver stóð straum að lagningu þeirra. Það gerðu íbúar borgarinnar óháð hverfum.

Skera þarf úr um hvort bílastæðareglur borgarstjórnar stangist á við atvinnuréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Eins og reglurnar eru núna geta hjón einungis fengið eitt bílastæðakort á íbúð. Ef báðir aðilar nota bíl við vinnu sína (td. smiður með vinnubifreið og leigubílstjóri) er þeim gert ókleift að búa í hverfi sem takmarkar rétt til að leggja fyrir utan heimili þeirra.

Það er ekkert til sem heitir bíllaus lífsstíll. Hver einasti borgarbúi treystir á bíl á einn eða annan hátt í daglegu lífi. Öll vara sem seld er í kjörbúðum borgarinnar er ekið þangað á bílum. Borgarbúar notast við sendibíla til að flytja búferlum, sjúkrabíla ef þeir veikjast, strætisvagna til að komast leiðar sinnar og njóta þjónustu slökkviliðs á bílaflota skyldi kvikna í heima hjá þeim. Það er rangt sem haldið er fram að aðrir en fólksbílaeigendur greiði fyrir götur og önnur mannvirki sem þeir nota. Borgarstjórn mismunar eigendum fólksbíla í miðborginni og vesturbæ takmörkunum þeim sem hún hefur staðið fyrir undanfarið. Hvers konar mismunun, hvort sem það er eftir litarhætti, kynhneigð eða búsetu er bönnuð samkvæmt stjórnarskránni. Mismunun gagnvart fólksbílaeigendum ákveðinna hverfa er siðlaus, ólögleg og andlýðræðisleg fyrir utan að vera stjórnarskrárbrot.

Með því að taka frá ekki færri en fimm stæði fyrir utan Rússneska sendiráðið er borgin ekki bara að mismuna íbúum hverfisins, heldur líka að viðurkenna yfirráðarétt eiganda fasteignarinnar næst stæðunum að hann hafi óskoraðan rétt til að leggja þar. Að meina eigendum annarra fasteigna við götuna að leggja fyrir utan eignir sínar er skýr og augljós mismunun sem þarf að fá úr skorið fyrir þar til bæru dómsvaldi.

Borgarstjórn hefur undanfarin ár verið á móti fólksbílum (öðrum en sínum eigin). Hugmyndafræði býr að baki. Hugmyndafræði sem útskýra má svona: FÓLKSBÍLL = VONDUR. Borgarstjórn gerir sér ekki grein fyrir að fólksbílar og greið umferð þeirra er hryggjarstykkið í verðmætasköpun samfélagsins. Hjól efnahagslífsins myndu stöðvast ef umferð fólksbíla myndi stöðvast. Allar hindranir sem lagðar eru í götu fólksbílsins skemmdarverk á þessum lífsnauðsynlegu hjólum.

Það er einlæg ósk okkar sem að þessu stöndum að þú lesandi góður sjáir þér fært um að ljá þessu máli lið. Rétta leiðin til að leysa þessi mál með góðu er að láta reyna á gjörðir borgarstjórnar fyrir dómsvaldi landsins.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Seeking funding

Fund this project

This project will only be funded if €4000 or more is pledged before 2024-06-10 00:00.

€1,574

raised of €4,000 goal

36

days to go

15

Backers

39% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464