Allir fimm strengjakvartettar Atla Heimis Sveinssonar, eins af frumkvöðlum samtímatónlistar á Íslandi á tvöfaldri vinylplötu. Platan hefur söfnunargildi og verða aðeins 150 númeruð eintök framleidd.
... read more

Seeking funding

Fund this project

This project will only be funded if €4000 or more is pledged before 2024-05-06 00:00.

€4,005

raised of €4,000 goal

27

hours to go

23

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Strokkvartettinn Siggi

Creator
Við erum Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikarar Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari
  • strengjakvartett

Further Information

Strokkvartettinn Siggi hefur síðustu misseri hljóðritað og unnið að fyrstu heildarútgáfu á strengjakvartettum Atla Heimis Sveinssonar, eins af frumkvöðlum samtímatónlistar á Íslandi. Kvartettinn átti í nánu samstarfi við Atla Heimi en hann lést árið 2019. Strengjakvartettar hans hafa aldrei áður verið gefnir út heildstætt og eru þetta sannarlega tímamót sem vert er að fagna. Platan verður gefin út á streymisveitum í desember 2023 en árið 2024 hyggst kvartettinn gefa út vínylplötu í 200 númeruðum eintökum og halda sérstaka útgáfutónleika af því tilefni. Við leitum eftir stuðningi þínum til að svo megi verða.

Strokkvartettinn Siggi hlaut Íslensku tónlistar­verð­launin sem flytjandi ársins árið 2018.Strokkvartettinn Siggi var stofnaður árið 2012 í tengslum við UNM hátíðina, Ung Nordisk Musik. Meðlimir hans eru fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, víóluleikarinn Þórunn Ósk Marinósdóttir og sellóleikarinn Sigurður Bjarki Gunnarsson.
Kvartettinn hefur einbeitt sér að flutningi á nýrri tónlist auk hefðbundinna efnisskráa og unnið að nýsköpun tónlistar í nánu samstarfi við sam­tíma­tónskáld og listamenn. Verkefni Strok­kvartettsins Sigga hafa meðal annars verið fimm klukkustunda langur kvartett Morton Feldman, kvartettar Jóns Leifs, verk Atla Heimis Sveinssonar auk fjölmargra kvartetta Beethovens.

Tónskáld sem kvartettinn hefur frumflutt eða Íslandsfrumflutt verk eftir eru meðal annarra: Atli Heimir Sveinsson, Veronique Vaka, Daníel Bjarnason, María Huld Markan, Haukur Tómasson, Una Sveinbjarnardóttir, Halldór Smárason, Gunnar Andreas Kristinsson, Ásbjörg Jónsdóttir, Gunnar Karel Másson, Arngerður María Árnadóttir, Finnur Karlsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Haukur Þór Harðarsson, Mamíkó Dís Ragnarsdóttir, Páll Ragnar Pálsson, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Kjartan Hólm, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Pétur Jónasson, Hilmar Örn Hilmarsson, Tinna Þorsteinsdóttir, Oliver Kentish, Hugi Guðmundsson, Bára Gísladóttir og Viktor Orri Árnason.

Fyrsta plata Strokkvartettsins Sigga South of the Circle kom út hjá Sono Luminus útgáfunni 2019 og hlaut lofsamlega dóma. Platan inniheldur kvartetta eftir Daníel Bjarnason, Mamiko Dís Ragnarsdóttur, Valgeir Sigurðsson, Unu Sveinbjarnardóttur og Hauk Tómasson. Fleiri upptökur sem má nefna eru plötur tónskáldanna Halldórs Smárasonar og Gunnars Andreasar Kristinssonar fyrir Sono Luminus og upptökur fyrir Deutsche Grammophon á verkum Philip Glass með Víkingi Ólafssyni auk verka Dustin O' Halloran fyrir sama útgáfufyrirtæki. Strokkvartettinn lék einnig stórt hlutverk á nýlegri plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Fossora.
Kvartettinn hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins árið 2018.




Atli Heimir Sveinsson (1938–2019) fæddist og ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla tíð eftir að námsárunum lauk. Á æskuheimili hans var tónlist í hávegum höfð. Níu ára gamall hóf hann tónlistarnám í Barnamúsíkskóla Dr. Heinz Edelsteins og ári seinna í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Aðalkennari hans í píanóleik þar var Rögnvaldur Sigurjónsson. Námið stundaði hann samhliða námi við Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hann lauk stúdentsprófi árið 1958. Þá hélt Atli til Þýskalands og stundaði nám í tónsmíðum, píanóleik og hljómsveitarstjórn við Staatliche Hochschule für Musik í Köln. Meðal kennara hans má nefna Günter Raphael, Rudolf Petzold, Bernd Alois Zimmermann og Gottfried Michael König. Atli tók lokapróf (Künstlerische Reifeprüfung) í tónsmíðum og tónfræði árið 1963. Atli sótti sumarnámskeiðin í Darmstadt á þessum árum og árið 1963 tók hann þátt í Kölner Kurse für Neue Musik hjá Karlheinz Stockhausen. Atli dvaldi síðan í eitt ár í Hollandi og nam raftónlist hjá Gottfried Michael König.

Atli samdi tíu einleikskonserta og fjölda sinfónískra verka. Þar má nefna hljómsveitarverkin Tengsl, Flower Shower og Hreinn/Súm, Nóttin á herðum okkar við ljóð eftir Jón Óskar og Icerapp 2000 sem samið var fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutt fimmtán sinnum á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum árið 2000. Þá samdi Atli margvísleg einleiks- og kammerverk, sönglög og ýmsa tækifæristónlist. Hann samdi fimm óperur; Silkitrommuna sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu árið 1980 og síðar á leiklistarhátíð í Venezuela; sjónvarpsóperuna Vikivaka sem var sýnd samtímis um öll Norðurlönd árið 1982;Tunglskinseyjuna sem frumsýnd var í Bejing árið 1996 og var síðar sett upp í Þjóðleikhúsinu. Kristnitakan, sem pöntuð var af Íslensku óperunni og kammeróperan Hertervig eru enn ósýndar. Þá ber að nefna ballettóratóríuna Tímann og vatnið við ljóðabálk Steins Steinars sem frumflutt var á Listahátíð 1997.

Atli samdi margvíslega leikhústónlist. Má þar nefna tónlist fyrir Dimmalimm, Dansleik, Ofvitann, Ég er gull og gersemi, Sjálfstætt fólk, Mýrarljós og söngleikinn Land míns föður, sem sýndur var 218 sinnum hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó.

Atli kenndi tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og var gestaprófessor við Brown University skólaárið 2002-2003. Hann var gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brownháskólann í Providence, Rohde Island og hélt fyrirlestra við ýmsa háskóla víða um heim.

Atli var staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2004-2007.

Atli var formaður Tónskáldafélags Íslands frá 1972-1983 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistarhátíð og aðalfund ISCM (International Society of Contemporary Music) árið 1973 og Norræna músikdaga árið 1976. Þá stofnaði hann Myrka músíkdaga árið 1980 ásamt fleiri tónskáldum. Þessar hátíðir mörkuðu tímamót í íslensku tónlistarlífi og mynduðu ný tengsl milli Íslands og umheimsins. Þá flutti hann mjög vinsæla tónlistarsöguþætti í RÚV um árabil.

Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’Ordre du Merite Culturel frá Póllandi. Hann var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993 og fékk heiðurslaun frá Alþingi frá árinu 1991 til æviloka. Atli Heimir lést hinn 20. apríl 2019.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Seeking funding

Fund this project

This project will only be funded if €4000 or more is pledged before 2024-05-06 00:00.

€4,005

raised of €4,000 goal

27

hours to go

23

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464