Með þinni hjálp aðstoðar þú frumkvöðla við að opna nýtt fyrirtæki. Það er kostnaðarsamt að stofna fyrirtæki og því leita ég eftir stuðningsaðilum sem vilja leggja lóð á vogarskálarnar og hjálpa mér að opna Berglind Heilsumiðstöð.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€2,771

raised of €2,500 goal

0

days to go

31

Backers

111% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Further Information

Þitt framlag skiptir máli

Með þinni hjálp aðstoðar þú frumkvöðla við að opna nýtt fyrirtæki. Berglind Heilsumiðstöð býður upp á heilbrigðisráðgjöf sem felur í sér forvarnir, ráðgjöf og fræðslu um þjónustu og annað sem gæti hjálpað stórum hluta fólks. Ráðgöfin væri viðbót við aðra þjónustu sem er í boði, gæti minnkað þörf fólks fyrir almenna heilbrigðisþjónustu, sé vel á málum haldið.

Samsetning þjóðar

Aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast, fæðingartíðni hefur lækkað og lífaldur er að lengjast sem gerir það að verkum að fleira fólk er í elstu aldurshópum þjóðfélagsins. Þessar breytingar hafa nýjar áskoranir í för með sér því ljóst er að færra ungt fólk verður til þess að standa undir þjónustu við þennan sístækkandi hóp. Því er gríðarlega mikilvægt að byrja strax að huga að nýjum leiðum til þess að vinna að fyrirbyggjandi heilsugæslu og efla þegna þjóðfélagsins enn frekar til þess að halda færni sinni við á þann hátt að þeir geti séð lengur um sig sjálfir á eigin heimili og jafnvel valið að vera virkir á atvinnumarkaði lengur en verið hefur. Þetta er samfélagslegt mál sem þarf að gefa meiri gaum.

Þörf fyrir þjónustu sem þessa

Stóraukin tíðni lífsstílssjúkdóma gerir það að verkum að sífellt fleiri ná ekki að njóta lífsins til fulls. Við þessu þarf að bregðast og vinna betur í rót vandans. Mikilvægt er að þróa úrræði sem geta spornað við þeirri heilsufarslegu þróun sem breyttur lífsstíll undanfarinna ára og áratuga hefur haft í för með sér. Ljóst má vera að þörf er á annarri nálgun í heilbrigðiskerfinu, meðfram þeim úrræðum sem til staðar eru. Heilbrigðisráðgjöf sem býður upp á forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir heilsubresti er þjónusta sem gæti dregið úr þessum vanda.

Markaðsrannsókn

Könnun sem gerð var meðal tæplega 300 einstaklinga á aldrinum 40-65 ára leiddi í ljós að um 56% svarenda vissi ekki, eða var ekki viss um, hvaða úrræði eru í boði til að koma í veg fyrir heilsubresti. Spurt var: Myndir þú nýta þér heilbrigðisráðgjöf frá viðurkenndum aðila með eftirfylgni 1-2x á ári ef það myndi auka lífsgæði þín til lengri tíma? 94% þáttakenda sögðu já, líklega eða já, pottþétt. Einnig var greiðsluvilji kannaður og byggja tölur í rekstraráætlun á þeim niðurstöðum. Markhópur Berglindar Heilsumiðstöðvar er fólk sem er komið yfir miðjan aldur, er umhugað um heilsu sína og vill bæta lífsgæði til lengri tíma. Fólk sem er í blóma lífsins, hefur nóg fyrir stafni og vill spara tíma.

Fyrirtækið

Markmið fyrirtækisins er að veita fjarheilbrigðisráðgjöf í hæsta gæðaflokki fyrir þá sem vilja minnka hættuna á heilsubresti, lengja líftímann og ekki síst fjölga heilbrigðari og innihaldsríkari æviárum. Einkunnarorð fyrirtækisins, sem endurspegla gildi þess eru: Fagmennska – Gæði – Vellíðan - Traust. Fordæmi fyrir fjarráðgjöf á borð við þá sem fyrirtækið hyggst veita eru til staðar erlendis og ör tækniþróun rennir stoðum undir raunhæfi slíkrar lausnar. Berglind Heilsumiðstöð mun leitast við að bjoóða upp á heildræna þjónustu fyrir þá sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og ná sem bestum lífsgæðum út lífið. Leitast verður við að veita viðskiptavinum persónulega og faglega þjónustu. Í því felst að skima fyrir áhættuþáttum, veita ráðgjöf og aðhald og ef þurfa þykir vísa þjónustuþegum á sérfræðinga nærri sinni heimabyggð.

Útskrift úr viðskiptahraðli 12. mars 2021

Háskóli Íslands stóð fyrir nýsköpunarhraðli fyrir konur undir merkjum AWE eða Academy for Woman Entrepreneurs í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Verkefnið Berglind Heilsumiðstöð var eitt af verkefnunum sem fékk sæti í hraðlinum í janúar 2021.
Verkefnið er á vegum bandarískra stjórnvalda og er í boði víða um heim. Það samanstendur af netnámskeiðinu Dreambuilder á vegum Thunderbird School of Managament við Ríkisháskólann í Arizona og vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um.
En þessi mynd var tekin við útskrift úr hraðlinum þann 12. mars 2021.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€2,771

raised of €2,500 goal

0

days to go

31

Backers

111% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464