Sandra Sigurðardóttir

Sandra Sigurðardóttir heiti ég og er íþrótta og heilsufræðingur að mennt. Ég hef brennandi áhuga á heilsu og hreyfingu og lýðheilsu almennt. Eftir að hafa starfað meðal annars við þjálfun, kennslu og endurhæfingu ákvað ég að setjast á skólabekk aftur haustið 2019. Ég útskrifaðist svo með MBA gráðu í júní 2021.


Hugmyndin af Berglind Heilsumiðstöð kviknaði á fyrstu önninni minni í MBA náminu. Ég hafði unnið við endurhæfingu um nokkurt skeið og fann að þörf er fyrir þjónustu sem þessa. Ég skráði mig í nýsköpunarhraðal AWE eða Academy for Woman Entrepreneurs sem Háskóli Íslands stendur fyrir í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi. 25 konur komust áfram með sína hugmynd og var ég ein meðal þeirra. Þar náði ég að þróa hugmyndina enn frekar og móta hana betur og varð hún mun betri fyrir vikið.


Að lokum skrifað ég svo lokaverkefni til MBA prófs um þetta sama verkefni og náði ég að nálgast það frá öðru sjónarhorni og dýpka þekkingu mína enn frekar. Hugmyndin hefur svo sannarlega breytst mjög mikið á þessari vegferð og er ég afar stolt af þessu verkefni.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina