Stjórn Kaldársels safnar fyrir nauðsynlegum endurbótum í Kaldárseli. Í austur hluta skálans voru komnar fram alvarlegar rakaskemmdir og mikill kuldi í húsinu. Framkvæmdin felst í því að bæta einangrun og hitakerfi, endurnýja glugga og hurðir, auka nýtingu húsins og öryggi þátttakenda.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€7,325

raised of €6,500 goal

0

days to go

94

Backers

113% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Björgum Kaldárseli!

87%
  • Samþykki fyrir framkvæmdinni
  • Niðurrif
  • Gólfhiti lagður
  • Endurnýja glugga, hurðir og einangrun
  • Leggja gólfefni
  • Smíða ný herbergi
  • Smíða nýjar svalir
  • Boð á vorhátíð 2022

Further Information

Nauðsynlegar endurbætur í Kaldárseli

Í 95 ár hafa börn komið í sumarbúðir í Kaldárseli. Þar hafa þau fengið dýrmæt tækifæri til að rækta líkama, sál og anda.
Nú er brýn þörf á endurbótum á skálanum okkar. Í austurhluta hans voru komnar alvarlegar rakaskemmdir og mikill kuldi í húsinu.
Framkvæmdin felst í að endurnýja glugga og hurðir, bæta einangrun, og hitakerfi. Samhliða eru útbúin fjögur ný sex til sjö manna herbergi fyrir dvalargesti og eitt starfsmannaherbergi í rými sem áður var fatahengi, 20 manna svefnsalur og geymsla. Mikilvægar endurbætur á brunavörnum verða gerðar og aðgengi fyrir hreyfihamlaða bætt til muna.

Brunasvalir

Verkið er umfangsmeira en gert var ráð fyrir upphaflega. Þar má helst nefna að rífa þurfti gömlu svalirnar til að byggja nýjar lengri svalir sem nýtast sem örugg flóttaleið fyrir öll rými á efrihæðinni.

Þörfin leynir sér ekki

Skálinn í Kaldárseli uppfyllir ekki nýjustu kröfur um öryggi í brunavörnum. Því hefur verið gerð áætlun í samstarfi við brunahönnuð og slökkviliðið um umbætur á skálanum þannig að hægt sé að tryggja öryggi þeirra sem dvelja á staðnum og um leið bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða til muna. Þessar endurbætur á nýja skálanum eru fyrsta skrefið í þeirri vinnu. Auk þess mun bætt einangrun og gólfhitun í stað rafmagnsofna og blásara halda jafnari hita og verður meira jafnvægi í orkunotkun og þar með lækkar kostnaður við kyndingu á skálanum.

Mikið unnið í sjálfboðavinnu

Til þess að sumabúðastarfið geti farið fram á sér stað mikil sjálfboðavinna. Stjórn Kaldársels vinnur allt sitt starf í sjálfboðavinnu og þess fyrir utan er góður hópur fólks sem hleypur til og aðstoðar þegar kallið kemur. Mikið af vinnu framkvæmdarinnar hefur verið unnin í sjálfboðavinnu. Til að mynda unnu meðlimir úr stjórn Kaldársels ásamt fleirum hörðum höndum að því að hreinsa út úr geymslunni og rífa niður kojur. Þá hefur stjórnin farið vikulega upp eftir til að þrífa staðinn.
Meðal annarra þátta sem sinnt er í sjálfboðavinnu er skipulagning sumarstarfs, ráðning starfsfólks, eftirfylgni á námskeiðum, auglýsinga og styrkjasöfnun, fjáröflun, útvega leyfi, setja saman matseðla, fylgja eftir umhverfisáætlun, sitja samráðsfundi og svo mætti lengi telja.
Árið 2016 kom saman stór hópur sjálfboðaliða og skipti um þak á vesturskálanum. Öll þessi vinna er ómetanleg fyrir vaxandi starf í Kaldárseli.

Framkvæmdina er ekki hægt að fjármagna með þátttökugjöldum sumarbúðabarna

KFUM og KFUK leggur mikla áherslu á að bjóða upp á sumardvöl á hagstæðu verði þannig að líklegra er að sumarbúðirnar séu vettvangur fyrir öll börn, óháð efnahag. Framkvæmdir, eins og þessar, þurfa að fjármagnast með utanaðkomandi tekjum. Við leitum því til velunnara Kaldársels til að leggja starfinu lið með fjármagni. Með þínu framlagi í verkefnið tryggir þú öryggi dvalargesta í Kaldárseli, styður gott félag við að miðla áfram trú, von og kærleika til þúsunda barna um ókomin ár og gefur fleiri börnum tækifæri á að upplifa ævintýraveröld sumarbúðanna með því að halda dvalargjöldum í lágmarki!

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€7,325

raised of €6,500 goal

0

days to go

94

Backers

113% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464