Bókin er lífssaga Sigríðar Hafstað sem fæddist í Vík í Skagafirði árið 1927 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Starfsævinni varði hún hins vegar nær eingöngu á Tjörn í Svarfaðardal þar sem hún býr enn. Verkið byggir að langmestu leyti á texta Sigríðar sjálfrar. Þar ber hæst sendibréf frá henni
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€4,991

raised of €4,000 goal.

0

days to go.

125% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 160 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Sigríður á Tjörn

50%
  • Söfnun á sendibréfum
  • Viðtöl og textar
  • Söfnun á ljósmyndum
  • Unnið úr textum og ljósmyndum
  • Umbrot og endanleg úrvinnsla mynda
  • Prófarkalestur
  • Prentun
  • Útgáfa!

Further Information

Bókin er lífssaga Sigríðar Hafstað sem fæddist í Vík í Skagafirði árið 1927 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Starfsævinni varði hún hins vegar nær eingöngu á Tjörn í Svarfaðardal þar sem hún býr enn. Verkið byggir að langmestu leyti á texta Sigríðar sjálfrar. Þar ber hæst sendibréf frá henni en hún stóð lengi í talsverðum bréfaskiptum við sitt fólk, systkini og börn. Í bókinni eru einnig viðtöl við hana, birt og óbirt , frásagnir úr sveitalífinu, minningabrot og fleira. Þetta megin efni ritsins er tengt saman með stuttum innskotsgreinum. Bókina prýða margar ljósmyndir sem eru flestar úr eigu Sigríðar og fjölskyldu hennar.

Verkið varpar ljósi á líf og aðstæður kvenna í sveit á gríðarlegu breytingaskeiði á 20. öldunni. Þetta er saga af lífi á fjölmennu sveitaheimili, tengslum við ættingja, uppeldi barna, sveitastörfum, félagsstörfum og hinu ódauðlega umræðuefni veðrinu.

Börn Sigríðar á Tjörn hafa dregið saman efnið og standa að útgáfunni.

„Þegar ég fæddist var systir mín, Margrét Sigríður, nýlega dáin, trúlega úr lömunarveikinni. Hún var næst á undan mér í röðinni og dó tveggja ára haustið áður en ég fæddist. Ég var skírð eftir henni en nöfnunum snúið við og ég skírð Sigríður Margrét. Þetta eru nöfn föður- og móðursystra minna. Þessi stúlka var eina barnið sem foreldrar mínir misstu. Öll hin tíu systkinin komust upp og náðu fullorðinsaldri. Horfurnar á að koma börnunum upp voru þó ekki góðar þegar ég fæddist. Elsta systir mín, Steinunn, var álitin liggja fyrir dauðanum í lömunarveiki. Ég fæddist á afmælisdaginn hennar, þegar hún varð átta ára og fólk sagði að þarna væri ég að koma í staðinn fyrir hana. Það brá hins vegar svo við að strax uppúr því að ég fæddist fór hún að hjarna við. Hún fékk meira að segja máttinn aftur. Það var talið að hún myndi verða vesalingur, þótt hún lifði, því hún hafði lamast það mikið. En mátturinn kom smám saman og Steinunn átti eftir að hafa heilmikið að segja í mínu lífi.“

„Í gær þegar ég var að búa til síðustu rúllupylsurnar og var farin að sjá fyrir endann á þessu öllu, kom nágranni minn Halldór á Jarðbrú og slengdi 23 dauðum hænum í kippu hér fyrir framan eldhúsgluggan og sagði að Hjörtur hefði verið að hneykslast á því að hann (Halldór) skyldi fleygja öllum hænsnum sem hann dræpi í staðinn fyrir að plokka þau og éta. Nú mætti Hjörtur svo sannarlega hirða þessar hænur ef hann hefði lyst á, en sjálfur skyldi hann aldrei leggja þær sér til munns eða nokkur á sínu heimili. Þarna sat ég uppi með 23 dauðar, óplokkaðar hænur ofan á allt saman. Ég var satt að segja búin að fá ógeð á öllum mat áður en Halldór kom með hænurnar, hvað þá eftir. Síðan hef ég staðið við að hamfletta hænur og pakka þeim inn og niður í frystinn. Einhvern tíma ætla ég svo að bjóða þeim Jarðbrúarhjónum í matarveislu, bjóða þeim upp á hænsnasteik.“

Fyrirhugað er að bókin komi út 24. febrúar 2020 en þá hefði Hjörtur E. Þórarinsson, eiginmaður Sigríðar, orðið hundrað ára.
Bókin er um 200 bls. að lengd.
Áætlað upplag er 500 stk.
Bókaútgáfan Sæmundur gefur verkið út.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€4,991

raised of €4,000 goal.

0

days to go.

125% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 160 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2021 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464