Þetta er okkar fjórða plata sem samanstendur af 11 frumsömdum lögum með frumsömdum íslenskum textum. Þetta er gleðileg músík, svona hálfgert bítlarokk, með jákvæðum og uppbyggilegum boðskap.
... read more

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€662

raised of €5,000 goal.

0

days to go.

13% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Further Information

Eiki Einars og Byltingarboltarnir eru að fara að gefa út sína fjórðu plötu, sem mun bera heitið; Stefnumót við lífið (Að lifa lífinu lifandi). Þetta er eins og nafnið gefur til kynna, mjög hress og lifandi plata, full af lífi með gleðilegum boðskap. Þarna verða 11 frumsamin lög og öll með frumsömdum íslenskum textum. En við leggjum mikið upp úr textunum og að samspil laga og texta nái sem best fram að ganga. Þannig að þetta er ekki bara lagaplata, heldur bæði og laga og textaplata.

Sá sem sér um laga og textasmíðar er Eiríkur Einarsson, eða Eiki Einars eins og hann er kallaður, en hann byrjaði mjög ungur að fara að semja lög og samdi hann m.a. sitt fyrsta lag úr fyrstu þremur gítargripunum sem hann lærði. Hann hafði hrifist mjög svo mikið af Bítlunum strax á unga aldri, þegar hann var 4 ára gamall, og ólst upp við að hlusta á þá daginn út og inn. Má segja að hann hafi gengið í gegnum góðan skóla þar hvað lagasmíðar varðar. Hann smitaðist svo af pönkinu og nýbylgjurokkinu þegar hann var 15 ára gamall þegar það kom til sögunnar og má segja að þessi tónlist sé ágætis blanda af bítlarokki og nýbylgju.

Eiki hefur alla tíð verið mjög þenkjandi og kemur það glögglega fram í textunum, hvort sem er um lífið og tilveruna, tilgang lífsins, andleg málefni, gildi, viðhorf, meiningar eða markmið. Eins og má heyra á þessari plötu sem og þeim fyrri, en á þessari plötu er hugðarefnið og þemað „þegar ég fann lífið, eða réttara sagt, þegar lífið fann mig, og ég fór að lifa lífinu lifandi!“ En öll lagarheitin bera orðið „lífið“ í sér. Eins og við höfum verið að grínast með að ef við yrðum spurðir um hvað þessi nýja plata fjallaði, að þá væri svarið okkar; Já, þessi nýja plata okkar, já hún fjallar um, skal ég segja þér, lífið!

Hér má heyra eitt lag af plötunni sem heitir einmitt; Að lifa lífinu lifandi.

Sagan
Eiki Einars og Byltingarboltarnir hafa samanstaðið að föstum kjarna sem unnið hafa saman fyrstu þrjár plöturnar. Það eru þeir Halldór Á. Björnsson eða Dóri í Stúdíó Neptúnus, pródúsent og píanóleikari, Steini Enok, söngvari og tónlistarmaður og svo Eiríkur Einarsson, gítarleikari, söngvari, laga- og textasmiður. Svo hafa bæst í Byltingarboltana hinir ýmsu hljóðfæraleikarar og söngvarar sem hafa tekið þátt í hverju verkefni fyrir sig. Fyrsta platan kom út árið 2009 og heitir hún; Ég er með hugmynd! Platan númer tvö; Góðar fréttir, kom svo út í desember 2012. Þriðja platan kom svo út fyrir liðlega fjórum árum síðan og heitir hún; Maður lifandi!

Það var því kominn tími á að gera nýja plötu, enda vantaði ekki efnið til að gera það að veruleika. Sú breyting varð á að Eiki var farinn að gera út frá Spáni og Steini Enok var fluttur til Svíþjóðar. En við létum það ekki stoppa okkur, heldur kom Dóri til Spánar þar sem var stillt upp stúdíói í húsnæði sem við leigðum og var hafist handa við að gera alla grunnana af upptökum af þessari nýju plötu okkar. Fleiri bættust í hópinn og ber þar hæst að telja Emil Hreiðar Björnsson, gítarleikara, sem lagði til mjög ferskan svip á plötuna. En Emil ásamt Eika sjá um gítarleikinn. Dóri sér um allt slagverkið, upptökur, hljóðsetningar og á stóran þátt í öllum útsetningum. Náðum við að gera góða grunna á Spáni sem við fórum síðan með heim, þar sem við tókum upp það sem eftir var. Um bassaleikinn sér Hálfdán Árnasona, Gísli Helgason spilar á blokkflautu, Stefán Ómar Jakobsson spilar á básúnu. Svo sjá þau Rafn Hlíðkvist Björgvinsson, Rúnar Ólafsson og Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir um bakraddir.

Lögin á plötunni heita:
Stefnumót við lífið
Að lifa lífinu lifandi
Lagið um lífið
Kærleikur lífsins
Lás og hlekkir, lyklar til lífs
Konungur lífsins
Sá sem lífið hefur
Ljós lífsins
Í leit að lífsfyllingu
Lífið er fullkomnað
Gleði lífsins

Fyrri plötur

Ég er með hugmynd!

Fyrsta platan, Ég er með hugmynd! kom út sumarið 2009. Þannig var að Eiki og Steini kynntust seinni hluta maímánaðar, þegar faðir Steina, Einar Þorsteinsson sem Eiki þekkti mætavel, leiddi þá saman. Steini sem að þekkti Halldór eða Dóra í Stúdíó Neptúnus og hafði starfað með honum um árabil, fór með Eika til Dóra. Myndaðist hjá þessu þríeyki þvílík stemning að það var ekki eftir neinu að bíða, heldur var bara talið í og hafist handa við að gera plötu. Eiki átti svo mikið af lögum og textum sem voru klárir til upptöku, að ekki vantaði efnið. Það var mikið fjör og gríðarlega mikil stemning í stúdíóinu og var unnið látlaust í júní og júlí að gerð plötunnar sem kom síðan út í ágúst. Að mestu unnu þeir Dóri, Eiki og Steini að afurðinni, þó mikill straumur af fólki, vinum og vandamönnum, hafi komið við í stúdíóinu og tekið óbeint þátt í allri stemningunni. Þetta er plata sem fékk mjög góðar viðtökur og fékk hún m.a. heilar 4 stjörnur af 5 mögulegum hjá honum Arnari Eggert Thoroddsen,tónlistargagnrýnanda hjá Morgunblaðinu.

Hér má heyra titillag plötunnar og búta úr nokkrum vel völdum lögum hér fyrir ofan.

Góðar fréttir
Platan Góðar fréttir, kom út í desember 2012. Var þar saman komið sama liðið í hörkustuði, Byltingarboltarnir Eiki, Dóri og Steini, ásamt sem þeir bættu við sig trommuleikaranum úr Fjallabræðrum, Eysteini Eysteinssyni. Einnig koma við sögu bassaleikarinn Andri Ólafsson og spilar í tveimur lögum og gítarleikarinn Magnús Axel Hansen, sem fer með gítarsóló í þremur lögum. Finnur Guðmundarsson Olguson sér um trompetleik. Svo eru tveir gestasöngvarar á plötunni, annarsvegar Ásgeir Páll Ágústsson sem syngur eitt lag og svo Arnar Ingi Ólafsson sem varð að syngja lokalag plötunnar því það var svo mikið í stíl viðJohnny Cash og hann nær honum svo vel að það er vart greinarmunur. Einnig komu Hulda Björk Þórisdóttir og Símon Jóhannesson við sögu á plötunni í bakröddunum. Sem sagt, vel skipað lið Byltingarbolta á þessari plötu til að flytja Góðar fréttir, enda mikil þörf þar á þar sem mikið er um leiðinda fréttir að heyra allsstaðar úr heiminum úr allskonar fjölmiðlum. Það er þörf á að heyra góðar fréttir! Það gerðu Byltingarboltarnir sér grein fyrir.

Hér má heyra opnunarlag plötunnar og svo búta úr nokkrum vel völdum lögum hér fyrir ofan.

Maður lifandi!
Maður lifandi er skemmtilegt hugtak og getur í orðsins fyllstu merkingu haft tvíræðna meiningu. Tjáningarformið að vera undrandi eða yfir sig hrifinn, eða þá að vera virkilega lifandi maður. Þessi plata kom út í desember 2014 og er hún full af lífi og krafti. Enda alltaf sama stemningin þegar þríeykið Eiki, Dóri og Steini hittast í stúdíóinu og hlutirnir fara að gerast. Andri Ólafsson sá um bassaleikinn og spilar Vilhjálmur Ingi Sigurðsson á trompet. Um bakraddir sjá svo um, auk Steina og Eika, Emilía Fannbergsdóttir og í einu laginu ÁrnýJóhanns.

Sem fyrr sér Eiki Einars um lagasmíðar og textagerð. Hér má heyra búta úr nokkrum vel völdum lögum af plötunni og svo eitt lag í heild sinni.

Söfnunin
Það hefur alltaf kostað sitt að gefa út plöturnar okkar, en aldrei höfum við látið það stöðva okkur. Enda erum við í Byltingarboltunum miklir hugsjónarmenn og gefur það okkur afar mikið að fá tækifæri til að gefa frá okkar nýjar afurðir á nýjum plötum, uppfullar af nýjum frumsömdum lögum, fullar af lífi og gleði og með uppbyggjandi boðskap. Uppbyggjandi til lífs. Þetta verkefni er það dýrasta sem við höfum farið í, en við kippum okkur ekkert upp við það, enda erum við alls ekki í þessu til þess að fara að þéna einhverja peninga. Síður er svo, heldur er markmiðið aldeilis allt annað. Platan er komin langt á leið, upptökur búnar og á bara eftir að hljóðsetja, mastera og gera plötuumslag og framleiða plötuna. Yrðum við afar þakklát þó við fengum ekki nema 1/3 af öllum kostnaðinum og ættum þá jafnframt fyrir því sem eftir er að gera. Notum við m.a. tækifærið að fjármagna nýju plötuna okkar með sölu á eldri plötunum, en við höfum ekkert verið alltof duglegir við að hafa okkur í frammi við að kynna og selja þessar afurðir okkar. En þegar við kynntumst þeim hjá KarolinaFund, fannst okkur þetta alveg kjörið að nota tækifærið að kynna eldri plöturnar og þá í leiðinni hvar fólk getur nálgast þær.

Einn af pökkunum okkar í söfnuninni fyrir útgáfu plötunar er viku- eða hálfsmánaðardvöl á glæsilegum stað á Spáni, nálægt Torrevieja og Alicante. En við í Byltingarboltunum njótum þess svo sannarlega að vera á Spáni og förum þangað reglulega og er nú svo komið að einn af okkur, hann Eiki, býr meirihlutann af árinu á Spáni og er farinn að gera út þaðan. Getum við því boðið upp á svona pakka að vera á Spáni í viku eða hálfan mánuð. Við látum fylgja með smá myndband af staðnum sem um er að ræða, sem og við erum í góðum tengslum við Euromarina, sem byggir og selur þessi hús. Þetta er frábær staður til að vera á og verja sumarfríinu sínu með fjölskyldu sinni eða vinum.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€662

raised of €5,000 goal.

0

days to go.

13% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464