Hjálpaðu okkur að klára lokaskrefin til að koma nýrri vöru á markað. Blue shell of Iceland er skartgripalína unnin úr Bláskel. Fyrst á markað eru hálsmenin Ocean, Wave, Tide og Beach.
... read more

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€3,679

raised of €12,500 goal

0

days to go

26

Backers

29% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Further Information


BláRún kynnir Blue shell of Iceland

Blue shell of Iceland er skartgripalína unnin úr bláskel. Hönnuð og handunninn af hönnuðinum og listakonunni BláRún.

Fyrsti skartgripurinn á markað úr þessari línu eru hálsmen. Týpurnar eru fjórar enn sem komið er; Ocean, wave, Tide og Beach.

Tide og Beach

Hér er Vala Kristín með hálsmenið Beach

Beach er minnsta skelin, oftast dropalaga eða í mjúku, sveigðu formi. Tide er stærri útgáfa af beach, oftast dropalaga form. Nöfnin koma af því að Þegar hort er ofan á þær líkjast flestar þeirra sjávarfalli eins og sjá má ofan á strönd.


Ocean

Ocean sem er fest í sitthvorn endan, er lárétt oftast langt og mjótt form. Fyrir mér er formið og litirnir í ocen eins og að horfa yfir hafið og sjá sjóndeildarhringinn.


Wave

Wave sem er í síðri keðju, er lóðrétt og oftast bylgjulaga form. Nafnið dró ég beint frá forminu en skelin líkist öldu í sjó.

Þó allar flokkist undir þessi heiti er enginn þeirra eins, hver og ein hefur sitt sérkenni og sína náttúrulegu litafegurð.

BláRún (Anna Rún Kristbjörnsdóttir)(26) er uppalin á Bóndhól í Borgarfirði en nú búsett í Borgarnesi. Hún útskrifaðist frá Hönnunar og handverkskólanum 2011 og lauk stúdentsprófi frá Tæknimenntaskólanum samhliða því. Hönnun og listsköpun hefur alltaf heillað og fyrsta varan á markað er skartgripalínan, Blue shell of Iceland. Sem kemur í búðir í haust með þinni aðstoð.

Að fanga viðfangefni úr náttúrunni og móta það eftir sinni náttúrulegu fegurð, svo það haldi sínum einstaka karakter, sem allt á þessari jörð hefur, er mín helsta áskorun í sköpun minni. Því allt sem náttúran gefur, hefur sína fegurð, við þurfum bara að sjá hana.

Festurnar eru úr 925 sterling silfur. Einnig eru keðjurnar 925 sterling silfur. Ocean og wave koma í fíngerðum hlekkjakeðjum, Beach og Tide koma í fíngerðum snáka keðjum, einnig eru þau fáanleg í hvítri og blárri vaxborni nylon keðju.

Frá því að ég ákvað að fara alla leið með hálsmenin, var ég í eitt ár að þróa þau og vinnuferlið til að ná skelini í þessa mjúku áferð sem hún hefur. En hugmyndin kom mörgun mánuðum áður.

Ég bjó í Reykjavík veturinn 2015 þegar ég týndi nokkrar skeljar í fjöruferð. Þær skörtu sínu fegursta í glervasa í marga mánuði í stofunni hjá mér. Vorið 2015 flutti ég heim í Borgarfjörð og fór þá sköpunarflugið af stað. Ári seinna, eða snemma vors 2016 var frumhugmyndin af hálsmenum komin. Og efaðist ég mjög um þetta hjá mér en mamma hafði trú á þessu, og hvatti mig áfram. Hún var vön að segja ávalt sína meiningu og var það því þýðingar mikið fyrir mig. Um haustið tók ég svo þá ákvörðun að láta hálsmenin verða að veruleika, og gera það eins vel og ég get.

Ég óska eftir þínum stuðning til að klára greiðslu á umbúðunum

Be yourself, beautiful as you are.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€3,679

raised of €12,500 goal

0

days to go

26

Backers

29% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464