Í hverju ertu? er nýtt íslenskt ritverk unnið af meistaranemum í ritlist og hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands sem sameinað hafa krafta sína með því markmiði að semja, skapa og gefa út bók frá grunni. Textarnir í bókinni eru smásögur, örsögur og ljóð.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€2,771

raised of €2,200 goal

0

days to go

77

Backers

126% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Í hverju ertu?

100%
  • Skrifa texta
  • Yfirfara texta og lesa lokalestur
  • Fá tilboð í prentkostnað
  • Dreifingarsamningar
  • Umbrot
  • Kápuhönnun
  • Senda bókina í prentun
  • Útgáfuhóf - áætlað 19. maí

Further Information

Í hverju ertu? er nýtt íslenskt ritverk unnið af fimm höfundum og þremur ritstjórum sem sameinað hafa krafta sína með því markmiði að semja, skapa og gefa út bók frá grunni.

Textarnir í bókinni eru smásögur, örsögur og ljóð þar sem meðal annars má lesa um ástina á Antonio Banderas, masókíska tannburstun og spurningaþátt sem ákvarðar hvort þátttakendur fari til himnaríkis eða helvítis.

Hópurinn á bak við Í hverju ertu? samanstendur af meistaranemum í ritlist og hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands sem setið hafa námskeiðið Á þrykk undir leiðsögn Sigþrúðar Gunnarsdóttur, ritstjóra hjá Forlaginu.

Höfundar eru Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson, Lárus Jón Guðmundsson, María Hjálmtýsdóttir og Þorvaldur S.Helgason.

Ritstjórar eru Elín Illugadóttir, Erna Rut Vilhjálmsdóttir og Sigríður Erla Viðarsdóttir.

Stefnt er að útgáfu bókarinnar í maí 2017.

Hægt er að fylgjast nánar með útgáfuferlinu á Facebook síðu verkefnisins:

https://www.facebook.com/ihverjuertu/

Hér fyrir neðan má sjá brot úr verkum höfundanna.

- - - -

„Á hundurinn þá bara að drepast þarna úti.“ Rödd Önnu var hás og hún nennti ekki að rísa upp úr sófanum. Hún vissi að töfrar kvöldins voru úti og að rómantíkin sem þau bæði höfðu átt í vændum var horfin með öllu. Hún þráði bara svefninn.

Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir

- - - -

„Í hverju ertu?“ gall við í rámum textanum og ég hrökk við. „Hvað ... hvað meinarðu?“ spurði ég hikandi, óvön því að vera ávörpuð af tvöhundruð ára gömlum bókum.

Brynjólfur Þorsteinsson

- - - -

Ungi maðurinn sneri sér að rísandi tunglinu, teygði út handleggina og fyllti lungun af einskærri gleði. Hann teygaði í botn ilminn af merlandi hafinu og saltstokknum sandinum, fann anganina af ólífutrjánum uppi á klettunum og brosti til forvitinna stjarnanna sem þyrptust til að skoða þennan unga sólbrúna Íslending sem rekið hafði á þessar grísku fjörur öllum að óvörum.
Hann faðmaði allan heiminn og heimurinn þrýsti honum að sér.

Lárus Jón Guðmundsson

- - - -

Síðustu sjö ár hefur maðurinn í kraftgallanum alltaf komið á miðvikudögum. Alltaf rétt fyrir lokun. Alltaf keypt sex egg, hrökkbrauð, súrmjólk, hangikjötssalat, eyrnapinna (eitt box) og tylftaf herðatrjám. Í algjörri þögn. Í tröppunum á bak við hús borðar hann hangikjötssalatið meðfingrunum.Í síðustu viku keypti hann hvorki eyrnapinna né herðatré. Ég spurði hvort allt væri í lagi. Í dag kom hann ekki, maðurinn í kraftgallanum.

María Hjálmtýsdóttir

- - - -

... þegar ég var staðinn upp tók ég eftir götuskiltinu. Á því var nafn sem ég hafði aldrei áður séð: Þaramelur. Það var eitthvað við þetta götunafn sem fékk mig til að hugsa. Þara-melur. Orðasamsetningin var eitthvað svo skrítin undir tönn og í huga mér skaust samstundis fram mynd af hól sem í stað grass var vaxinn slímugum og iðandi þara.

Þorvaldur S. Helgason

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€2,771

raised of €2,200 goal

0

days to go

77

Backers

126% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464