Lárus Jón Guðmundsson

  • Ljóðskáld og rithöfundur

Lárus Jón menntaði sig í raungreinum og vísindum fyrir margt löngu og sá fram á átakalítið ævikvöld þegar hann komst að því að hann hafði steingleymt að bólusetja sig gegn ritlistarveirunni. Hann fékk heiftarlegt skriftarkast, var lagður inn á ritlistarálmu Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og er fyrst núna þremur árum síðar að útskrifast með ævilanga MA greiningu.


Flekaskil er fjórða bók höfundar. Fyrri verk eru ljóðabókin Í Lárusarhúsi (2011) og tvær kvæðabækur fyrir börn, Fröken Kúla könguló og fleiri kvæði (2004) og Ljúflingsljóð (2013).


Höfundur starfaði sem löggiltur sjúkraþjálfari frá 1989 til 2000 og hefur unnið hjá sem verkefnisstjóri við gagnahögun, hugbúnaðargerð og rannsóknir hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2000. Ennfremur hefur hann unnið í hlutastarfi hjá Göngudeild sóttvarna hjá Heilsugæslu Reykjavíkur við skráningu og rannsóknir á berklum frá 1996. Hann hefur stofnað þrjú fyrirtæki tengd hugbúnaðargerð (Þjálfi ehf), nýsköpun (Giraffe á Íslandi ehf) og bókaútgáfu (Hugall ehf) og byggt sumarhús í frístundum.

Lárus Jón er giftur Aðalheiði Skarphéðinsdóttur myndlistarkonu og kennara. Dóttir þeirra er Aðalheiður Elín, verðandi læknir og doktorsnemi.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina