Viltu hjálpa okkur Steinu að koma út þessari bók? Okkur finnst hún mjög skemmtileg og við höldum að öðrum muni finnast það líka.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€3,663

raised of €3,500 goal.

0

days to go.

105% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Það er rafmagnslaust hjá selunum

100%
  • Ritun bókar
  • Hönnun og umbrot
  • Prentun

Further Information

Í bókinni eru 65 sögur af samtölum okkar Steinu Elenu. Þau spanna allan heiminn, bókstaflega allan geiminn og langt niður í undirdjúpin. Ég sýndi einhverjum þessar sögur og þannig kviknaði þessi bókarhugmynd.

Við bjóðum þér eintak eða eintök í forsölu til að tryggja útkomu bókarinnar. Það er líka ódýrara en að kaupa hana í búðinni.

Hér eru tvær sögur frá okkur Steinu:

Steina og bankinn
Steina Elena var háttuð og komin upp í rúm. Það hafði verið mikið að gera hjá henni í dag. Sól og hlýtt úti og í slíku veðri er gaman að róla og hlaupa um með öðrum börnum. Einnig hafði nafna hennar frá útlöndum komið í heimsókn, sem og stóra systir með manninn sinn og strákinn sinn og frænda litla sem er á svipuðum aldri og Steina.
Og því hélt pabbi að litla stelpan myndi detta út af þegar í rúmið væri komið. En nei, ekki alveg. Fyrst þurfti að ræða ástand heimsins og önnur vandamál.
– Pabbi. Það er undarlegt hversu fáir tímar eru í deginum. Ég get horft á hann fara frá okkur. Sjáðu hérna út um gluggann, sólin er að fara að sofa. Hún er orðin syfjuð. Kannski vegna þess að hún þurfti að búa til svo stóran regnboga í dag.
– Það gæti verið, svaraði pabbi, en dagurinn er alltaf að verða styttri og styttri og nóttin að lengjast.
Steina velti þessu fyrir sér smástund og sagði síðan: – Pabbi, það er ekki langt síðan að þú sagðir mér að dagurinn væri að lengjast og nóttin að verða styttri. Var ekkert að marka það?
– Jú, Steina mín. Það er alveg að marka það, en tíminn líður og bráðum kemur haustið og þá verður aftur dimmt á kvöldin og um nætur.
– En pabbi, sagði Steina og þagnaði síðan. Pabbi beið eftir næstu spurningu, en hún kom ekki. Þess í stað stóð Steina upp og náði í sparibaukinn sinn.
– Pabbi, sagði hún aftur. – Það eru engir peningar í bankanum!
– Hvað segir þú, barn?
– Já, þeir eru allir í bauknum mínum. Við verðum að fara með þá í bankann á morgun.
– Áttu svona marga peninga?
– Já.
– Við verðum þá að fara í bankann á morgun og bjarga málunum.
– Gerum það. En nú er sólin sofnuð og ég ætla að sofna núna.
Steina setti sparibaukinn sinn við koddann í rúminu sínu og tók bangsann í fangið.
– Góða nótt, pabbi minn. Á morgun skulum við bjarga bankanum.
Pabbi sagði góða nótt og óskaði sér að bankamálin væru svona einföld.

Steina og laufabrauðið
Steina Elena er himinlifandi. Í dag fékk hún laufabrauð. Laufabrauð er það besta sem Steina fær. Fyrir utan lakkrís sem henni finnst bestur. Í dag fóru Steina og pabbi í bakaríið og keyptu nokkur laufabrauð. Á leiðinni heim sóttu þau mömmu sem kom með rútunni frá Reykjavík.
Þegar heim var komið var laufabrauðið sett á borðið og diskar fyrir alla. Steina fékk að velja sér fyrst. Hún brosti út að eyrum þegar hún beit í brauðið. Síðan sagði hún: – Pabbi, það eru risaeðlur á brauðinu mínu!
– Jæja, sagði pabbi, ertu viss um það?
– Já, svaraði Steina. Sjáðu, sagði hún og benti: Hérna eru myndir af risaeðlu. Er þetta jólarisaeðla?
– Það gæti verið, sagði pabbi.
- Hvað heldur þú, mamma? spurði Steina mömmu sína.
Mamma leit á sitt laufabrauð. – Ég er ekki með risaeðlu, sagði hún.
Steina leit aftur á laufabrauðið sitt og náði sér í eitt í viðbót.
– Hérna eru líka löggur, ljón og kartöflur, sagði hún svo. – Líka fiskur. Eru þessi laufabrauð frá Dalvík? spurði hún.
– Alveg ábyggilega, sagði pabbi. – Þau eru efalaust frá Dalvík.
Síðan borðuðu þau brauðið sitt í rólegheitum.
–Pabbi! sagði Steina allt í einu. –Veistu hvað? Nú veit ég hvað pabbi Grýlu heitir!
Pabbi leit hissa á Steinu.
– Hvernig veistu það og hvað heitir hann?
– Hann heitir Eplalúði, sagði Steina og benti á laufabrauðið sitt. – Hérna er mynd af honum!
Og bæði pabbi og mamma sáu í fyrsta sinn pabba Grýlu, hann Eplalúða.
– Veistu, pabbi, hverjir borða gulrætur? spurði Steina.
Pabbi leit hissa á Steinu og hristi höfuðið.
– Kanínur, sagði Steina. – Og Solla stirða.
Um kvöldið fór Steina alsæl að sofa vitandi hvað pabbi Grýlu hét.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€3,663

raised of €3,500 goal.

0

days to go.

105% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464