Guðni Már Henningsson

Ég er útvarpskall og frístundamálari sem er svo heppinn að eiga þessa dásamlegu stúlku, hana Steinu Elenu. Við tölum mikið saman.

Þessi augnablik, eða sögur skráði ég fyrir Steinu, mig og mömmu hennar. Ég kunni engin önnur ráð til að varðveita þessar vangaveltur önnur en þau að setja þetta inn á facebook. Einhvern veginn vatt þetta upp á sig og ég fór að fá jákvæð viðbrögð við þessum örsögum. Fólk fannst eins og það þekkti Steinu litlu í gegn um þessar sögur og einnig upplifði það eigin æsku og sinna barna í þessum frásögnum. Ég fékk mjög miklar og jákvæðar undirtektir og ef það leið of langur tími á milli sagna fékk ég að heyra það!

Margir óskuðu eftir því að sögunum yrði safnað saman og út gefin bók. Fyrst fannst mér það fráleit hugmynd. Ég vissi ekki hvort að þetta væru barnasögur eða saga um litla stelpu og pabba hennar fyrir fullorðið fólk. Smám saman komst ég á þá skoðun að þetta gæti orðið að ágætustu bók, fyrir alla fjölskyduna.

Og nú er gerð tilraun til bókaútgáfu. Í gegn um Karolina Fund. Ég vona að ef og þegar þetta verður að bók, með ykkar hjálp, að æska allra verði eilíf í enduminningunni.

Takk fyrir mig og Steinu Elenu.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina