Ég er að vinna heimildarmynd um þá menningu sem varð til þegar vídeóspólan komst í hendur almennings á Íslandi. Ris og fall vídeóspólunnar. Þetta er ferðalag frá landi þar sem það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum eða í júlí til lands sem er beintengt umheiminum.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€3,682

raised of €3,500 goal

0

days to go

93

Backers

105% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Óli Gneisti Sóleyjarson

Creator
Óli Gneisti er bókasafns- og upplýsingafræðingur með meistaragráður í þjóðfræði og hagnýtri menningarmiðlun. Óli er líka höfundur Kommentakerfisins.
  • Librarian
  • Radio
  • crowdsourcing
  • Ebooks
  • Public administration
  • Sound editing
  • Copyright
  • Game design
  • Podcasting

Further Information

Vídeóspólan á Facebook.

Ég hef lengi verið heillaður af tengslum menningar og tækni - það hvernig tækni mótar og breytir menningu okkar.

Þegar myndbandstæknin hóf innreið sína á Íslandi var samfélagið allt annað en það er í dag. Það átta sig ekki allir á hve miklar deilur fylgdu tækninni. Fyrstu árin var mikið tekist á um meinta sjóræningjastarfsemi af ýmsu tagi. Þá hafði fólk miklar áhyggjur ofbeldi í kvikmyndum og voru jafnvel kvikmyndir sem í dag teljast klassískar settar á bannlista og gerðar upptækar. Síðan fylgdi klámið auðvitað með.

En myndbandstæknin varð hversdagsleg. Það að taka sér spólu var hefð, athöfn, sem ótalmargir tengja sig við. Myndbandaleigur voru hluti af dægurmenningunni en eru núna komnar á jaðarinn.

Hægt og rólega gátu menn líka byggt upp eigið kvikmyndasafn. Það var hægt með því að kaupa kvikmyndir á spólum eða með því að taka upp myndir úr sjónvarpinu. Í dag virðast þessi söfn vera orðin verðlaus og gagnslaus, einfaldlega ruslahaugamatur.

Ég er ekki kvikmyndagerðarmaður - ég er þjóðfræðingur með smávægilega menntun í, og mikinn áhuga á, kvikmyndagerð. Myndin mun byggjast að mestu á viðtölum. Ég ætla líka að nota ljósmyndir til að lífga upp á myndina. Mér þætti því vænt um að fá ekki aðeins framlög í formi peninga heldur líka t.d. ljósmynda. Síðan myndi ég líka vilja heyra í fólki sem hefur sögur að segja.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€3,682

raised of €3,500 goal

0

days to go

93

Backers

105% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2023 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464