Tímaskekkjur er íslenskt skáldverk, unnið af tíu rithöfundum og fimm ritstjórum, sem sameina krafta sína með það að markmiði að gefa út auðuga bók sem inniheldur smásögur, örsögur og ljóð
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€3,259

raised of €3,000 goal

0

days to go

121

Backers

109% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Útgáfa bókarinnar

100%
  • Skrifa
  • Ritstýra
  • Prófarkarlesa
  • Umbrot
  • Kápuhönnun
  • Prentun
  • Útgáfa
  • Dreifa verðlaunum

Further Information

Tímaskekkjur er íslenskt skáldverk, unnið af tíu rithöfundum og fimm ritstjórum sem sameina krafta sína með það að markmiði að gefa út auðuga bók sem inniheldur smásögur, örsögur, ljóð og allt þar á milli.

Tíminn er fyrirbæri sem við þekkjum öll og án hans væri sennilega allt og ekkert á sama ... tíma. Öll verk bókarinnar hafa því tekið sér stöðu við bakka tímans, varða hann og fylgjast með honum renna í gegnum tilveru okkar.

Að bókinni stendur hópur ritlistar- og ritstjórnarnema í Háskóla Íslands undir leiðsögn Sigþrúðar Gunnarsdóttur, ritstjóra hjá Forlaginu.

Höfundar eru Ásdís Ingólfsdóttir, Birta Þórhallsdóttir, Einar Leif Nielsen, Fjalar Sigurðarson, Jóhanna María Einarsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Tryggvi Steinn Sturluson, Þóra Björk Þórðardóttir, Sigrún Elíasdóttir og Una Björk Kjerúlf.

Ritstjórar eru Dýrfinna Guðmundsdóttir, Erna Guðmundsdóttir, Kristinn Pálsson, Sandra Jónsdóttir og Svanhildur Sif Halldórsdóttir.

Útgáfa bókarinnar er fyrirhuguð í maí.

Hér að neðan má sjá brot úr verkum höfundanna.

--------- ... -- .. - .-..--...--------

Hún gengur hægt út í vatnið, stígur varlega niður á slímkenndan botninn. Finnur leðjuna smjúga upp á milli tánna. Leðjan er kaldari en vatnið. Það setur að henni hroll. Svo finnur hún sandbotninn undir iljunum. Örlítið grófari, þægilega traustan. Hún tekur annað skref, aftur slímkennd leðja og hrollur.

Ásdís Ingólfsdóttir

--------- ... -- .. - .-..--...--------

Þegar ég hafði lokið mér af fór ég úr nærbuxunum og setti við hliðina á leyndarmálinu. Það mátti dúsa þarna í pissufýlunni fyrir mér.

Ástarsorgin myndast upphaflega sem seigur pollur í heila hins sjúka, drýpur í gegnum líkama hans og endar loks í nýrunum, þar sem hún er hreinsuð burt úr kerfi einstaklingsins. Það má því segja að ástarsorgin fari út með þvagi.

Jóhanna María Einarsdóttir

--------- ... -- .. - .-..--...--------

Í snjóruðningi við Hringbraut, gegnt Þjóðminjasafninu, liggur stakur hægrifótar kvenmannsskór. Ég tek hann upp, geng hröðum skrefum inn í móttökuna og ánafna safninu skóinn til minningar um íslenskar konur sem hafa misstigið sig í lífinu.

Una Björk Kjerúlf

--------- ... -- .. - .-..--...--------

,,Hann er búinn að kúka,” sagði hann og fann til þurrkur, krem og nýja bleiu. Brynja reisti sig við í rúminu og sat við gaflinn með augun lokuð.
,,Hvernig er kúkurinn á litinn?” spurði Brynja?
,,Karrígulur.”
,,Ókei.”
Þó svo að skiptiborðið væri mjög öruggt og ekki sjáanlegur möguleiki að barn gæti rúllað sér af því þá höfðu þau sett sér þá reglu að sleppa aldrei hendi af stráknum á meðan hann lægi á því.

Fjalar Sigurðarson

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€3,259

raised of €3,000 goal

0

days to go

121

Backers

109% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464