Jóhanna María Einarsdóttir

Skáld

Ég heiti Jóhanna María og er myndlistar- og bókmenntafræðimenntað skáld. Áður hef ég gefið út bókmenntaverkið Tímaskekkjur ásamt níu öðrum höfundum og fimm ritstjórum í samstarfi við námskeið í Háskóla Íslands. Kom Karolinafund þar sterkt inn sem leið til fjármögnunar.

Nú er ég hinsvegar að gefa út hið nýstárlega og póstmóderníska bókmenntaverk Pínulítil kenopsía: Varúð, hér leynast krókódílar hjá útgáfufélaginu Sæmundur á Selfossi. Vitirðu ekki hvað póstmódernismi er skaltu ekki örvætna lesandi góður. Í verkinu er m.a. að finna greinagóða lýsingu á hinu loðna fyrirbæri sem póstmódernismi er. Verkið inniheldur að auki hugleiðingu um stækkun fiðrildalirfa, ímyndað óstaðbundið hópkynlíf og samtal við þig.

Til þess að næla þér í eintak geturðu einfaldlega smellt á hlekkinn hér til hliðar sem merktur er „Pínulítil kenopsía“, farið inn á verkefnið og valið þér styrktarleið.

Með fyrirfram þökkum, Jóhanna María

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina