Við erum að hópfjármagna vörumerkið "Thugmonk" Sem selur vörur til að fjármagna aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari skaða á hrygg fyrir Sævar Daníel Kolandavelu, sem er þegar alvarlega slasaður.
... lesa áfram

Í söfnun

Heita á verkefni

Þetta verkefni mun aðeins fjármagnast ef €40000 eða meira safnast fyrir 2024-07-07 00:00.

€11.142

safnað af €40.000 marki

50

dagar eftir

187

Stuðningsfólk

28% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Thugmonk - Life saving surgeries for Sævar Kolandavelu.

54%
  • Vöruhönnun og sköpun
  • Fjárhagsáætlun
  • Læknisfræðilegar greiningar og finna rétt teymi fagmanna
  • Samfélagsmiðlar og kynningarefni
  • Blueprint fyrir hátækniverkefni og vörusölu eftir aðgerð
  • Setja saman rétta teymið. 
  • Opna vefsíðu
  • Klára hönnun á vörum af vöruskrá
  • Klára tæknilegan og vísindalegan undirbúning fyrir 3 fyrirhugaðar aðgerðir
  • Framleiða pantanir og senda stuðningsaðilum
  • Undirgangast 3 mánaða meðferðaráætlunina

Nánari lýsing

Sævar er með mjöðm slitna frá hrygg, þrjá lausa hryggjarliði, meðfæddann stoðkerfisgalla og 16 áverka upp hryggjarsúluna vegna ómeðhöndluðum óstöðugum áverka, og hefur gengið ótrúlega þrautagöngu síðustu sjö ár í leit lækningar og er vægt til orða tekið orðinn alvarlega slasaður eftir að vera skilinn eftir án aðhlynningar af Íslensku heilbrigðiskerfi í langvarandi kvöl í sjö ár.

Hann skapaði síðuna "Rétturinn að lifa" á facebook þar sem um 3000 landsmanna deila sögum sínum innan heilbrigðiskerfisins.

Í mars 2024 tók einn reyndasti hryggjarskurðlæknir og prófessor heims á móti honum í Tyrklandi.

Sævar sendi gögn á tengilið.

Gögnin voru:

-Stutt ritgerð um vandamál hans, það fyrsta af sínu tagi í málasögu vísindanna.
-Röntgenskýrsla með lykilmyndum.
-Stutt útskýring á vandamálinu, hvað þyrfti að gera og hvernig.

Þessi gögn (sýnishorn fyrir ofan) voru unnin af honum sjálfum, yfir fjögurra ára tímabil, tilneyddur þar sem hann hefur verið mjög slasaður, en nákvæm skráning af öllum áverkum, greiningu og myndgreiningarskýrslur töldu 79 bls, sem gefur einhverja mynd af því hversu alvarleg staðan er.

Hann hefur þegar farið í tvær aðgerðir, þar sem varð að fjarlægja úr honum rif vegna afleidds liðbandaskaða og það farið úr lið, þrengjandi að æðum í hálsinum á honum, lífsógnandi ástand, og þó það hafi bjargað lífi hans á þeim tímapunkti, veikti það stoðkerfið en frekar.

Sævar hefur þurft að gera allar rannsóknir sjálfur, og ferðast erlendis í leit að hjálp til að berjast fyrir því að greining sín yrði samþykkt í læknasamfélaginu í máli fyrstu sinnar tegundar í heiminum.

Prófessorinn heitir Amzi Hamzagolu.

www.florence.com.tr/prof-dr-azmi-hamzaoglu

Hérna inni er hægt að lesa um starfsferil hans og undir publications er hægt að lesa þær ca. fjörtíu vísindagreinar sem hafa verið birtar eftir hann.

Hann eyddi meirihluta starfsævi sinnar í Minnesota spine center, vísindalega leiðandi stofnun í hryggjarskurðlækningum og lærði og starfaði hjá Kiyoshi Kaneda í Japan, frumkvöðul og fimmföldum ISSFC ævistarfsverðlaunahafa fyrir framlag sitt til læknavísindanna, og er talinn framúrskarandi af jafningjum sínum, og margir hverjir ekki feimnir við að nota orðið snillingur til að lýsa vinnu hans.

Eftir að hann og teymi hans af bæklunar- og heila- og taugaskurðlæknum eyddu viku í að fara yfir gögnin, útskýrði hann stuttlega að þeir væru sammála greiningunni, og aðgerða væri þörf til að laga meðfæddan margfaldan stoðkerfisgalla á neðri ganglim, sem og á mjaðmalið og að lokum að festa saman neðstu þrjá hryggjarliði, spjaldhrygg og mjaðmabein saman og gera stöðugt.

Svo núna, í Mars 2024, endaði löng og þung barátta Sævars fyrir því að fá opinbera staðfestingu á greiningu, þar sem Amzi Hamzagolu og læknateymi hans vinna nú hörðum höndum að því að útbúa meðferð Sævars.

Til að koma í veg fyrir að meiðsli hans versni, en honum hrakar stöðugt, og leiði ekki til lömunar eða verra og enda þjáningar hans, þarf 7 milljónir isk fyrir lækniskostnað, og hingað til hafa hann og fjölskylda borgað meira úr eigin vasa til að halda honum lifandi fram að þessu.

Þetta hefur verið langt ferðalag, sem hann hefur þurft að leggja líf sitt og aðrar persónulegar vonir til hliðar til að leggja allt sitt átak í - og er nú nálægt því að láta kraftaverkið gerast sem hann hefur beðið eftir.

Öll framlög hjálpa.
Til að mæta fyrirséðum kostnaði höfum við stofnað óhagnaðardrifið vörumerki sem selur vörur, hemp te, matcha te, hugleiðsluarmbönd, hálsmen, reykelsi og fleira.

Vonir standa til að vinna Sævars, sem leysti mál sitt sem sumir virtustu læknar - og tveir nóbelsverðlaunaðir spítalar voru engu nær í, geti haldið áfram vinnu sinni eftir að búið er að bjarga lífi hans, við að greina erfið mál og þróa skapandi lausnir í samvinnu við sérfræðinga í góðgerðarstarfi fyrir sjúklinga sem er ekki sinnt eins og honum, verði eðlilegt framhald þessa verkefnis.

Sævar er 38 ára faðir, tónlistarmaður og rithöfundur og hefur átt langa sögu og sjaldgæfar lífsreynslur, og silfurþráðurinn í þessari raun hefur verið uppgvötun okkar og fagmannanna sem hann hefur unnið með síðasta árið á sjaldgæfum eiginleika hans til að skilja vísindaleg umræðuefni, sem birtast öðrum sem flókin, og er talið að það tengist einhverfu eða "neuro-divergence" sem sérkennist sem eiginleiki að gera það sem hann tekur sér fyrir hendur vel og úthugsað.

Honum hefur fyrir slysni verið beint inn á leið sem hann vissi ekki að hann gæti gefið framlag sem skiptir máli í gegnum, og hefur þróað með sér ástríðu fyrir því að nota þetta líf, ef hann gær annað tækifæri, til að minnka þjáningar sjúklinga sem horfast í augu við sárbæran raunveruleika, bæði gegnum ástundun vísindalegrar nýsköpunar í meðferð sjúklinga og leggja fram til samfélagsins sem þjónar tilgangi.

Öll hjálp mun vera lykilatriði á þessum krossgötum til að breyta þessari löngu sögu af þjáningu í tilgang.

Þitt framlag mun ekki eingöngu borga fyrir aðgerðir hans, heldur einnig fjárfesta við að koma á fót nýrri leið hans áfram í átt að því að ná nýfundnum markmiðum í lífinu, hugsjón sem hefur líka innblásið okkur umhverfis hann til þess að sjá þetta sem mikilvægt samfélagslegt verkefni, ekki bara drifið af kærleika og trúfestu góðra keðjuverka, heldur líka vegna þeirra áhrifa sem við sjáum að hann hefur getu til að hafa á samfélagið sitt, ef hann gat náð svona langt þrátt fyrir hörmulegar aðstæður, hvað hann getur gert með sína sögu þegar hann er kominn í eðlilegt ástand á ný.

Nú hefur myndast hópur fólks sem deilir sömu hugsjón, með þá meðvitund að velgengni hvors annars og annarra er bundin hvort öðru, til að skapa og viðhalda heilbrigðu samfélagi á tímum sem einstaklingar horfast í augu við afleiðingar nútíma samfélags, þegar hjálp þarfnast en lausnir takmarkaðar undir hönnun kapítalismans.

Höfum við, teymið sem sér um velgengni Sævars, m. a. sárar reynslur að baki og syrgjum nána ástvini sem hafa látið lífið í heimalandi sínu vegna takmarkaðra úrræða innan Íslenska heilbrigðiskerfisins, sem þarf ekki að vera svo.

Nú þegar við höfum verið vitni af þrautagöngu Sævars hér á landi, höfum við kynnt okkur og fræðst um þær leiðir sem bjóðast í vísindunum, og viljum við tileinka okkur lífinu að breyta því sem þarf að breyta hér í samvinnu við fagmenn sem eru lengra komnir.

[www.instagram.com/thugmonk](content://com.transsion.notebook/url#www.instagram.com/thugmonk)

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Í söfnun

Heita á verkefni

Þetta verkefni mun aðeins fjármagnast ef €40000 eða meira safnast fyrir 2024-07-07 00:00.

€11.142

safnað af €40.000 marki

50

dagar eftir

187

Stuðningsfólk

28% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464