“Hvernig varð ég til?” er bók sem aðstoðar fjölskyldur við að upplýsa börn um hvernig þau urðu til. Áherslan er á fólk sem fær aðstoð frá egg- eða sæðisgjafa. Bókin hentar einstaklingum sem eignast börn ein og einnig samkynja- og tvíkynja pörum. Hægt er að aðlaga bókina að öllum fjölskyldum.
... lesa áfram

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€5.540

safnað af €5.500 marki

0

dagar eftir

115

Stuðningsfólk

101% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Teymi

Andrea Björt Ólafsdóttir

Creator
  • Móðir - Mother
  • Eiginkona - Wife
  • Iðjuþjálfi - Occupational therapist
  • Diplóma í kynfræði - Diploma in sexology
  • Körfuboltaþjálfari - Basketball coach

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Hvernig varð ég til?

25%
  • Idea work
  • Writing the book
  • Graphics and drawings
  • Layout and design
  • Focus groups
  • Translation
  • Proofreading
  • Publishing

Nánari lýsing

“Hvernig varð ég til?” er bók fyrir öll börn sem verða til með aðstoð egg- eða sæðisgjafa. Bókin hentar einstaklingum sem eignast börn ein og einnig samkynja- og tvíkynja pörum.

Hægt er að aðlaga bókina fyrir öll börn og alla foreldra, m.a. trans foreldra, foreldra sem ættleiða og foreldra sem þurfa aðstoð til að eignast börn - með því að taka úr eða hoppa yfir nokkrar blaðsíður. Bókin aðstoðar fjölskyldur við að upplýsa börn um hvernig þau urðu til, þar sem áherslan er á fólk sem fær aðstoð frá egg- eða sæðisgjafa við barneignarferlið. Bókin er með svipuðu sniði og “Fyrsta ár barnsins” þar sem m.a. er hægt að setja inn myndir af barninu, foreldri/foreldrum og gjafa.

Mikilvægt er að foreldrar séu opinská og heiðarleg gagnvart börnum um hvernig þau urðu til, sérstaklega ef egg- og/eða sæðisgjöf var notuð. Ekki er alltaf auðvelt að vita hvernig á að bera sig að. Markmiðið með bókinni “Hvernig varð ég til?” er að vera ákveðið verkfæri til að aðstoða foreldra við samtalið. Bókin er hugsuð til þess að hjálpa foreldrum að tala um hvernig barnið varð til og síðar bók sem barnið á og getur skoðað og auðveldað því að spyrja spurninga. Með því að upplýsa um egg- og sæðisgjafir sýnum við börnunum að við séum heiðarleg og áreiðanleg. Ekki er hægt að segja að neinn aldur eða tími sé fullkominn til að segja frá upprunanum en mælt er með því að foreldrar byrji eins fljótt og hægt er. Bókin aðstoðar foreldra við að tala við börnin sín um að þau hafi fæðst með aðstoð, en getur einnig hentað öllum börnum.

Ef foreldrar leyna barnið því hvernig það varð til elst það líklega upp án vitneskju um uppruna sinn og hætta verður á því að það komist að hinu sanna fyrir tilviljun á unglings- eða fullorðinsaldri. Barnið gæti litið á það sem svik við sig og það gæti spillt sambandi foreldra og barns til frambúðar og knúið fram umræður um hverjum sé hægt að treysta og hvaða önnur leyndarmál gæti verið að finna innan fjölskyldunnar. Bókin er því tól til að ýta undir góð samskipti og koma í veg fyrir fjölskylduerjur og frekari vandamál. Hún er einnig góð til að valdefla börn og efla lýðræðislega þátttöku þeirra og jafnrétti inni á heimilum og í samfélaginu. Öll eiga rétt á því að vita hvernig þau urðu til og fá tækifæri til að fá upplýsingar um uppruna sinn.

Dæmi um texta og síður í bókinn

Hér er ein af blaðsíðunum sem eru sérstaklega ætlaðar fjölskyldum sem fá aðstoð gjafa - það er hægt að taka þær úr eða hoppa yfir þær.

Höfundur

Andrea Björt er höfundur bókarinnar. Hún er með diplómu í kynfræði og er iðjuþjálfi starfandi á geðsviði en er núna í fæðingarorlofi. Hún þjálfar einnig körfubolta.

Andrea er gift henni Ingibjörgu Rún og saman eiga þær son, hann Blæ. Þær eignuðust hann með aðstoð sæðisgjafa og í því ferli kviknaði hugmyndin að bókinni.

Andrea fékk í lið með sér teiknarann, grafíska hönnuðinn og prentsmiðinn hann Svein Snæ til að sjá um umbrot bókarinnar. Sveinn Snær sá um hönnunina á öllu fyrir Hinsegin Daga 2023. Teiknarinn og grafíski hönnuðurinn Alda Lilja bætir við teikningum í bókina.

Tímalína

Febrúar 2024: Hópfjármögnun og "rýnihópar" til að bókin verði sem notendavænust.
Mars-Apríl 2024: Þýðing og yfirlestur. Grafík, teikningar og umbrot.
Maí 2024: Prentun og dreifing.
*Með fyrirvara um að tímalínan gæti lengst.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€5.540

safnað af €5.500 marki

0

dagar eftir

115

Stuðningsfólk

101% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464