Nýja ljósmyndabókin um eldgosin þrjú við Fagradalsfjall inniheldur 160 bestu og skemmtilegustu ljósmyndirnar úr þeim 40 ferðum sem höfundurinn fór að gosstöðvunum. Bókin er 140 blaðsíður og inniheldur einnig ferðalýsingar, jarðfræðiútskýringar og hæfilegan skammt af húmor í bland við ljósmyndirnar.
... lesa áfram

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€4.511

safnað af €3.000 marki

0

dagar eftir

55

Stuðningsfólk

150% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Teymi

Daníel Páll Jónasson

Creator
Daníel Páll landfræðingur og áhugaljósmyndari hefur lengi haft áhuga á eldgosum og annarri náttúruvá í íslenskri náttúru. / Daníel Páll geographer and hobby photographer has for long been interested in volcanic eruptions and other natural hazards in Icelandic nature.
  • Eldgosi / Volcano man
  • Landfræði / Geography
  • Ljósmyndun / Photography

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Fagradalsfjall 2: Eldarnir breiðast út

100%
  • Ljósmyndatakan
  • Val á ljósmyndum
  • Grófvinnsla mynda
  • Samkomulag við prentsmiðju
  • Uppsetning á bókinni
  • Íslenskur texti
  • Kort fyrir hvern kafla
  • Lokaorðin
  • Fullvinnsla mynda
  • Ensk þýðing
  • Prófarkalestur
  • Prentun

Nánari lýsing

Forsagan

Ég er forfallinn eldgosaáhugamaður. Ég er landfræðingur að mennt og skrifaði BS ritgerðina mína um eldgos á Reykjanesinu og möguleg hraunflæði á svæðinu sem ég þekki orðið mjög vel. Gosið í Geldingadölum árið 2021 var eins og jól, áramót og tvö afmæli fyrir mig enda gekk ég 30 sinnum að gosstöðvunum og tók yfir 10.000 ljósmyndir. Ég fékk einfaldlega aldrei nóg af sjónarspilinu. Við goslok haustið 2021 gaf ég út bók með 112 bestu myndum frá Geldingadölum og nýtti ég mér Karolina Fund til að safna fyrir prentuninni.

Ég er mjög stoltur af fyrri bókinni, fyrst og fremst vegna ljósmyndanna sem prýða hana, en í það sinn hafði ég textann frekar stuttan til að leyfa myndunum að njóta sín. Mig hefur lengi langað til að skrifa nánar um ferðir mínar, segja nánar frá skemmtilegum, fyndnum og ógnvekjandi augnablikum og útskýra betur hvaða kraftar eru að verki í eldgosum.

Þegar gosið hófst í Meradölum 2022 byrjaði ég strax að leggja grunn að næstu bók með tíðum ferðum að gosinu og gríðarlegu magni ljósmynda en gosið varð of stutt til að vera efni í heila bók, jafnvel með ítarefninu um Geldingadali. Eftir að þriðja eldgosinu lauk við Litla-Hrút í ár var ég aftur á móti kominn með þúsundir fallegra og skemmtilegra mynda til viðbótar og uppsafnaða þörf til að fjalla um þá mögnuðu upplifun að skoða eldgos í návígi.

Staðan á útgáfunni

Þegar þetta er skrifað, 7. september, er ég búinn að velja allar þær myndir sem eiga að prýða kaflana fjóra í bókinni og skrifa nánast allan íslenska textann. Fyrstu þrír kaflarnir, um eldgosin í Geldingadölum 2021, Meradölum 2022 og við Litla-Hrút í ár, eru tilbúnir og komnir til prófarkalesara. Síðasti kaflinn er á lokametrunum en þar mun ég fjalla um hraunið eins og það lítur út í dag. Í sumum tilfellum á ég myndir sem teknar voru á sama punktinum á meðan á gosunum stóð og eftir að þeim var lokið. Það er bæði skemmtilegt og áhugavert að bera þær myndir saman og sjá hvernig landslagið er síbreytilegt..

Eftir að textinn hefur verið yfirfarinn mun ég þýða hann yfir á ensku og fullvinna allar ljósmyndirnar sem hafa nú þegar verið valdar og unnar gróflega. Ég reikna með að restin af vinnunni taki u.þ.b. tvær til þrjár vikur í það mesta. Ég er búinn að hafa samband við prentsmiðjur og fá tilboð í prentun á bókunum, dagatalinu, álmyndunum og strigamyndunum og gefa þeim tímaáætlunina svo hægt sé að afgreiða pantanirnar fljótt. Ég þarf að panta að lágmarki 100 bækur til að fá hagstætt verð á prentuninni og þess vegna ákvað ég á ný að fjármagna verkefnið með hjálp Karolina Fund.

Nánar um bókina

Hér að neðan eru helstu punktarnir um nýju bókina. Neðar á síðunni er að finna skjáskot af valinni opnu úr hverjum kafla og kortunum sem eru á undan köflunum.

· Nýja bókin inniheldur 160 ljósmyndir í lit á 140 blaðsíðum.

· Bókin er 23 x 23 cm að stærð, eins og fyrri bókin, svo þær passa vel saman inn í bókahilluna eða á sófaborðið.

· Á undan hverjum kafla er kort sem sýnir staðsetningu allra myndanna í kaflanum. Bókin þjónar því ágætu hlutverki sem leiðsagnarrit ef fólk hyggur á ferðir að gosstöðvunum en hún smellpassar í miðlungsstóra bakpoka.

· Í upphafi hvers kafla hef ég góðan formála sem setur stemmninguna fyrir áframhaldandi lestur.

· Ég fjalla nokkuð ítarlega um hverja ljósmynd í bókinni, segi söguna að baki myndinni eða af hverju myndin er að öðru leyti áhugaverð eða skemmtileg.

· Jarðfræðihugtökin í bókinni eru ekki af flóknari gerðinni en ég útskýri þau í stuttu máli ef tilefni er til.

Heiti kaflanna, myndafjöldi og skjáskot úr bókinni

Geldingadalir 2021: Viðbætur (35 ljósmyndir)

Meradalir 2022: Hentugt en skammlíft túristagos (35 ljósmyndir)

Litli-Hrútur 2023: Eldgos fyrir lengra komna (48 ljósmyndir)

Hraunið í dag (42 ljósmyndir)

Kortin í upphafi hvers kafla

Frá vinstri til hægri: Geldingadalir 2021, Meradalir 2022, Litli-Hrútur 2023 og Hraunið í dag.

Veggmyndirnar

Hægt er að panta veggmyndir úr báðum bókunum hér til hægri. Það tæki of mikið pláss á síðunni að lista upp allar 272 myndirnar úr bókunum en hér má sjá dæmi um myndir sem henta mjög vel til útprentunar.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€4.511

safnað af €3.000 marki

0

dagar eftir

55

Stuðningsfólk

150% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464