Skyggnst er inn í hugarheim tveggja blindra kvenna, Ásrúnar Hauksdóttur og Brynju Arthúrsdóttur. Þeim er fylgt eftir við leik og störf, í gegnum sorg og sigra, en báðar eru þær mjög sjálfstæðar, yfirvegaðar, bjartsýnar og hafa húmor fyrir lífinu.
... lesa áfram

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€10.327

safnað af €10.000 marki

0

dagar eftir

100

Stuðningsfólk

103% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

With Open Eyes

25%
  • Filming
  • Script
  • Editing
  • Audio post-production
  • Color correction
  • Theatrical premiere
  • Promotion
  • Television premiere

Nánari lýsing

Í byrjun myndarinnar verður ekkert sem bendir sérstaklega til þess að konurnar tvær séu blindar, en áhorfendur uppgötva það smátt og smátt. Ýmis hljóð eru mögnuð upp og áhersla er á skynfæri.
Á meðan Ásrún nuddar á nuddstofu sinni og Brynja undirbýr matarboð, kynnast áhorfendur þeirra innri persónum, viðhorfum til lífsins, heyra sögur úr fortíðinni og vangaveltur um framtíðina. Ekki er um uppstillt viðtöl að ræða heldur er frekar hugsað um að mynda konurnar í eins náttúrulegum og óþvinguðum aðstæðum og mögulegt er, með léttu spjalli inn á milli.

Ásrún við störf á nuddstofu sinni við Hamrahlíð

Brynja undirbýr matarboð

Hér er trailer fyrir eldri hluta efnisins frá 2002 en vinnutitill myndarinnar var þá Ljós í myrkri. Til stendur að blanda saman þessum tökum og nýrri tökunum svo úr verði um klukkustundar löng heimildarmynd.

Ýmislegt hefur breyst á 20 árum en báðar eru Ásrún og Brynja hættar að vinna, enda komnar hátt á áttræðisaldur. Ásrún er stolt amma tveggja drengja og Brynja er virk í félagslífi, les blöðin á netinu og er í bókaklúbb. Markmiðið er að fylgjast með þeim áfram, bera saman hvernig líf þeirra hafa breyst og hvernig þær njóta lífsins.

Flakkað verður á milli áranna 2002 og 2022/23, kafað dýpra í líf þeirra og bakgrunn, með látlausu yfirbragði þó og áherslu á daglegt líf kvennanna.

Bakgrunnur viðmælenda:
Ásrún er með augnsjúkdóminn Retinitis Pigmentosa (RP) sem uppgötvaðist þegar hún var tvítug en smátt og smátt missti hún sjónina alveg. Ásrún er menntaður hjúkrunarfræðingur og nuddari og rak um árabil sína eigin nuddstofu í húsi Blindrafélagsins í Reykjavík. Hún á eina uppkomna dóttur og tvö barnabörn. Hún býr ein í litlu húsi í Þingholtum ásamt fiðrildahundinum Míu en fyrir 20 árum átti hún tvo litla Pekinghunda. Ásrún er mjög róleg og yfirveguð en jafnframt dugleg og bjartsýn kona sem lætur fötlun sína ekki hafa áhrif á daglegt líf.

Ásrún árið 1963, skömmu áður en hún komst að því að hún yrði blind.

Brynja veiktist af gigtarsjúkdómi um tvítugt sem meðal annars hafði þau áhrif að hún missti sjónina 29 ára gömul. Hún heyrir aðeins með öðru eyra og þjáist af liðagigt. Brynja er ógift barnlaus og býr í einsömul. Hún er einkar jákvæð, bjartsýn og hláturmild. Brynja starfaði áður sem aðstoðarkona félagsráðgjafa á Reykjarlundi, hefur ástríðu fyrir matargerð og er einkar fær kokkur en í myndinni fylgjumst við m.a. með henni undirbúa matarboð. Tuttugu árum síðar fylgjum við henni til Portúgals í sína 83. ferð til útlanda en Brynja elskar að ferðast. Einnig er hún listunnandi mikill og förum við með henni á Kjarvalstaði.

Hér er Brynja 12 ára gömul ásamt systkinum sínum árið 1961. Það er svo um tvítugt sem hún byrjar að missa sjón.

Bæði Ásrún og Brynja hafa samþykkt að taka áframhaldandi þátt í verkefninu en taka má fram að á meðan tökum stóð 2022 veiktist Ásrún alvarlega og er nú látin.
Tökum lauk vorið 2023 þegar Brynju var fylgt til Cascais í Portúgal en hún hefur ávallt haft gaman af ferðalögum jafnt innanlands sem utan.

Hér horfir Brynja til hafs á hótel Baia í Cascais. Það var henni mikilvægt að hafa herbergi með sjávarútsýni svo hún gæti fundið lyktina af sjónum og heyrt í öldunum.

Ásrún fagnaði síðasta afmælisdegi sínum ásamt dóttur sinni og barnabörnunum tveimur, sólargeislunum í lífi hennar.

Markmið myndarinnar
-Veita innsýn inn í veröld blindra, eða tveggja sjálfstæðra kvenna í þessu tilfelli. Er hún frábrugðin veröld annarra? Skynja þær lífið á annan hátt eftir að þær urðu blindar t.d? Er lífið ,,búið” ef maður tapar sjóninni?
-Auka skilning á málefnum og aðstæðum blindra en sýnd verða brot úr lífi kvennanna sem hjálpa áhorfandanum að setja sig í þeirra spor.
-Kanna hvort önnur skynfæri hafa eflst og hvernig daglegt líf er öðruvísi.

Aðstandendur myndarinnar með Opin augun
Elín Lilja Jónasdóttir fékk hugmyndina að verkinu eftir að heimildarmynd hennar Leiðarlok hlaut viðurkenningu sem besta lokaverkefnið í Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2001. Hún er handritshöfundur og leikstjóri gamla efnisins ásamt því að hafa séð um stjórn kvikmyndatöku sumarið 2002. Einnig er hún meðframleiðandi heildarverksins.

Ásta Sól Kristjánsdóttir tók upp þráðinn að nýju í byrjun árs 2022 í samstarfi við Elínu Lilju. Hóf hún vinnu við nýtt handrit og að mynda Ásrúnu og Brynju 20 árum síðar.
Ásta Sól er leikstjóri nýja efnisins & sá um stjórn kvikmyndatöku. Hún hefur áður gert fjórar heimildarmyndir og hefur áratuga reynslu af verkefnastjórnun.

Ísak Jónsson klippari hefur víðtæka reynslu af klippingu sjónvarpsefnis, kvikmynda og annars myndefnis. Hann er einnig hönnuður RetinAid Tapletop, aðgengisforrits fyrir iPhone og Android síma sem auðveldar blindum og sjónskertum að spila borðspil með því að sjónlýsa spilum fyrir notendum. Ísak hefur sérstakan áhuga og þekkingu á málefnum blindra og sjónskertra þar sem sonur hans er lögblindur.

Blindrafélagið hefur samþykkt að styðja verkið með rausnarlegu framlagi.
Til að ljúka verkefninu þurfum við samt sem áður á þínum stuðningi að halda til að geta frumsýnt myndina vorið 2024.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€10.327

safnað af €10.000 marki

0

dagar eftir

100

Stuðningsfólk

103% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464