Bók um homma frá tíma Íslendingasagnanna og fram yfir hernám þegar allt breyttist. Þetta er saga um hræðilega fordóma, niðurlægingu og þöggun en líka um ást, mannkærleika og viðurkenningu. Fögur bók sem er gerð til að sjást og á ekki heima inni í skáp.
... lesa áfram

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€11.685

safnað af €11.000 marki

0

dagar eftir

150

Stuðningsfólk

106% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Teymi

Særún Lisa Birgisdóttir

Creator
  • teaching
  • Ethnology
  • Folklore

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Framleiðsla bókarinnar

37%
  • Heimildavinna
  • Skrif
  • Yfirlestur
  • Hönnun bókar
  • Próförk
  • Þýðing
  • Prentun
  • Útgáfa

Nánari lýsing

Sama hvað hver segir þá hefur aldrei verið skortur á hommum á Íslandi. Ekki á þeim tíma þegar menn riðu um héruð með alls kyns vesen á tímum Íslendingasagnanna, ekki á hinum myrku tímum eftir siðaskiptin, ekki þegar prestar og embættismenn fóru um sveitir og söfnuðu þjóðsögum og ALLS ekki þegar að allt fylltist hér af einkennisklæddum dátum í seinni heimstyrjöldinni.

Í þessari bók eru öll þessi tímabil skoðuð og reynt að lesa á milli lína í gömlum sögum, dagbókarbrotum, þjóðsögum, blaðaumfjöllunum og síðast en ekki síst - munnlegum heimildum frá ástandsárunum þar sem nokkrar skáphurðir opnuðust og menn fengu að gægjast aðeins út og sumir hættu sér jafnvel alveg út, að minnsta kosti um tíma.

Bók þessari er ætlað að skína, vera áberandi og fögur og er hönnuð með það markmið að hún lendi ekki inni í skáp. Til að svo megi vera fékk ég Ingibjörgu Soffíu Oddsdóttur grafískan hönnuð og algjöran snilling til að hanna bókina á sem fegurstan hátt og svo dásamlega hæfileikaríku myndlistakonuna Írisi Auði Jónsdóttur til að mála áhrifamiklar og fagrar myndir í bókina.

Þessi bók er búin að vera í bígerð í nokkur ár eða allt frá því að ég kláraði mastersritgerðina mína í þjóðfræði árið 2014 og tók á þessu efni. Ég komst að því meðal annars að fjöldi íslenskra karlmanna fóru í Ástandið á hernámsárunum en sá hluti þess var var vandlega þaggaður niður eins og flest allt sem tilheyrði samkynhneigð. Þessi rannsókn á hernáminu leiddi mig alveg aftur á tíma landnámsins og þaðan þræddi ég mig svo fram eftir öldum og endaði á eftirstríðsárunum.

Þeir menn sem hneigðust til sama kyns fyrr á öldum áttu ekki séns. Þeir báru þær þungu byrðar að geta aldrei opinberað tilfinningar sínar, tilfinningar sem þeir skildu ekkert í - það eina sem þeir heyrðu um "svona" menn var að þeir væru úrhrök, aumingjar og legðust jafnvel á börn. Alla söguna voru þessir menn niðurlægðir og tilheyrðu hvergi- kenndir þeirra pössuðu ekki inn í samfélagslega normið og voru ólöglegar lengi vel.
Það er sama hvar gripið er niður í sögu Íslands, þessir menn voru ekki til.

Með þessari bók vil ég veita hommum fortíðar uppreist æru með því að draga þá fram í dagsljósið - jafnt hetjum Íslendingasagnanna, saklausum smaladrengjum sem og ástandsstrákum.

Hér fyrir neðan eru frumdrög að útliti blaðsíðna

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€11.685

safnað af €11.000 marki

0

dagar eftir

150

Stuðningsfólk

106% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464