Platan Draumar hverfa skjótt með Á geigsgötum kom út fyrsta vetrardag 2020 á stafrænu formi. MBS skífur sáu um útgáfu plötunnar en nú stendur til að gefa hana út á efnislegu formi og pressa hana á 180 gr. svartan vínyl.
... lesa áfram

TILBÚIÐ

Þessu verkefni er nú lokið.

€2.010

safnað af €1.950 marki

0

dagar eftir

34

Stuðningsfólk

103% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Á geigsgötum - Draumar hverfa skjótt vínyl útgáfa

100%
  • Songwriting
  • Recording
  • Vinyl Mastering
  • Design and layout
  • Vinyl Pressing
  • Distribution

Nánari lýsing

Um MBS skífur

MBS skífur eða Mannfólkið breytist í slím skífur er samstarfsverkefni nokkra tónlistarmanna sem upphaflega fóru að vinna saman í æfingahúsnæði á Akureyri og hafa allt frá árinu 2010 gefið út tónlist undir sameiginlegum merkjum. Samstarfið hefur einkennst af bróðerni og óhagnaðardrifinni vinnu í þágu tónlistarsköpunar, en á þeim 10 árum sem MBS hefur starfað hafa komið út 15 stafrænar plötur en aðeins þrjár þeirra hafa ratað á geisladiska. Nú verður gerð tilraun til að koma plötunni Draumar hverfa skjótt með Á geigsgötum í efnisheiminn og á svarta gullið. Til að slíkt geti orðið að veruleika þurfum við hjálp ykkar og stuðning!

Á geigsgötum

Á geigsgötum var upphaflega sóló-verkefni Inga Jóhanns Friðjónssonar, stofnað um 2010, sem þróaðist með tímanum yfir í hljómsveit og varð að lokum stúdíó-verkefni. Að verkefninu koma listamenn sem eiga það sameiginlegt að hafa verið viðloðandi akureyrskt tónlistarlíf á einn eða annan hátt. Ingi Jóhann Friðjónsson (Völva, Hindurvættir, Darth Coyote og Brák) söng, spilaði á bassa, gítar, hljóðgervil og trommur, Stefán Bessason og Þórir Óskar Björnsson (Dulvitund - Naught) spiluðu á gítar og Jón Arnar Kristjánsson (Andavald - Mannveira - Skrattar - Naught) lék á trommur.

Á geigsgötum 2020

Draumar hverfa skjótt

Draumar hverfa skjótt er fyrsta breiðskífa Á geigsgötum en hún kom út fyrsta vetrardag 2020, þann 24.10. Platan var tekin upp af Hreggviði Huldu Harðarsyni og Þorsteini Kára Guðmundssyni (Sóló - Buxnaskjónar - Brák). Þorsteinn sá einnig um hljóðblöndun og spilaði inn á plötuna t.d. á gítar, hljóðgervla, slagverk og söng einnig bakraddir. Hreggviður spilaði á hljóðgervil í lögunum “Rýkur úr” og “Draumadöf”. Benedikt Natanel Bjarnason (Beneath - Azoic - Hindurvættir o.fl.) söng bakraddir í “Rýkur úr”.

Platan var fimm ár í vinnslu og tekin upp á árunum 2015-2020 en lögin voru samin á árunum 2010-2015. Draumar hverfa skjótt er afar kraftmikil og tónlistin tregafull og þokukennd á köflum en nær að takast á við þung hugðarefni höfundar af mikilli hreinskilni og æðruleysi. Tónsmíðarnar eru innblásnar af skammdeginu og þannig sérstaklega sniðnar að næstu mánuðum vetrar. Mikið púður hefur verið sett í vinnslu plötunnar og hún stendur höfundum afar nærri og því teljum við að hún eigi skilið efnislega útgáfu við hæfi.

Á geigsgötum 2014

Nánar um áheit

Í þessari söfnun gefst einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að styrkja MBS og Á geigsgötum í sinni fyrstu vínyl útgáfu. Einstaklingar geta heitið á verkefnið gegn umbun. Hægt er að veita MBS stuðning í formi rafrænna aflátsbéfa og geta þannig afslímað sig. Einnig er hægt að kaupa splittplötuna Vísdómur risans/ Hrímland með hljómsveitunum Völvu og Hindurvættum á CD sem hluta af lagerhreinsun MBS. Um er að ræða síðustu eintökin af þessari plötu, sem kom út 2013 í 100 eintökum. Í boði eru líka niðurhalskóðar á Draumar hverfa skjótt sem sendir verða með tölvupósti. Einnig er hægt er að heita á verkefnið og fá vínyl útgáfu af plötunni ýmist til að sækja eða í heimsendingu. Jafnframt verða til sölu þrykk eftir Stefán Bessason gítarleikara Á geigsgötum en þrykkið gerði hann fyrir fyrstu singúla plötunnar, gerð voru 14. stk í númeruðum eintökum. Einnig er hægt að kaupa plötuna auk þrykks, en með þeim pakka fylgir einnig útprentaður niðurhalskóði.

Opinn dagur í Gúlaginu

Auk þess að standa í plötuútgáfu heldur MBS samsteypan tónlistarhátíðina Opinn dagur í Gúlaginu. Hægt er að heita á verkefnið og fá sérstaka umbun tengda hátíðinni. Opinn dagur í Gúlaginu er tónlistarhátíð sem haldin verður í fjórða sinn árið 2021. Meðlimir MBS koma að skipulagningu hátíðarinnar ár hvert en hún er kennd við æfingahúsnæði samsteypunnar. Leitast er við að fá sem flesta unga listamenn frá Norðurlandi til að koma fram og sýna rjóma tónlistarsenunnar norðan heiða. Áheitin eru í formi VIP passa og fyrirtæki geta gerst opinberir styrktaraðlar hátíðarinnar árið 2021.

MBS útgáfur

#001. Völva - Völva (2010)
#002. Vansköpun - Alsæla í gengum endurfæðingu (upptökur) (2011)
#003. Brák - Tómhyggja (2012)
#004. Buxnaskjónar - Hin sviðna Jörð (2012)
#005. Völva/Hindurvættir - Vísdómur risans/Hrímland (2013)
#006. Brák - Holdgerving hræðslunnar (2013)
#007. Á geigsgötum - Verið velkomin (2013)
#008. Pitenz - Pitenz (2013)
#009. Naught - Tómhyggjublús (upptökur) (2014)
#010. Hindurvættir - Ómælistóm (2015)
#011. Darth Coyote - Feed Me (2018)
#012. Darth Coyote - Pay Me (2018)
#013. Þorsteinn Kári - Eyland (2019)
#014. Darth Coyote - Praise Me (2019)
#015. Á geigsgötum - Draumar hverfa skjótt (2020)

Kærar þakkir!

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

TILBÚIÐ

Þessu verkefni er nú lokið.

€2.010

safnað af €1.950 marki

0

dagar eftir

34

Stuðningsfólk

103% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464