Haustið 2012 hugðist Hilmar Egill Jónsson flytja frá Noregi heim til Íslands með hundinn sinn Rjóma. Þegar hann fékk synjun frá Matvælastofnun um að hundurinn mætti koma til landsins, hófst lygileg atburðarrás og 5 ára þrotlaus barátta Hilmars við kerfið.
... lesa áfram

TILBÚIÐ

Þessu verkefni er nú lokið.

€7.226

safnað af €6.500 marki

0

dagar eftir

139

Stuðningsfólk

111% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Rjómi - heimildamynd

100%
  • Project planning
  • Filming
  • Editing
  • Motion graphics
  • Color correction
  • Subtitles
  • Music
  • Trailer
  • Poster
  • Book Bíó Paradís for premiere night

Nánari lýsing

Trailer

Hvers vegna heimildamynd?

Ég frétti fyrst af máli Hilmars og Rjóma á Facebook. Þar sem ég er dýralæknir og hundaþjálfari vakti þetta mál athygli mína, en mín fyrstu viðbrögð voru að hugsa "English Bull Terrier er örugglega ein af þessum hundategundum sem Ísland er með á bannlista". En þegar ég skoðaði málið nánar, komst ég að því að English Bull Terrier væri ekki á lista yfir bannaðar tegundir. Þá fyrst vaknaði áhugi minn fyrir alvöru.

Í desember 2015 kláraði ég nám í heimildamyndagerð í Kort- og Dokumentar filmskolen í Danmörku, og fékk þá hugdettu að þetta mál gæti mögulega verið mín fyrsta heimildamynd. Eftir því sem ég kafaði dýpra í málsgögnin varð ég enn sannfærðari, því þessi saga var mun margbrotnari og ótrúlegri en hún virtist vera í fyrstu. Eftir minn fyrsta fund með Hilmari og hundinum hans Rjóma, vorið 2016, var ekki aftur snúið og núna tveimur árum seinna er komið að frumsýningu, nánar tiltekið 24.maí 2018.

Ég þarf þína hjálp

Þetta er að öllum líkindum fyrsta íslenska heimildamyndin sem fjallar um hund. Þessi mynd fjallar um samband hunds og eiganda hans, og einstaka baráttu manns sem er tilbúinn til að ganga lengra en flestir aðrir til að standa með hundinum sínum. Mér finnst sagan ótrúlega áhugaverð, en ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikill áhugi annarra er á þess háttar heimildamynd. Þess vegna þarf ég á þínum stuðningi að halda. Það er ekki sjálfsagt að heimildamynd sem þessi fari í dreifingu eða verði sýnd í bíóhúsum landsins. En með því að selja miða á myndina í forsölu hér á Karolinafund, hef ég loks hugmynd um hversu margir vilja sjá myndina, og ég get leigt bíósal í samræmi við eftirspurn. Því vil ég biðja ykkur kæru hundavinir, að styðja þetta málefni, og grípa í leiðinni einstakt tækifæri til að sjá nýja tegund heimildamyndar á Íslandi.

Teymið á bakvið myndina

Freyja Kristinsdóttir kláraði dýralæknanám í Danmörku 2006 og hefur starfað sem dýralæknir á Íslandi og í Englandi en starfar nú eingöngu við kvikmyndagerð. Freyja er leikstjóri myndarinnar, vinnur heimildavinnuna, tekur upp og klippir.

Karl Örvarsson er grafískur hönnuður og eigandi Radar. Karl er einnig tónlistarmaður og semur tónlistina fyrir myndina.

Gunnar Bjarki Gunnarsson er myndatökumaður og einn eigenda 23 auglýsingastofu. Gunnar tekur upp fyrir myndina.

Ágúst Ævar Guðbjörnsson er einn eigenda 23 auglýsingastofu. Ágúst hannar motion grafík fyrir myndina.

Allir meðlimir teymisins eru miklir dýravinir.

Við erum á facebook

Fylgstu með framleiðslu myndarinnar á facebook síðunni: Rjómi - bull terrier documentary


www.rjomi.com

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

TILBÚIÐ

Þessu verkefni er nú lokið.

€7.226

safnað af €6.500 marki

0

dagar eftir

139

Stuðningsfólk

111% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta! Ekki til!

Leggðu til € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Takmarkað ({{ stockLeft }} eftir af {{ reward.stock }} ) Ekki til (0 eftir af {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðili {{ reward.stock_reserved }} stuðningsaðilar
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464