I want to publish a book of Icelandic poetry. I say farewell to modernity and assert myself as a 21st century Romantic poet. My poems are fun, interesting and simply sublime.
... read more

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€976

raised of €2,000 goal

0

days to go

30

Backers

49% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Ingibjorg Elsa Bjornsdottir

Writer
  • Short-story writer

Further Information

Kæri lesandi,

Ég heiti Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og ætla nú að gefa út mína aðra ljóðabók, Ópus handa ömmu. Fyrri ljóðabók mín, Rökkursónatan kom einungis út í 50 eintökum sem eru löngu ófáanleg.

Ég er fyrst og fremst að safna peningum fyrir umbroti og prentkostnaði, en prentunin er dýr. Ef mér tekst að safna þannig að ég geti prentað 150 til 200 eintök þá verð ég ánægð. Ég geri ráð fyrir því að dreifa bókinni til ykkar sem kaupið hana og síðan verða þau eintök sem eftir eru seld í örfáum bókaverslunum.

Ég skrifa ljóð sem eru bæði hefðbundin og óhefðbundin. Ég hef minn sérstaka stíl. Fyrir mér eru öll tungumál sem tónlist, þau hafa hrynjanda og hljómfall. Þagnir, tilbrigði og frávik frá formi skipta einnig máli. Ég er aðdáandi rómantískra skálda eins og Tennyson, Wordsworth og Blake. Einnig hef ég glímt við að þýða Milton. Ég set mig í skáldlegar stellingar og legg eldsverðið á tungu mína.

Dæmi um ljóð eru eftirfarandi:

Fegursti fuglinn

Fegurst sá einn fuglinn syngur
sem ber í sér dauðans hjartasár.
Áður en hann úr harmi springur,
falla til jarðar kærleiks tár.

Allt sem frýs í frosti vetrar,
á sér um vorsins ljóma von.
Allt sem deyr í dauðans ranni
rís á ný sem Drottins son.

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (2014)

Frostnótt

Það litla líf sem í fangi mínu sefur.
Sá andardráttur einn sem Guð mér gefur.
Að elska litlar hendur og litla fætur
er hjúfra sér upp að móðurhjarta
í skugga nætur.

Er helblátt himinhvolfið hrímar seint um nótt
móðurhjarta verður ekki rótt
nema það geti fundið eld og yl
sem hlúir að því litla lífi
sem er til.

En ást mín er svo heit af funa
að hún þolir allt heimsins frost
og íssins bruna.
Í norðurheimskauts nótt
ég bý til skjól
svo hvíla megir þú og sofa rótt.

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (2014)

Skáldið hér að ofan er Alexander Púshkin. Hann er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér.

Dæmi um annað ljóð mitt sem er með nútímalegra sniði er eftirfarandi. Það er úr ljóðabálknum Hugir manna:

From the poetic circle Minds of men

I write the Sistine Chapel in verse.
I construct Pyramids in dative.
The gates of Jerusalem stand wide open,
he is back.

The bells toll from afar,
Toscana stands in cherry bloom.
A Madonna with child
passes out of a church
in Florence.

We never actually thought this would happen.
We never actually thought this could happen.
We never actually, really, really believed.

Now we see him,
standing in line at The Church of Peter
holding a tourist brochure.

The tower of Pisa stands straight.
The sun is moving in circles.
The moon does not want to appear.
The stars stand immovable in awe.

The pope is praying in Rome.
The cardinals are in a meeting.
He is back.

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (2014)

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€976

raised of €2,000 goal

0

days to go

30

Backers

49% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464