Would you like to help me frame my paintings for my upcoming exhibition at Litla Gallery on December 11th, 2025? Sponsors can receive a variety of special rewards — see the sponsorship options on this page.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€700

raised of €700 goal

0

days to go

10

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Laufey Elíasdóttir

Creator
kona
  • listamaður

Further Information

Art Exhibition at Litla Gallery, December 11–23, 2025

Mig langar að ramma inn ný málverk eftir mig sem verða til sýnis og sölu í Litla Gallerý þann 11.-23. desember. Verkin eru unnin út frá sögu abbadísar sem er búsett í klaustri í Frakklandi. Ég er einnig að safna fyrir útgáfu vínylplötu með tónlist sem tengjast verkunum.

Frá unga aldri hef ég fundið fyrir sterkri þörf fyrir að tjá mig listrænt. Listin hefur alltaf verið mín uppspretta og tenging við heiminn og ég upplifi það sem bæði gleðilegt og gefandi ferli að fá að skapa.

Þessi áhugi leiddi mig til náms í kvikmyndaleik í Los Angeles og ég hef verið svo heppin að fá viðurkenningar fyrir sum verkanna minna á því sviði. Ég flutti síðar til Noregs þar sem ég lærði tungumálið og starfaði sem leikkona um tíma, áður en ég sneri aftur heim til Íslands. Hér hóf ég nám í listrænni ljósmyndun við Ljósmyndaskólann og útskrifaðist árið 2017.

Á sama tíma og ég var í náminu fékk ég tækifæri til að vinna með leikhópnum mínum, Ratatam, að sýningunni *Suss*. Út frá því verki þróaðist prentverkið *Heima er best*, sem fylgdi sýningunni alla leið til Kaupmannahafnar. Fljótlega eftir útskrift hóf ég störf sem ljósmyndari á Fréttablaðinu og vann samhliða því að ljósmyndasýningunni *Melankólía* sem sýnd var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ég hef einnig haft ánægju af því að miðla reynslu minni og kennt list- og grunnfög í skólum.

Sköpunarþörfin hefur leitt mig á ólíkar slóðir og ég fæ útrás í ýmsu, hvort sem það er að leika, mála, ljósmynda, semja tónlist, skrifa eða hanna. Ég lít svo á að lífið sjálft sé list sem nær yfir allt mannlegt litróf. Síðan 2009 hef ég til dæmis málað mikið af dýrum, en fyrir mér eru þau tákn sakleysis og hins villta og óbeislaða í fari okkar og náttúrunni.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€700

raised of €700 goal

0

days to go

10

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland