Sætisaukning á Mávnum — hjálpið Mávinum að ná flugi!
Mávurinn er félagsmiðstöð fyrir unga karlmenn í Vestmannaeyjum sem var opnuð haustið 2021 og fagnar því 4. ára afmæli í október. Eigandi Mávsins Almar Benedikt Hjarðar, stuðningsfulltrúi, átti á dögunum pantað flug með Play til Barcelona sem ekkert varð úr.
Þess vegna hafa starfsmenn og velunnarar Mávsins brugðið á það ráð að uppfæra sófakost staðarins sem er orðinn ansi lúinn.(Mynd hér að neðan)
Þetta myndi ekki bara gleðja eigandann og fastagesti Mávsins heldur einnig marka einhverskonar nýtt upphaf staðarinns sem hefur verið á mikilli uppleið á árinu.
Sófinn er til sölu hjá Efnisveitunni og kostar um 400 þúsund krónur.
Munum að margt smátt gerir eitt stórt!
Fésbókarsíða Mávsins: Mávurinn
------------------------------------------------------------------------------
Um teymið á bakvið söfnunina:
Baldur Haraldsson: 28 ára gamall tölvunarfræðingur úr Vestmannaeyjum. Einn af fastagestum Mávsins í Vestmannaeyjum og er mættur á Karolinafund til að gera staðinn enn betri.

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland