Sóla og Kári krummi lenda í ævintýrum - þriðja barnabókin um Sólu Grýludóttur kemur út fyrir jólin

Sóla og Kári krummi eru bæði orðin þreytt á yfirganginum í Grýlu og ákveða að strjúka úr Grýluhelli. Sóla þráir einnig að segja börnunun sögur enda elskar hún börn. Þau halda af stað og lenda ekki bara í ævintýrum heldur eru allt í einu stödd í miðjum söguþræði á ýmsum íslenskum þjóðsöguævintýrum. Þau myndu sennilega verða étin af tröllum ef ekki kæmu til töfrar og útsjónarsemi þeirra beggja..
Ólöf Sverrisdóttir er leikkona, sögukona og skáld. Hún hefur gefið út tvær barnabækur „Sóla og sólin“ og „Sóla og stjörnurnar.“ og ljóðabókina „Hvítar fjaðrir“. Hún á einnig 5 smásögur í smásagnasafninu Möndulhalli. Einnig hefur hún skrifað fjölda leikrita en barnaleikritin Sköpunarsaga og Frá goðurm til Guðs hafa verið sýnd út um allt land. Ólöf starfaði sem sögukona og var einnig viðburðastjóri hjá Borgarbókasafni og sagði sögur í sögubílnum Æringja. Hún er einnig með ritlistarnámskeið hjá Endurmenntun og hefur verið með leiklistarnámskeið fyrir fullorðna hjá Leiklistarskólanum Opnar dyr sem hún og Ólafur Guðmundsson hafa rekið um árabil.

Hlíf Una útskrifaðist frá teiknideild Myndlistaskóla Reykjavíkur 2016. Hún hefur gert fjöldan allan af bókakápum fyrir mismunandi útgáfur, myndlýst barnabækur og þar má nefna Í huganum heim sem fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Einnig hefur hún myndlýst blaðagreinar fyrir Heimildina og unnið ýmis stök verk fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hlíf Una er stundakennari við Myndlistaskólann í Reykjavík og kennir þar ýmis námskeið tengd teikningu.
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland