"Ég er ekki staðsettur í hús"
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Úr bókinni Lalli Johns sagan öll.
"drengur nr. 10 sem nú er vistaður á Breiðavík heitir Lárus Svavarsson."

Lalli bróðir minn tók af mér loforð síðusta árið áður en dó. Hann bað mig um að skrifa söguna sína. Hann spurði mig oft hvort ég væri byrjuð? Ég svaraði því játandi. Ég var byrjuð en það var við erfiðan djöful að draga. Hvernig átti ég að nálgast efnið. Við ólumst jú ekki upp saman nema tíma og tíma og ekki var ég með honum í ruglinu þó hann stoppaði jú oft við heima hjá mér á þeim tíma en það var stutt. Hann var alltaf að flýta sér. Þurfti að mæta hjá þessum eða hinum borgarstjóranum til að ræða húsnæðismálin. En svo fór að ég fékk hjá honum skriflegt umboð til að nálgast allar skýrslur sem til voru um hann innan" kerfisins".. Það tókst að hluta. Ég segi að hluta því erfiðast var og stundum ekki hægt að fá upplýsingar um fangelsisdvalir Lalla.

Að gefa út ævisögu Lárusar Björns Svavassonar öðru nafni Lalla Johns. Áður en Lalli dó tók hann af mér loforð um að ég skrifaði söguna hans. En hún er fyrir margra hluta sakir áhugaverð og átakaleg. Hún lýsir baráttu ungs drengs og mömmu hans og síðar hans sem fullorðins manns við kerfi sem þau lutu alltaf í lægra haldi fyrir. En til þess að geta efnt þetta loforð þarf ég á þínum stuðningi að halda.

Um höfund: Hjúkrunarfræðingur, djákni og uppeldisfræðingur Med.
Ég hef starfað við hjúkrun, kennslu og sálgæslu. Er gift Steingrími B. Gunnarssyni og við eigum börn og barnabörn. Við búum í Garðabæ. Eftir mig liggja tvær ljóðabækur, sjálfsæfisaga og barnabók. Auk þess sem ég hef fengist við ritstjórn.
"Klukkan var að ganga sjö þegar röðin kom að Lalla. Hann var orðinn sársvangur og það var honum fullljóst að hann yrði af kvöldmatnum ef hann yrði ekki fljótur hjá sálfræðingnum.
Hann sat á stólbríkinni fyrir framan hurðina inn til hans og nagaði á sér neglurnar. Sálfræðingurinn eldri maður með gleraugu stóð skyndilega í dyrunum og leit í kringum sig. Lalla varð starsýnt á hárið á honum. Það mátti greinilega muna sinn fífil fegurri en í viðleitni til að draga úr sýnileika þeirrar þróunar var það greitt upp frá hægri vanganum yfir hvirfilinn og niður vinstri vangann. Grár liturinn virtist örlítið dekkri vegna brilljantínsins sem borið hafði verið í það.Lalli hrökk í kút þegar kallað var hátt í eyrað á honum:
„Númer tíu“
Lalli hafði alveg gleymt stað og stund við að telja hárin sem lágu yfir hvirfilinn. Það gaf honum alveg nýja tilfinningu fyrir eigin getu, sérstaklega eftir ófarir hans í glímu við reikningskúnstina, þar sem tölustafurinn níu breyttist í bókstafinn þ og þrír var eins og E. Nei á höfði sálfræðingsins voru hárin auðtalin þar sem þau lágu þráðbein og aðskilin svo skein í hvirfilinn.
Lalli missti af kvöldmatnum og sofnaði með gaulandi garnir. Sálfræðingurinn sat eftir inni á skrifstofunni og samdi sérfræðiálit sitt á drengnum sem skilgreindi hann hvert sem hann fór og hvar sem hann vistaðist:
„Drengur nr. 10 er ellefu ára og heitir Lárus Svavarsson f. 12.09 1951. Komudagur 20.júli 1963. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur kom honum í Breiðavík vegna þjófnaðar og skemmdarverka. Drengur nr. 10 er á mörkum þess að vera vangefinn og er þess ekki að vænta að hann ljúki barnaprófi. Lestrareinkunn sl. vor var einn og í reikningi fékk hann tvö. Má hann teljast ólæs og óskrifandi og fákunnandi um allt. Skapgerð hans er gölluð og hann er hömlulítill og erfiður í skapi og umgengni. Hann er sljór og kærulaus og gerir lítinn greinarmun á réttu og röngu. Framtíðarhorfur þessa drengs eru ekki góðar og mun hann þurfa að dvelja lengi í Breiðavík“...
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland