Hagnýt handbók fyrir íþróttafélög sem vilja fjölga áhorfendum, bæta upplifun gesta og skapa lifandi stemningu á leikjum. Meðaláhorf í bestu deild kvenna er 205 manns og staðan er ekki betri hjá A Landsliði kvenna... - Eigum við ekki að breyta þessu?
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€1,388

raised of €600 goal

0

days to go

23

Backers

231% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Further Information

Upplifunarhandbók hvað er það?

Mig dreymir um að sjá stúkur landsins fyllast af lífi, krafti og gleði – og því skrifaði ég Fjölgum áhorfendum – upplifunarhandbók, 80 blaðsíðna hagnýta bók sem hjálpar íþróttafélögum að bæta umgjörð leikja og fjölga fólki á vellinum. Ég hef unnið að bókinni í hálft ár undir handleiðslu Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi formanni KSÍ. Bókin er full af hugmyndum, ráðleggingum og raunhæfum lausnum fyrir alla sem vilja gera fótboltaleiki að upplifun sem fólk vill ekki missa af. Bókin fjallar meðal annars um markaðssetningu, tónlist, auglýsingar, aðgengi, stemningu og allt sem skiptir máli þegar kemur að því að búa til aðlaðandi viðburð. Markmiðið mitt er að gefa öllum félögum í Bestu deild eintak af bókinni að gjöf – því þessi bók á heima hjá öllum sem vilja byggja upp öflugt stuðningsmannafélag. Ég leitaði eftir styrktaraðilum en fékk ekki þann stuðning sem þurfti, svo ég ákvað að taka málin í mínar hendur og standa straum af kostnaði sjálf. Samt hafa margir einstaklingar haft samband og viljað fá eintak – því bókin nýtist fleirum en bara félögunum, og það væri dásamlegt að geta prentað fleiri eintök. Með því að styrkja verkefnið hjálpar þú mér að koma bókinni í dreifingu, gera hana aðgengilega fyrir þau sem skipta máli, og leggja þitt af mörkum til þess að við fjölgum áhorfendum – eitt eintak í einu. Þetta er bók sem öll íþróttafélög ættu að eiga.

Efnisyfirlit

Efnisyfirlit bókarinnar:

Formáli

Inngangur

Þróun kvennaknattspyrnu í heiminum

Knattspyrna á Íslandi og tölfræði

Áhorfendur

Upplifunarhönnun – The 5E Experience Design Model

Vel heppnuð dæmi - Elísabet Gunnars

Styrktaraðilar

Umgjörðin skapar upplifunina

12 skref að fjölmennari fótboltaleikjum

Gátlistar fyrir vel heppnaða upplifun

Markaðssetning og auglýsingar

Notkun samfélagsmiðla og vefsvæða

Vel heppnuð dæmi um áhrif samfélagsmiðla

Tímasetningar

Viðtöl við leikmenn Glódís Perla Viggósdóttir Birta Georgsdóttir Telma Ívarsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir

Hugmyndir að hvetjandi aðgerðum

Samantekt

Hlekkir á umræðu um bókina:

https://www.visir.is/k/661e00c0-c9a2-4714-b2f0-7c1a513e6366-1744707473243/gefur-ithrottahreyfingunni-handbok-til-ad-fjolga-ahorfendum

https://open.spotify.com/episode/426htFGBYtmH3g6OUmGLWb?si=a4222960c30b4343

Smá meira um bókina ef þið eruð ennþá að lesa :D

Fótbolti hefur verið hluti af mér frá unga aldri – ég spilaði með Breiðablik í 14 ár, fylgst með leiknum frá öllum hliðum og hef lært að greina hann bæði sem leikmaður og áhorfandi. Ég hef skapað stemningu á völlum, verið plötusnúður og vallaþulur á Kópavogsvelli og ég veit hversu mikið umgjörðin skiptir máli. Þegar ég er á vellinum, finn ég kraftinn í leiknum en ég sé líka hálftómar stúkur, jafnvel þegar Breiðablik er með einu bestu aðsóknartölurnar í deildinni, það er galið. Það sem mér finnst enn meira galið er að lausnirnar eru ekki flóknar. Það er hægt að fjölga áhorfendum. Það er hægt að skapa betri stemningu. Það er hægt að gera kvennafótbolta að stærri hluta af íslensku fótboltasamfélagi. Það vantar bara metnaðinn, hugmyndirnar, viljann til að framkvæma – og ég er með þennan metnað.

Ég brenn fyrir að sjá breytingar. Ég vil að fleiri upplifi þessa ástríðu og orku sem fótboltinn hefur upp á að bjóða. Þessi handbók er skrifuð fyrir alla sem vilja að knattspyrna kvenna vaxi og dafni – fyrir þá sem vilja sjá fleiri í stúkunni, meiri umgjörð og stærri drauma rætast. Ég vona að þið njótið bókarinnar og getið nýtt ykkur hana til góðs. Ef einhverjar spurningar vakna eða þið viljið ræða málin betur, ekki hika við að hafa samband við mig!

Gudbjorgyr32@gmail.com

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€1,388

raised of €600 goal

0

days to go

23

Backers

231% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland