Bókin hverfist um myndverk mín sem fjalla um kvenverur í íslenskum þjóðsögum; Tröllskessur, skottur, álfkonur, mennskar konur, ísbirnur og fleiri verur sem eiga það sameiginlegt að vera kvenkyns. Sögurnar valdi ég úr nokkurm þekktustu þjóðsagnasöfnum Íslendinga.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€5,000

raised of €5,000 goal

0

days to go

52

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Solveig Thoroddsen

Creator
  • Hrafnahvíslari

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Mér er um og ó!

71%
  • Sköpun myndverka
  • Söfnun, val og umritun þjóðsagna
  • Formáli og myndaskrá
  • Hönnun kápu
  • Umbrot og hönnun
  • Prentun
  • Útgáfa

Further Information

Þjóðsögurnar hafa fylgt mér síðan ég var lítil stúlka sem gróf sig ofan í þær og las spjaldanna á milli. Sem fullorðin listakona hefur myndlist mín gjarna haft femínískar tilvísanir og einblínt á þau sjónarhorn út frá mér sem konu. Í íslensku þjóðsögunum má alveg fullyrða hlutur kvenpersóna er áberandi. Þær eru ástsjúkar, trylltar, dulmagnaðar, örvæntingafullar, blíðar, sterkar, klókar og úrræðagóðar. Þær eru gerendur og miklir örlagavaldar, í eigin lífi og annarra. Þær birtast einnig sem fórnarlömb þjóðfélagslegra aðstæðna og viðmiða en undartekningarlaust bregðast við þeirri stöðu sinni á áhrifaríkan hátt.

Sumarið 2020 hélt ég einkasýningu í Gallerí Gróttu í samvinnu við bókasafnið, þar sem ég fjallaði um þetta efni. Auk þess hef ég bæði sem grunnskólakennari og leiðsögumaður miðlað þessu efni sem er mér svo hugleikið.

Bókin hverfist um myndverk mín sem fjalla um kvenverur í íslenskum þjóðsögum. Hér hittum við fyrir tröllskessur, skottur, álfkonur, mennskar konur, ísbirnur og fleiri verur sem eiga það sameiginlegt að vera kvenkyns.

Myndverkin eru unnin í ýmsa miðla; þrykk af ýmsu tagi, málverk, vatnsliti, baktík, klippimynd og neonljós. Bókin er hugsuð fyrir alla sem kynnu að hafa áhuga á efninu og svo myndlistarunnendur.

Sögurnar valdi ég úr nokkrum þekktustu þjóðsagnasöfnum Íslendinga; þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, Sigfúsar Sigfússonar, Vestfirzkum þjóðsögum auk blaðagreina og netheimilda. Ég endurritaði sagnirnar og er að mestu trú frásagnarstíl og framvindu þeirra eins og þær koma fyrst fyrir á prenti. Þó leyfi ég mér stundum að einfalda, stytta og jafnvel útskýra einstaka atburði eða hluti og jafnvel bæta við eigin hugleiðingum.

Ég var svo lánsöm að fá næði til skriftanna, bæði í gestavinnustofu Skaftfells á Seyðisfirði fyrir ári síðan og aftur á Skriðuklaustri í Fljótsdal, þar sem ég lagði lokahönd á skriftirnar.

Bókin verður harðspjalda bók, falleg, fróðleg og skemmtileg, til eignar eða gjafa.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€5,000

raised of €5,000 goal

0

days to go

52

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland