Sextíu limrur eftir Vigfús M. Vigfússon
„Ferðasögur í fimm línum og fleiri svipmyndir“ inniheldur sextíu limrur eftir mig sem sem ég hef safnað saman í tilefni af væntanlegu sextugsafmæli mínu þ. 8. desember næstkomandi. Ég skipti bókinni uppí tvo kafla. Sá fyrri inniheldur limrur sem hafa orðið til á ferðum fjölskyldunnar víða um land, reyndar urðu þrjár til á Ítalíu í sumar. Seinni kaflann fylla svipmyndir sem kviknað við ólík tilefni eða jafnvel aftilefnislausu.

Hmmm, það er spurning. Hausinn á mér virkar bara þannig að stundum fæðist hugsun sem leitar í fast form og leitar frá mér sem fullsköpuð limra, fimm línu kveðskapur sem rímar samkvæmt hefðinni og fylgir oftast nær fastri hrynjandi. Um þetta hef ég sagt:
Dæmin ég þó nokkur þekki
og þess vegna neita því ekki;
að blási mér andi
í brjóst úti á landi
vill hugsunin hlaupa í kekki.
Ég heiti Vigfús M. Vigfússon, fæddist í Reykjavík 8. desember 1964 en ólst upp á Reyðarfirði. Gekk í skóla þar, á Eiðum og í Menntaskólanum á Egilsstöðum auk Háskóla Íslands þar sem ég lauk BA prófi í sagnfræði. Áhugamál mín eru fjölbreytt,ég hef alltaf verið mikið félagsmálatröll og finnst gaman að syngja. Var t.d. félagi í Karlakór Reykjavíkur í rúm tuttugu ár, en er í fríi frá þeim félagsskap um þessar mundir. Ég bý í Kópavogi ásamt konu minni til 35 ára, Ingunni J. Sigurðardóttur og við eigum tvær uppkomnar dætur.
Mér hefur alltaf þótt gaman að setja saman vísur og ljóð, bæði frjáls og formbundin, stundum alvarleg en stundum ekki.
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland