Söfnun fyrir skólagjöldum í Sound Art MFA í Columbia University
Sound Art prógrammið leggur áherslu á tónlist eða hljóð í sambandi við aðrar listgreinar. Nemendur vinna með hljóð sem skapandi miðil.
Skólagjöldin fyrir árið eru 74.722 bandarískir dollarar, en skólinn veitir mér styrk upp á 29.000 dollara. Þá eru eftir 45.722 dollarar, auk allskonar kostnaðar við námsefni og annan efnivið. Með þessari söfnun langar mig að höggva smá skarð í þessa tölu, restina borga ég með námslánum og mögulega öðrum styrkjum.
Einnig eru allar ábendingar um styrki vel þegnar.
(Ég er þó búin að standa í mikilli rannsóknavinnu við að finna og sækja um styrki.)
Nánari upplýsingar um námið má finna hér: https://arts.columbia.edu/sound-art
Ég er tónskáld, gítar-, píanó- og orgelleikari. Ég geng undir listamannsnafninu Asalaus og hef verið virk í grasrótarsenunni í Reykjavík. Ég útskrifaðist með BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2023 og hefur gefið út nokkrar plötur, bæði sem Asalaus og sem meðlimur hljómsveitanna Ateria, sem sigraði Músíktilraunir árið 2018, og Gaffer Ensemble, sem gaf út sína fyrstu plötu síðasta vor. Tónsmíðar mínar beinast mikið að tilraunum með hljóð og nótnaskrift. Síðasta árið hef ég verið í starfsnámi hjá tónskáldinu Báru Gísladóttur, ásamt því að vinna í eigin verkefnum.
https://asalaus.com/
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland